Við gleymum oft því dýrmætasta: Tíma Ásta Möller Sívertsen skrifar 24. apríl 2023 07:01 Leikskólinn er fyrsta skólastigið, lögum samkvæmt og er ætlaður börnum undir skólaskyldualdri. Þó er ekki kveðið sérstaklega á um á hvaða aldri börn eigi rétt á að hefja leikskólagöngu. Yngstu börnunum hefur fjölgað jafnt og þétt í leikskólum landsins undanfarin ár. Flest sveitarfélög hafa sett sér aldursviðmið varðandi innritunaraldur og árið 2021 var innritunaraldur flestra barna á bilinu 19‒24 mánaða. Gæði í skólastarfi byggjast fyrst og fremst á vel menntaðri og áhugasamri fagstétt kennara. Leikskólakennarar voru rúmur fjórðungur starfsfólks sem starfaði í leikskólum landsins árið 2020 og meðalaldur starfandi leikskólakennara er hár. Lítill greinarmunur er gerður á hlutverkum og ábyrgð leikskólakennara og ófaglærðs starfsfólks, og ber umræða undanfarinna missera þess merki að skerpa þurfi á skilningi þess faglega starfs sem leikskólakennurum ber lögum samkvæmt að inna af hendi. Hlutfall ófaglærðs starfsfólks er hærra en hlutfall leikskólakennara og því ber ófaglært starfsfólk hitann og þungann af daglegu starfi leikskólans. Það er starfsfólk sem skortir oft fagþekkingu eða reynslu til að vinna með þarfir yngstu barnanna að leiðarljósi. Yngstu börnin eru viðkvæmur hópur, þau búa ekki yfir þroska til að geta tjáð sig um hlutskipti sitt. Flest þeirra koma beint úr fangi foreldra sinna í leikskólann. Þar eiga þau rétt á umönnun, virðingu, sem og menntun sem hæfir aldri þeirra, getu og áhugasviði hverju sinni. Foreldrar eru margir hverjir óöruggir og vilja börnum sínum allt það besta. Því er mikilvægt að gagnkvæmt traust ríki milli starfsfólks leikskóla og foreldra og að allir vinni að sama markmiði, menntun og vellíðan barnanna. Yngstu börnin verja mestum meirihluta vökutíma síns í leikskólanum. Klukkan stýrir óhjákvæmilega skipulagi dagsins, en áhersla er gjarnan lögð á að daglegt starf taki mið af þörfum og áhugasviði barnanna. Fastir liðir eru frjáls leikur, útivera, matmálstímar og hvíld. Í amstri dagsins er mikilvægt að börnin fái ríkulegan tíma til daglegra athafna og sjálfshjálpar, til að mynda með því að veita þeim tækifæri til að æfa sig að klæða sig í og úr, að matartímar séu nýttir til samræðu og að sett séu orð á allar daglegar athafnir. Að öðrum kosti er hætt við að börnin fari á mis við mikilvæg tækifæri til náms og þroska í leikskólanum. Umræðan um skyndilausnir, til dæmis með því að ráða ófaglært fólk til starfa í leikskóla, byggir á vanþekkingu á þörfum yngstu barnanna, réttindum þeirra, mikilvægi leikskólakennara og lögbundnu hlutverki leikskóla. Hlutverk leikskóla er að mæta þörf barna fyrir uppeldi, umönnun og menntun, ekki að þjónusta atvinnulífið. Í leikskólanum eflast félagsleg samskipti barna í samskiptum þeirra við önnur börn og hlutverk leikskólakennara er meðal annars að styðja við og efla jákvæð samskipti barna á milli. Mönnunarvandi leikskólanna er ekki nýr af nálinni og án ófaglærðs starfsfólks væru leikskólar ekki starfræktir. Deildarstjórar hafa umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýs starfsfólks á deildinni en líkt og fram hefur komið er tíminn oft af skornum skammti og starfsmannavelta undanfarinna ára hefur verið milli 23‒27%. Ég hóf störf í leikskóla sem ófaglærður starfsmaður. En ég heillaðist af starfinu og fór í nám sem veitti mér dýpri innsýn í menntun yngstu barnanna og efldi fagmennsku mína. Að ofansögðu er ljóst að í málefnum leikskólanna eru engar skyndilausnir til. Það þarf að meta menntun til mannsæmandi launa og bæta starfsaðstæður í leikskólum svo að ófaglært starfsfólk sjái hag sinn í að mennta sig til kennara. Auka þarf virðingu fyrir leikskólakennurum, faglegri þekkingu þeirra og reynslu. Fjölga þarf leikskólakennurum verulega, því ljóst er að fjöldi reynslumikilla leikskólakennara mun á komandi árum láta af störfum sökum aldurs. Þá er hætt við að leikskólinn uppfylli ekki skilyrði sem menntastofnun, sem hefur það hlutverk að mennta og hlúa að mikilvægustu einstaklingunum, sem eru yngstu börnin. Höfundur er leikskólakennari í ungbarnaleikskólanum Mánahvoli og doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Leikskólinn er fyrsta skólastigið, lögum samkvæmt og er ætlaður börnum undir skólaskyldualdri. Þó er ekki kveðið sérstaklega á um á hvaða aldri börn eigi rétt á að hefja leikskólagöngu. Yngstu börnunum hefur fjölgað jafnt og þétt í leikskólum landsins undanfarin ár. Flest sveitarfélög hafa sett sér aldursviðmið varðandi innritunaraldur og árið 2021 var innritunaraldur flestra barna á bilinu 19‒24 mánaða. Gæði í skólastarfi byggjast fyrst og fremst á vel menntaðri og áhugasamri fagstétt kennara. Leikskólakennarar voru rúmur fjórðungur starfsfólks sem starfaði í leikskólum landsins árið 2020 og meðalaldur starfandi leikskólakennara er hár. Lítill greinarmunur er gerður á hlutverkum og ábyrgð leikskólakennara og ófaglærðs starfsfólks, og ber umræða undanfarinna missera þess merki að skerpa þurfi á skilningi þess faglega starfs sem leikskólakennurum ber lögum samkvæmt að inna af hendi. Hlutfall ófaglærðs starfsfólks er hærra en hlutfall leikskólakennara og því ber ófaglært starfsfólk hitann og þungann af daglegu starfi leikskólans. Það er starfsfólk sem skortir oft fagþekkingu eða reynslu til að vinna með þarfir yngstu barnanna að leiðarljósi. Yngstu börnin eru viðkvæmur hópur, þau búa ekki yfir þroska til að geta tjáð sig um hlutskipti sitt. Flest þeirra koma beint úr fangi foreldra sinna í leikskólann. Þar eiga þau rétt á umönnun, virðingu, sem og menntun sem hæfir aldri þeirra, getu og áhugasviði hverju sinni. Foreldrar eru margir hverjir óöruggir og vilja börnum sínum allt það besta. Því er mikilvægt að gagnkvæmt traust ríki milli starfsfólks leikskóla og foreldra og að allir vinni að sama markmiði, menntun og vellíðan barnanna. Yngstu börnin verja mestum meirihluta vökutíma síns í leikskólanum. Klukkan stýrir óhjákvæmilega skipulagi dagsins, en áhersla er gjarnan lögð á að daglegt starf taki mið af þörfum og áhugasviði barnanna. Fastir liðir eru frjáls leikur, útivera, matmálstímar og hvíld. Í amstri dagsins er mikilvægt að börnin fái ríkulegan tíma til daglegra athafna og sjálfshjálpar, til að mynda með því að veita þeim tækifæri til að æfa sig að klæða sig í og úr, að matartímar séu nýttir til samræðu og að sett séu orð á allar daglegar athafnir. Að öðrum kosti er hætt við að börnin fari á mis við mikilvæg tækifæri til náms og þroska í leikskólanum. Umræðan um skyndilausnir, til dæmis með því að ráða ófaglært fólk til starfa í leikskóla, byggir á vanþekkingu á þörfum yngstu barnanna, réttindum þeirra, mikilvægi leikskólakennara og lögbundnu hlutverki leikskóla. Hlutverk leikskóla er að mæta þörf barna fyrir uppeldi, umönnun og menntun, ekki að þjónusta atvinnulífið. Í leikskólanum eflast félagsleg samskipti barna í samskiptum þeirra við önnur börn og hlutverk leikskólakennara er meðal annars að styðja við og efla jákvæð samskipti barna á milli. Mönnunarvandi leikskólanna er ekki nýr af nálinni og án ófaglærðs starfsfólks væru leikskólar ekki starfræktir. Deildarstjórar hafa umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýs starfsfólks á deildinni en líkt og fram hefur komið er tíminn oft af skornum skammti og starfsmannavelta undanfarinna ára hefur verið milli 23‒27%. Ég hóf störf í leikskóla sem ófaglærður starfsmaður. En ég heillaðist af starfinu og fór í nám sem veitti mér dýpri innsýn í menntun yngstu barnanna og efldi fagmennsku mína. Að ofansögðu er ljóst að í málefnum leikskólanna eru engar skyndilausnir til. Það þarf að meta menntun til mannsæmandi launa og bæta starfsaðstæður í leikskólum svo að ófaglært starfsfólk sjái hag sinn í að mennta sig til kennara. Auka þarf virðingu fyrir leikskólakennurum, faglegri þekkingu þeirra og reynslu. Fjölga þarf leikskólakennurum verulega, því ljóst er að fjöldi reynslumikilla leikskólakennara mun á komandi árum láta af störfum sökum aldurs. Þá er hætt við að leikskólinn uppfylli ekki skilyrði sem menntastofnun, sem hefur það hlutverk að mennta og hlúa að mikilvægustu einstaklingunum, sem eru yngstu börnin. Höfundur er leikskólakennari í ungbarnaleikskólanum Mánahvoli og doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun