Þú getur hjálpað barni að eignast hjól Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 25. apríl 2023 15:00 Nú er Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi hafin í tólfta sinn. Viðtökurnar hafa verið góðar og mikill fjöldi hjóla hefur safnast á móttökustöðvum Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Hjólin eru lagfærð af sjálfboðaliðum og þeim svo úthlutað til barna og ungmenna sem að öðrum kosti hafa ekki tök á því að eignast hjól. Eins og gera má ráð fyrir eru hjólin í misgóðu ástandi og meðan það dugar að bæta lofti í dekkin á sumum hjólum þá þarfnast önnur meiri lagfæringar. Í gegnum árin hefur þátttaka sjálfboðaliða í hjólaviðgerðum verið mikilvægur liður í því að geta veitt öllum þeim börnum og ungmennum hjól sem á þeim þurfa að halda en á hverju ári eru þau um 300 talsins. Eins og fram kemur í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga öll börn sama rétt og þeim skal ekki mismunað á neinn hátt. Auk þess hafa þau rétt á lífsafkomu sem tryggir að líkamlegum, sálrænum, andlegum, siðferðilegum og félagslegum þroska sé náð. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna tengjast líkt og Barnasáttmálinn markmiðum Hjólasöfnunarinnar en þar er kveðið meðal annars á um enga fátækt, aukinn jöfnuð, sjálfbæra orku og heilsu og vellíðan. Það er því ljóst að með Hjólasöfnuninni er komið til móts við mörg þau réttindi sem börn og ungmenni eiga. Allir geta lagt sitt af mörkum í Hjólasöfnuninni. Ekki er nauðsynlegt að hafa mikla kunnáttu í hjólaviðgerðum til að taka þátt því sérfræðingar frá Reiðhjólabændum leiðbeina þeim sem bjóða fram krafta sína. Reiðhjólaklúbbar, fyrirtæki og félög hafa í gegnum árin tekið höndum saman og gert við hjól og hefur sá stuðningur verið ómetanlegur fyrir börnin. Frá upphafi hafa margir sjálfboðaliðar stuðlað að því að samtals hafa um 3.500 börn fengið tækifæri til að hjóla um með jafnöldrum sínum. Þannig er stuðlað að réttindum þeirra til þátttöku í tómstundum, leikjum og skemmtunum eins og fram kemur í Barnasáttmálanum. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Nú er Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi hafin í tólfta sinn. Viðtökurnar hafa verið góðar og mikill fjöldi hjóla hefur safnast á móttökustöðvum Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Hjólin eru lagfærð af sjálfboðaliðum og þeim svo úthlutað til barna og ungmenna sem að öðrum kosti hafa ekki tök á því að eignast hjól. Eins og gera má ráð fyrir eru hjólin í misgóðu ástandi og meðan það dugar að bæta lofti í dekkin á sumum hjólum þá þarfnast önnur meiri lagfæringar. Í gegnum árin hefur þátttaka sjálfboðaliða í hjólaviðgerðum verið mikilvægur liður í því að geta veitt öllum þeim börnum og ungmennum hjól sem á þeim þurfa að halda en á hverju ári eru þau um 300 talsins. Eins og fram kemur í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga öll börn sama rétt og þeim skal ekki mismunað á neinn hátt. Auk þess hafa þau rétt á lífsafkomu sem tryggir að líkamlegum, sálrænum, andlegum, siðferðilegum og félagslegum þroska sé náð. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna tengjast líkt og Barnasáttmálinn markmiðum Hjólasöfnunarinnar en þar er kveðið meðal annars á um enga fátækt, aukinn jöfnuð, sjálfbæra orku og heilsu og vellíðan. Það er því ljóst að með Hjólasöfnuninni er komið til móts við mörg þau réttindi sem börn og ungmenni eiga. Allir geta lagt sitt af mörkum í Hjólasöfnuninni. Ekki er nauðsynlegt að hafa mikla kunnáttu í hjólaviðgerðum til að taka þátt því sérfræðingar frá Reiðhjólabændum leiðbeina þeim sem bjóða fram krafta sína. Reiðhjólaklúbbar, fyrirtæki og félög hafa í gegnum árin tekið höndum saman og gert við hjól og hefur sá stuðningur verið ómetanlegur fyrir börnin. Frá upphafi hafa margir sjálfboðaliðar stuðlað að því að samtals hafa um 3.500 börn fengið tækifæri til að hjóla um með jafnöldrum sínum. Þannig er stuðlað að réttindum þeirra til þátttöku í tómstundum, leikjum og skemmtunum eins og fram kemur í Barnasáttmálanum. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun