Staða heimila á húsnæðismarkaði Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 19. apríl 2023 07:00 Undanfarið hefur borið á gagnrýni á Framsókn vegna aðgerðaleysis eins og það er orðað í húsnæðismálum. Það er eðlilegt að Framsókn sé gagnrýnd því flokkurinn hefur farið með húsnæðismálin síðustu 10 ár en staðreyndin er sú að Framsókn hefur virkilega látið sig húsnæðismál varða því þau eru grundvöllurinn sem heimili landsins byggja sig í kringum. Þessi grein er ekki til þess falinn að slá út af borðinu að það séu erfiðleikar á húsnæðismarkaði í dag, við gerum okkur fulla grein fyrir því og unnið er hörðum höndum að því að tryggja eðlilega húsnæðisuppbyggingu. En til að við getum metið aðgerðir og aðgerðarleysi þá er mikilvægt að draga saman heildarmyndina og sjá hvort við séum á réttri leið. Gríðarleg fjölgun íbúa Við berum okkur jafnan saman við Evrópu og viljum hafa húsnæðismálin í sama ef ekki betra horfi en þar. En til að sjá hvernig við erum að standa okkur er mikilvægt að bera saman rauntölur. Ef við byrjum á íbúaþróun þá þarf ekki að skoða lengi til að sjá að íbúaþróun á Íslandi er í engu samhengi við íbúaþróun í Evrópu. Íbúum Evrópu hefur fjölgað um 2,8% frá aldamótum á meðan íbúum á Íslandi hefur fjölgað um nærri 40% (ca. 50.000 erlendir ríkisborgarar og 58.000 íslenskir ríkisborgarar) og ef einungis eru skoðuð síðustu ár þá er fækkun í Evrópu, fækkun meðan hraðinn í fjölgun eykst á Íslandi. Ísland er því á allt öðrum stað en þau lönd sem við berum okkur helst saman við, en þar eru tölur um fjölgun eftirfarandi; Danmörk (9,8% fjölgun), Þýskaland (3% fjölgun), Noregur (24,4%), Finnland (8,4%), Bretland (17,3%) og Svíþjóð (16,2%). Vinsældum og vexti í íbúafjölda fylgja vissulega áskoranir og ein þeim er að tryggja nægilegan fjölda íbúða á hverjum tíma. Hér í töflu frá HMS og Hagstofunni sést hvernig íbúðauppbyggingin síðustu ára hefur verið. Þetta eru íbúðir sem tekur að jafnaði 2 ár að skila fullbúnum frá því að sótt er um byggingarleyfi. Það er allavega ljóst að í tíð þeirra ríkisstjórna sem sátu á árunum 2007 til 2013 varð til gríðarleg snjóhengja í húsnæðismálum sem við erum enn að glíma við. Ef við hliðrum því tímabili um 2 ár (Sem tekur að byggja) þá sjáum við að tímabilið frá 2009 til 2015 eru met ár í skorti á íbúðum. Aðgerðir síðustu ára hafa því fyrst og fremst miðað að því að mæta þessari uppsöfnuðu þörf til að tryggja nægilegt húsnæði. Fleiri eignast húsnæði Gagnrýnt hefur verið að stór hlut þeirra íbúða sem byggðar hafa verið hafi endað hjá eignafólki og leigufélögum í einkaeigu og þannig hafi ávinningurinn í aukinni húsnæðis uppbyggingu fyrst og fremst farið í að okra á leigjendum. Staðreyndir vísa í aðra átt líkt og þessi mynd sýnir, en hér hefur verið tekin saman þróun á eigin húsnæði, einkareknu leiguhúsnæði (einstaklingar, ættingjar og vinir, einkarekin leigufélög, vinnuveitendur og aðrir) og opinberu/félögum (Sveitarfélög, óhagnaðardrifið leiguhúsnæði, búseturéttur og stúdentagarðar). Þessi mynd sýnir okkur hver þróunin hefur verið í heimilum landsins á árunum 2015-2022 (ath. gögn frá 2016 skortir). Þá sýnir líkindalínan hvert við stefnum, það er í rétta átt. Því miður eru ávallt einhverjir sem reyna að nýta sér erfiða stöðu annarra en grafið sýnir augljóslega að einkaaðilum á leigumarkaði hefur fækkað mikið síðustu ár öfugt við það sem einhverjir halda fram og varanlegt húsnæði í eigu hins opinbera og félaga hefur aukist. Það segir okkur að markaðurinn hefur hægt og rólega verið að lagast og þróast í þá átt sem við viljum sjá. Aðgerðir í þágu heimila Margvíslegar breytingar hafa verið gerðir síðustu ár með það að markmiðið að auka framboð á íbúðum og bæta stöðuna á húsnæðismarkaði. Má þar nefna lög um almennar íbúðir sem tóku gildi 15. júní 2016 en með þeim var sett á fót nýtt kerfi húsnæðisstuðnings með það að markmiði að bæta húsnæðisöryggi og lækka húsnæðiskostnað tekju- og eignaminni leigjenda. Árið 2020 komu síðan inn í lögin breytingar til batnaðar varðandi stofnframlög. Þá voru sett árið 2016 lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð og tóku þau í gildi 1. júlí 2017. Auk þess hefur verið lögð mikil vinna í að kortleggja markaðinn ásamt því að einfalda reglugerðir og auka samvinnu við sveitarfélögin í sambandi við lóðaúthlutun. Ef við skoðum hvað þessi lög hafa gert fyrir markaðinn er nokkuð ljóst að þau hafa haft gríðarleg áhrif, sérstaklega hvað varðar leigumarkaðinn. Leigumarkaðurinn náði hámarki árið 2018 þegar 32,2% heimila á Íslandi var á leigumarkaði eða 47.900 heimili. Í fyrra var þetta hlutfall komið niður í 21% og heimilin einungis 34.100. Það er alveg ljóst að þær aðgerðir sem farið hefur verið í til að fjölga íbúðum, hjálpa fólki að komast í eigið húsnæði og byggja fleiri leiguíbúðir í óhagnaðardrifnu eða samvinnuformi hafa tekist vel. En þá er ekki þar með sagt að björninn sé unninn. Við erum enn að ráða niður afleiðingar á skorti á stefnu í húsnæðismálum í tíð fyrri ríkisstjórna sem komið var inn á hér að framan. Því til viðbótar erum við að glíma við alþjóðlega verðbólgu sem klárlega mun hafa áhrif á markaðinn til styttri tíma, en okkar markmið ætti núna að vera fyrst og fremst að tryggja við séum ekki að safna í aðra snjóhengju með frekari skort í framtíðinni. Mikilvægast núna er að halda áfram að byggja nægilegt húsnæði yfir höfuð og halda áfram að fjölga íbúðum í óhagnaðardrifnu leigukerfi. Uppbygging um land allt Að lokum verðum einnig að ræða um mikilvægi þess að byggja upp íbúðir á sem flestum stöðum á landinu. Við sjáum sveitarfélag eins og Árborg og áður Reykjanesbæ sem hafa glímt við þann vanda að byggja upp nauðsynlega innviði í kjölfarið á fjölgun íbúa, sem dæmi þá hefur frá aldamótum íbúum Árborgar fjölgað um 100% og í Reykjanesbæ um 110% á meðan íbúum Íslands hefur fjölgað um 40%. Víða um land eru nægir innviðir til að taka á móti fleiri íbúum og sum staðar þarf kannski einungis að byggja upp eða við hluta af innviðunum en ekki alla innviði eins og í þeim sveitarfélögum sem vaxið hafa hvað hraðast. Víða um land eru fyrir götur, vatnsveitur, fráveitur, leikskólar, grunnskólar, íþróttamannvirki og önnur þjónusta og það er hagkvæmt að byggja þar upp og fjölga íbúum um allt land. Fyrir utan að nýta þá innviði sem þegar eru til staðar mun það skila sér í bættri þjónusta fyrir þá íbúa sem fyrir eru. Eitt af því sem hægt væri að bæta við þær aðgerðir sem eru nú þegar komnar í gang er að kortleggja hvaða sveitarfélög eða byggðakjarnar geta tekið við fleiri íbúum án þess að leggja í mikla innviðauppbyggingu. Sem dæmi má taka að nú er verið að byggja stúdentagarða á Flateyri fyrir lýðskólann. Þar er verið að tryggja leiguhúsnæði á góðum kjörum, við gamla götu með alla innviði, þar er vannýtt pláss bæði á leikskóla og í grunnskóla og þar er sundlaug og íþróttahús til staðar. Framsókn hefur staðið fyrir öflugum aðgerðum í húsnæðismálum sem skilað hafa árangri, en það er þó nóg eftir, við getum öll verið sammála því að við séum ekki komin á áfangastað og árið 2023 verður erfitt í kjölfar alþjóðlegrar verðbólgu. Það sem þjóðin þarf að spyrja sig er hvort hún sé tilbúin að kjósa yfir sig aðgerðaleysi líkt og var árin 2007-2013 eða halda áfram með þær aðgerðir sem nú eru í gangi, bæta frekar í og tryggja að ekki verði stopp í húsnæðisuppbyggingu. Höfundur er þingmaður Framsóknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Húsnæðismál Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur borið á gagnrýni á Framsókn vegna aðgerðaleysis eins og það er orðað í húsnæðismálum. Það er eðlilegt að Framsókn sé gagnrýnd því flokkurinn hefur farið með húsnæðismálin síðustu 10 ár en staðreyndin er sú að Framsókn hefur virkilega látið sig húsnæðismál varða því þau eru grundvöllurinn sem heimili landsins byggja sig í kringum. Þessi grein er ekki til þess falinn að slá út af borðinu að það séu erfiðleikar á húsnæðismarkaði í dag, við gerum okkur fulla grein fyrir því og unnið er hörðum höndum að því að tryggja eðlilega húsnæðisuppbyggingu. En til að við getum metið aðgerðir og aðgerðarleysi þá er mikilvægt að draga saman heildarmyndina og sjá hvort við séum á réttri leið. Gríðarleg fjölgun íbúa Við berum okkur jafnan saman við Evrópu og viljum hafa húsnæðismálin í sama ef ekki betra horfi en þar. En til að sjá hvernig við erum að standa okkur er mikilvægt að bera saman rauntölur. Ef við byrjum á íbúaþróun þá þarf ekki að skoða lengi til að sjá að íbúaþróun á Íslandi er í engu samhengi við íbúaþróun í Evrópu. Íbúum Evrópu hefur fjölgað um 2,8% frá aldamótum á meðan íbúum á Íslandi hefur fjölgað um nærri 40% (ca. 50.000 erlendir ríkisborgarar og 58.000 íslenskir ríkisborgarar) og ef einungis eru skoðuð síðustu ár þá er fækkun í Evrópu, fækkun meðan hraðinn í fjölgun eykst á Íslandi. Ísland er því á allt öðrum stað en þau lönd sem við berum okkur helst saman við, en þar eru tölur um fjölgun eftirfarandi; Danmörk (9,8% fjölgun), Þýskaland (3% fjölgun), Noregur (24,4%), Finnland (8,4%), Bretland (17,3%) og Svíþjóð (16,2%). Vinsældum og vexti í íbúafjölda fylgja vissulega áskoranir og ein þeim er að tryggja nægilegan fjölda íbúða á hverjum tíma. Hér í töflu frá HMS og Hagstofunni sést hvernig íbúðauppbyggingin síðustu ára hefur verið. Þetta eru íbúðir sem tekur að jafnaði 2 ár að skila fullbúnum frá því að sótt er um byggingarleyfi. Það er allavega ljóst að í tíð þeirra ríkisstjórna sem sátu á árunum 2007 til 2013 varð til gríðarleg snjóhengja í húsnæðismálum sem við erum enn að glíma við. Ef við hliðrum því tímabili um 2 ár (Sem tekur að byggja) þá sjáum við að tímabilið frá 2009 til 2015 eru met ár í skorti á íbúðum. Aðgerðir síðustu ára hafa því fyrst og fremst miðað að því að mæta þessari uppsöfnuðu þörf til að tryggja nægilegt húsnæði. Fleiri eignast húsnæði Gagnrýnt hefur verið að stór hlut þeirra íbúða sem byggðar hafa verið hafi endað hjá eignafólki og leigufélögum í einkaeigu og þannig hafi ávinningurinn í aukinni húsnæðis uppbyggingu fyrst og fremst farið í að okra á leigjendum. Staðreyndir vísa í aðra átt líkt og þessi mynd sýnir, en hér hefur verið tekin saman þróun á eigin húsnæði, einkareknu leiguhúsnæði (einstaklingar, ættingjar og vinir, einkarekin leigufélög, vinnuveitendur og aðrir) og opinberu/félögum (Sveitarfélög, óhagnaðardrifið leiguhúsnæði, búseturéttur og stúdentagarðar). Þessi mynd sýnir okkur hver þróunin hefur verið í heimilum landsins á árunum 2015-2022 (ath. gögn frá 2016 skortir). Þá sýnir líkindalínan hvert við stefnum, það er í rétta átt. Því miður eru ávallt einhverjir sem reyna að nýta sér erfiða stöðu annarra en grafið sýnir augljóslega að einkaaðilum á leigumarkaði hefur fækkað mikið síðustu ár öfugt við það sem einhverjir halda fram og varanlegt húsnæði í eigu hins opinbera og félaga hefur aukist. Það segir okkur að markaðurinn hefur hægt og rólega verið að lagast og þróast í þá átt sem við viljum sjá. Aðgerðir í þágu heimila Margvíslegar breytingar hafa verið gerðir síðustu ár með það að markmiðið að auka framboð á íbúðum og bæta stöðuna á húsnæðismarkaði. Má þar nefna lög um almennar íbúðir sem tóku gildi 15. júní 2016 en með þeim var sett á fót nýtt kerfi húsnæðisstuðnings með það að markmiði að bæta húsnæðisöryggi og lækka húsnæðiskostnað tekju- og eignaminni leigjenda. Árið 2020 komu síðan inn í lögin breytingar til batnaðar varðandi stofnframlög. Þá voru sett árið 2016 lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð og tóku þau í gildi 1. júlí 2017. Auk þess hefur verið lögð mikil vinna í að kortleggja markaðinn ásamt því að einfalda reglugerðir og auka samvinnu við sveitarfélögin í sambandi við lóðaúthlutun. Ef við skoðum hvað þessi lög hafa gert fyrir markaðinn er nokkuð ljóst að þau hafa haft gríðarleg áhrif, sérstaklega hvað varðar leigumarkaðinn. Leigumarkaðurinn náði hámarki árið 2018 þegar 32,2% heimila á Íslandi var á leigumarkaði eða 47.900 heimili. Í fyrra var þetta hlutfall komið niður í 21% og heimilin einungis 34.100. Það er alveg ljóst að þær aðgerðir sem farið hefur verið í til að fjölga íbúðum, hjálpa fólki að komast í eigið húsnæði og byggja fleiri leiguíbúðir í óhagnaðardrifnu eða samvinnuformi hafa tekist vel. En þá er ekki þar með sagt að björninn sé unninn. Við erum enn að ráða niður afleiðingar á skorti á stefnu í húsnæðismálum í tíð fyrri ríkisstjórna sem komið var inn á hér að framan. Því til viðbótar erum við að glíma við alþjóðlega verðbólgu sem klárlega mun hafa áhrif á markaðinn til styttri tíma, en okkar markmið ætti núna að vera fyrst og fremst að tryggja við séum ekki að safna í aðra snjóhengju með frekari skort í framtíðinni. Mikilvægast núna er að halda áfram að byggja nægilegt húsnæði yfir höfuð og halda áfram að fjölga íbúðum í óhagnaðardrifnu leigukerfi. Uppbygging um land allt Að lokum verðum einnig að ræða um mikilvægi þess að byggja upp íbúðir á sem flestum stöðum á landinu. Við sjáum sveitarfélag eins og Árborg og áður Reykjanesbæ sem hafa glímt við þann vanda að byggja upp nauðsynlega innviði í kjölfarið á fjölgun íbúa, sem dæmi þá hefur frá aldamótum íbúum Árborgar fjölgað um 100% og í Reykjanesbæ um 110% á meðan íbúum Íslands hefur fjölgað um 40%. Víða um land eru nægir innviðir til að taka á móti fleiri íbúum og sum staðar þarf kannski einungis að byggja upp eða við hluta af innviðunum en ekki alla innviði eins og í þeim sveitarfélögum sem vaxið hafa hvað hraðast. Víða um land eru fyrir götur, vatnsveitur, fráveitur, leikskólar, grunnskólar, íþróttamannvirki og önnur þjónusta og það er hagkvæmt að byggja þar upp og fjölga íbúum um allt land. Fyrir utan að nýta þá innviði sem þegar eru til staðar mun það skila sér í bættri þjónusta fyrir þá íbúa sem fyrir eru. Eitt af því sem hægt væri að bæta við þær aðgerðir sem eru nú þegar komnar í gang er að kortleggja hvaða sveitarfélög eða byggðakjarnar geta tekið við fleiri íbúum án þess að leggja í mikla innviðauppbyggingu. Sem dæmi má taka að nú er verið að byggja stúdentagarða á Flateyri fyrir lýðskólann. Þar er verið að tryggja leiguhúsnæði á góðum kjörum, við gamla götu með alla innviði, þar er vannýtt pláss bæði á leikskóla og í grunnskóla og þar er sundlaug og íþróttahús til staðar. Framsókn hefur staðið fyrir öflugum aðgerðum í húsnæðismálum sem skilað hafa árangri, en það er þó nóg eftir, við getum öll verið sammála því að við séum ekki komin á áfangastað og árið 2023 verður erfitt í kjölfar alþjóðlegrar verðbólgu. Það sem þjóðin þarf að spyrja sig er hvort hún sé tilbúin að kjósa yfir sig aðgerðaleysi líkt og var árin 2007-2013 eða halda áfram með þær aðgerðir sem nú eru í gangi, bæta frekar í og tryggja að ekki verði stopp í húsnæðisuppbyggingu. Höfundur er þingmaður Framsóknar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun