„Kannski þarf hreyfingin að fara í naflaskoðun“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. apríl 2023 07:00 Ásgeir Örn þjálfar Hauka í dag. Vísir/Diego „Mér finnst þetta búið að taka alltof langan tíma í fyrsta lagi,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta sem nú þjálfar Hauka í Olís deild karla, um leit Handknattleikssambands Íslands að nýjum þjálfara fyrir karlalandsliðið. Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari Íslands þann 21. febrúar síðastliðinn. Liðnir eru tæpir tveir mánuðir og ekkert bólar á nýjum landsliðsþjálfara. „Mér finnst eins og þessi ákvörðun um að láta Guðmund fara hafi ekki verið nægilega ígrunduð. Ég fór ekkert í grafgötur með það, mér leist best á að fá Snorra Stein Guðjónsson og Dag Sigurðsson. Ef þeir væru til í þetta saman þá fannst mér það algjör negla. Það þurfa ekkert allir að vera sammála mér en að fá einn okkar besta þjálfara og einn okkar efnilegasta til að þjálfa þetta saman, ég sá það ekki klikka.“ Dagur hefur opinberað að hann hafi tekið samtalið við HSÍ, ef samtal skildi kalla. „Eins og Dagur lýsir þessu þá lítur þetta ekki vel út. Að sama skapi sakna ég þess að HSÍ skýri frá sinni hlið á þessu máli. Það er klárlega einhver hlið á þessu frá þeim líka. Við höfum ekkert heyrt og maður hefur ekkert séð. Veit alveg - þó ég sé ekki alltaf sammála öllu sem gerist hjá HSÍ - að þetta eru menn sem vinna af heilindum en mér finnst þetta ekki koma vel út.“ „Það geta verið mjög góðar og gildar ástæður fyrir því að það gekk ekki upp, það verður þá bara að koma fram. Menn verða að vera faglegir í sinni nálgun, tala við menn og útskýra málin eins og þau eru, það kostar ekki neina peninga.“ Klippa: Ásgeir Örn: Kannski þarf hreyfingin að fara í naflaskoðun Framundan er ársþing HSÍ og útlit fyrir að það verði sjálfkjörið í öll stjórnarembætti og formann. Er það neikvætt? „Það sýnir að hreyfingin er annað hvort er sama eða ánægð með störfin. Þegar það kemur ekki mótframboð þá er ekki hægt að segja neitt. Kannski þarf hreyfingin að fara í naflaskoðun, menn geta ekki verið að kvarta á lyklaborðinu eða kvartað hér og þar en ekki verið tilbúnir að leggja vinnuna á sig. Láta verkin tala, það er bara þannig,“ sagði Ásgeir Örn að lokum. Handbolti Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari Íslands þann 21. febrúar síðastliðinn. Liðnir eru tæpir tveir mánuðir og ekkert bólar á nýjum landsliðsþjálfara. „Mér finnst eins og þessi ákvörðun um að láta Guðmund fara hafi ekki verið nægilega ígrunduð. Ég fór ekkert í grafgötur með það, mér leist best á að fá Snorra Stein Guðjónsson og Dag Sigurðsson. Ef þeir væru til í þetta saman þá fannst mér það algjör negla. Það þurfa ekkert allir að vera sammála mér en að fá einn okkar besta þjálfara og einn okkar efnilegasta til að þjálfa þetta saman, ég sá það ekki klikka.“ Dagur hefur opinberað að hann hafi tekið samtalið við HSÍ, ef samtal skildi kalla. „Eins og Dagur lýsir þessu þá lítur þetta ekki vel út. Að sama skapi sakna ég þess að HSÍ skýri frá sinni hlið á þessu máli. Það er klárlega einhver hlið á þessu frá þeim líka. Við höfum ekkert heyrt og maður hefur ekkert séð. Veit alveg - þó ég sé ekki alltaf sammála öllu sem gerist hjá HSÍ - að þetta eru menn sem vinna af heilindum en mér finnst þetta ekki koma vel út.“ „Það geta verið mjög góðar og gildar ástæður fyrir því að það gekk ekki upp, það verður þá bara að koma fram. Menn verða að vera faglegir í sinni nálgun, tala við menn og útskýra málin eins og þau eru, það kostar ekki neina peninga.“ Klippa: Ásgeir Örn: Kannski þarf hreyfingin að fara í naflaskoðun Framundan er ársþing HSÍ og útlit fyrir að það verði sjálfkjörið í öll stjórnarembætti og formann. Er það neikvætt? „Það sýnir að hreyfingin er annað hvort er sama eða ánægð með störfin. Þegar það kemur ekki mótframboð þá er ekki hægt að segja neitt. Kannski þarf hreyfingin að fara í naflaskoðun, menn geta ekki verið að kvarta á lyklaborðinu eða kvartað hér og þar en ekki verið tilbúnir að leggja vinnuna á sig. Láta verkin tala, það er bara þannig,“ sagði Ásgeir Örn að lokum.
Handbolti Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn