„Kannski þarf hreyfingin að fara í naflaskoðun“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. apríl 2023 07:00 Ásgeir Örn þjálfar Hauka í dag. Vísir/Diego „Mér finnst þetta búið að taka alltof langan tíma í fyrsta lagi,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta sem nú þjálfar Hauka í Olís deild karla, um leit Handknattleikssambands Íslands að nýjum þjálfara fyrir karlalandsliðið. Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari Íslands þann 21. febrúar síðastliðinn. Liðnir eru tæpir tveir mánuðir og ekkert bólar á nýjum landsliðsþjálfara. „Mér finnst eins og þessi ákvörðun um að láta Guðmund fara hafi ekki verið nægilega ígrunduð. Ég fór ekkert í grafgötur með það, mér leist best á að fá Snorra Stein Guðjónsson og Dag Sigurðsson. Ef þeir væru til í þetta saman þá fannst mér það algjör negla. Það þurfa ekkert allir að vera sammála mér en að fá einn okkar besta þjálfara og einn okkar efnilegasta til að þjálfa þetta saman, ég sá það ekki klikka.“ Dagur hefur opinberað að hann hafi tekið samtalið við HSÍ, ef samtal skildi kalla. „Eins og Dagur lýsir þessu þá lítur þetta ekki vel út. Að sama skapi sakna ég þess að HSÍ skýri frá sinni hlið á þessu máli. Það er klárlega einhver hlið á þessu frá þeim líka. Við höfum ekkert heyrt og maður hefur ekkert séð. Veit alveg - þó ég sé ekki alltaf sammála öllu sem gerist hjá HSÍ - að þetta eru menn sem vinna af heilindum en mér finnst þetta ekki koma vel út.“ „Það geta verið mjög góðar og gildar ástæður fyrir því að það gekk ekki upp, það verður þá bara að koma fram. Menn verða að vera faglegir í sinni nálgun, tala við menn og útskýra málin eins og þau eru, það kostar ekki neina peninga.“ Klippa: Ásgeir Örn: Kannski þarf hreyfingin að fara í naflaskoðun Framundan er ársþing HSÍ og útlit fyrir að það verði sjálfkjörið í öll stjórnarembætti og formann. Er það neikvætt? „Það sýnir að hreyfingin er annað hvort er sama eða ánægð með störfin. Þegar það kemur ekki mótframboð þá er ekki hægt að segja neitt. Kannski þarf hreyfingin að fara í naflaskoðun, menn geta ekki verið að kvarta á lyklaborðinu eða kvartað hér og þar en ekki verið tilbúnir að leggja vinnuna á sig. Láta verkin tala, það er bara þannig,“ sagði Ásgeir Örn að lokum. Handbolti Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari Íslands þann 21. febrúar síðastliðinn. Liðnir eru tæpir tveir mánuðir og ekkert bólar á nýjum landsliðsþjálfara. „Mér finnst eins og þessi ákvörðun um að láta Guðmund fara hafi ekki verið nægilega ígrunduð. Ég fór ekkert í grafgötur með það, mér leist best á að fá Snorra Stein Guðjónsson og Dag Sigurðsson. Ef þeir væru til í þetta saman þá fannst mér það algjör negla. Það þurfa ekkert allir að vera sammála mér en að fá einn okkar besta þjálfara og einn okkar efnilegasta til að þjálfa þetta saman, ég sá það ekki klikka.“ Dagur hefur opinberað að hann hafi tekið samtalið við HSÍ, ef samtal skildi kalla. „Eins og Dagur lýsir þessu þá lítur þetta ekki vel út. Að sama skapi sakna ég þess að HSÍ skýri frá sinni hlið á þessu máli. Það er klárlega einhver hlið á þessu frá þeim líka. Við höfum ekkert heyrt og maður hefur ekkert séð. Veit alveg - þó ég sé ekki alltaf sammála öllu sem gerist hjá HSÍ - að þetta eru menn sem vinna af heilindum en mér finnst þetta ekki koma vel út.“ „Það geta verið mjög góðar og gildar ástæður fyrir því að það gekk ekki upp, það verður þá bara að koma fram. Menn verða að vera faglegir í sinni nálgun, tala við menn og útskýra málin eins og þau eru, það kostar ekki neina peninga.“ Klippa: Ásgeir Örn: Kannski þarf hreyfingin að fara í naflaskoðun Framundan er ársþing HSÍ og útlit fyrir að það verði sjálfkjörið í öll stjórnarembætti og formann. Er það neikvætt? „Það sýnir að hreyfingin er annað hvort er sama eða ánægð með störfin. Þegar það kemur ekki mótframboð þá er ekki hægt að segja neitt. Kannski þarf hreyfingin að fara í naflaskoðun, menn geta ekki verið að kvarta á lyklaborðinu eða kvartað hér og þar en ekki verið tilbúnir að leggja vinnuna á sig. Láta verkin tala, það er bara þannig,“ sagði Ásgeir Örn að lokum.
Handbolti Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira