„Það bjóst enginn við þessu nema kannski við sjálfar“ Hinrik Wöhler skrifar 20. apríl 2023 17:28 Sigurreif. Vísir/Hulda Margrét Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var að ná sér á jörðina aftur eftir spennuþrungin framlengdan leik á Ásvöllum í dag þegar Vísir náði tali af henni. Haukar sigruðu Framkonur í annað sinn í þessari viku og tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit úrslitakeppninnar í Olís-deild kvenna. „Ég er náttúrulega bara orðlaus og stolt af mínu liði. Raggi [Ragnar Hermannsson] á náttúrulega fullt í þessu. Hann sá um leiðinlegu hlutina í vetur, að koma þeim í form og ákveður svo að stíga út og setja þetta í hendurnar á mér. Ég fæ frábæran mann með mér, Dóra [Halldór Ingólfsson], þannig Raggi á mikið í þessu. Ég er alveg orðlaus og búin á því,“ sagði Díana eftir leikinn á Ásvöllum í dag. Það voru ekki margir sem bjuggust við 2-0 sigri Hauka í einvíginu en þær höfðu tapað öllum þremur leikjunum í deildinni á móti Fram en Díana hafði trú á liðinu fyrir úrslitakeppnina. „Það er búið að æfa vel í vetur, við fórum í undanúrslit í bikar og það gekk ekki nógu vel. Ég er með ungt og efnilegt lið sem er hungrað og margar búnar að vera hérna lengi. Það var talað um að það væri gaman að gera eitthvað óvænt í úrslitakeppninni.“ Framkonur fóru þó mun betur af stað í leiknum og leiddu bróðurpart fyrri hálfleiks áður en Haukakonur komust inn í leikinn undir lok fyrri hálfleiks. „Mér finnst við alltof soft varnarlega og vorum að fá ódýr mörk á okkur í byrjun. Það er ósköp eðlilegt þegar þú ert með svona lið að endurstilla spennustigið og ná betri þéttleika. Við töldum okkur þurfa það strax og sem betur fer heppnaðist það,“ sagði Díana þegar hún var spurð um leikhléið sem hún tók eftir sjö mínútna leik. Ljóst er að þær mæta deildarmeisturum ÍBV í undanúrslitum og er fyrsti leikurinn í Vestmannaeyjum. „Ég elska Vestmannaeyjar, þetta leggst rosalega vel í mig. Þær eru náttúrulega liðið og þetta verður verðugt verkefni. Okkur hlakkar bara til, svona er boltinn. Því lengra sem ég fer með þetta unga lið, því meiri reynslu fær það. Við erum að byggja um flott lið hjá Haukum á Ásvöllum.“ „Það er allt hægt, þú veist ekkert hvað gerist. Það bjóst enginn við þessu nema kannski við sjálfar,“ sagði Díana að lokum. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar – Fram 31-30 | Íslandsmeisturunum sópað úr leik Haukar eru komnar í undanúrslit í Olís deildinni í handbolta eftir frækinn sigur á Íslandsmeisturum Fram að Ásvöllum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 20. apríl 2023 17:00 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Haukar sigruðu Framkonur í annað sinn í þessari viku og tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit úrslitakeppninnar í Olís-deild kvenna. „Ég er náttúrulega bara orðlaus og stolt af mínu liði. Raggi [Ragnar Hermannsson] á náttúrulega fullt í þessu. Hann sá um leiðinlegu hlutina í vetur, að koma þeim í form og ákveður svo að stíga út og setja þetta í hendurnar á mér. Ég fæ frábæran mann með mér, Dóra [Halldór Ingólfsson], þannig Raggi á mikið í þessu. Ég er alveg orðlaus og búin á því,“ sagði Díana eftir leikinn á Ásvöllum í dag. Það voru ekki margir sem bjuggust við 2-0 sigri Hauka í einvíginu en þær höfðu tapað öllum þremur leikjunum í deildinni á móti Fram en Díana hafði trú á liðinu fyrir úrslitakeppnina. „Það er búið að æfa vel í vetur, við fórum í undanúrslit í bikar og það gekk ekki nógu vel. Ég er með ungt og efnilegt lið sem er hungrað og margar búnar að vera hérna lengi. Það var talað um að það væri gaman að gera eitthvað óvænt í úrslitakeppninni.“ Framkonur fóru þó mun betur af stað í leiknum og leiddu bróðurpart fyrri hálfleiks áður en Haukakonur komust inn í leikinn undir lok fyrri hálfleiks. „Mér finnst við alltof soft varnarlega og vorum að fá ódýr mörk á okkur í byrjun. Það er ósköp eðlilegt þegar þú ert með svona lið að endurstilla spennustigið og ná betri þéttleika. Við töldum okkur þurfa það strax og sem betur fer heppnaðist það,“ sagði Díana þegar hún var spurð um leikhléið sem hún tók eftir sjö mínútna leik. Ljóst er að þær mæta deildarmeisturum ÍBV í undanúrslitum og er fyrsti leikurinn í Vestmannaeyjum. „Ég elska Vestmannaeyjar, þetta leggst rosalega vel í mig. Þær eru náttúrulega liðið og þetta verður verðugt verkefni. Okkur hlakkar bara til, svona er boltinn. Því lengra sem ég fer með þetta unga lið, því meiri reynslu fær það. Við erum að byggja um flott lið hjá Haukum á Ásvöllum.“ „Það er allt hægt, þú veist ekkert hvað gerist. Það bjóst enginn við þessu nema kannski við sjálfar,“ sagði Díana að lokum.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar – Fram 31-30 | Íslandsmeisturunum sópað úr leik Haukar eru komnar í undanúrslit í Olís deildinni í handbolta eftir frækinn sigur á Íslandsmeisturum Fram að Ásvöllum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 20. apríl 2023 17:00 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Leik lokið: Haukar – Fram 31-30 | Íslandsmeisturunum sópað úr leik Haukar eru komnar í undanúrslit í Olís deildinni í handbolta eftir frækinn sigur á Íslandsmeisturum Fram að Ásvöllum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 20. apríl 2023 17:00