Fundurinn með HSÍ vísir að leikriti: „Ekki að fara að vinna með þessum mönnum“ Sindri Sverrisson skrifar 18. apríl 2023 11:44 Dagur Sigurðsson hefur þjálfað Japan síðustu ár en var opinn fyrir því að taka við íslenska landsliðinu sem hann spilaði lengi fyrir á sínum tíma. VÍSIR/VILHELM Það virðist orðið útilokað að Dagur Sigurðsson verði næsti landsliðsþjálfari karla í handbolta. Hann var fyrsti maðurinn sem að forkólfar HSÍ ræddu við eftir brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar en segir fund með þeim hafa minnt á leikþátt og hefur ekki áhuga á að vinna með þeim. Fimm vikur eru liðnar síðan að Dagur var boðaður á óformlegan fund með Guðmundi B. Ólafssyni, formanni HSÍ, og framkvæmdastjóranum Róberti Geir Gíslasyni. Síðan þá hefur Dagur, sem gerði Þýskaland að Evrópumeistara 2016 og bronsverðlaunahafa á Ólympíuleikunum sama ár, ekkert heyrt frá sambandinu. „Ég skil alveg að Guðmundur Guðmundsson hafi átt í erfiðu samstarfi þarna ef þetta eru vinnubrögðin. Maður hefur eiginlega áhyggjur af stöðunni þarna,“ segir Dagur í samtali við Vísi. Dagur hefur stýrt japanska landsliðinu í sex ár og er samningsbundinn fram á næsta ár, en möguleiki var á því að hann losnaði fyrr úr því starfi til að taka við Íslandi. Þess vegna gekk hann til fundar við HSÍ snemma í mars, eftir leiki Íslands við Tékkland í undankeppni EM. Boðið á kaffihús og skynjaði að hugur fylgdi ekki máli „Ég var boðaður í óformlegar viðræður og það var klárt gagnvart báðum aðilum að þetta væru ekki formlegar viðræður, enda er ég með samning úti [í Japan]. Þeir vildu bara taka stöðuna. En ég skynjaði líka að það var enginn hugur á bakvið þetta hjá þeim að fara að ráða mig,“ segir Dagur. „Þetta var vísir að einhverju leikriti og ég skynjaði það mjög snemma, þegar ég var spurður hvort að við ættum ekki bara að hittast á kaffihúsi. Þá vissi maður nú að það væri ekki mikið á bakvið þetta og það kom í ljós á fundinum að þetta var bara eitthvað tjatt um daginn og veginn, og mér fannst þeir frekar uppteknir af því hvort að formaðurinn og framkvæmdastjórinn yrðu ekki örugglega áfram í fararstjórninni hjá landsliðinu. Ég var smá sjokkeraður og fannst þetta frekar skrýtið allt saman,“ segir Dagur. Rétt er að taka fram að fundur hans með forkólfum HSÍ fór þó ekki fram á kaffihúsi enda hafði Dagur ekki áhuga á því. Elvar Örn Jónsson og félagar í íslenska landsliðinu bíða eftir því að fá nýjan landsliðsþjálfara.VÍSIR/VILHELM Engin viðbrögð eftir fundinn og formaðurinn tók sveig Dagur segir vinnubrögðin öll hafa verið allt önnur en hann hafi vanist fyrr á ferlinum, bæði varðandi fundinn og eftirmála hans. „Það eru fimm vikur síðan ég fór á þennan fund og ég hef ekki fengið neitt feedback. Engin skilaboð daginn eftir um að nú ætlaði sambandið einnig í viðræður við fleiri eða eitthvað slíkt. Ég frétti meira að segja að á einhverjum Evrópuleik hjá Val hefði formaðurinn tekið sveig framhjá mér þegar hann sá mig í höllinni, svo hann hafði greinilega ekki mikinn áhuga á að hitta mig. Það var auðvitað langsótt að ég væri að fara að taka við liðinu en það var samt alveg opið. Það var ljóst að það þyrfti að ræða við japanska sambandið og slíkt en ég hefði aldrei farið á fundinn nema af því að ég taldi að hægt væri að finna út úr þessu,“ segir Dagur sem er með samning við Japan sem gildir fram yfir Ólympíuleikana 2024, en það skýrist í haust hvort Japan á möguleika á að vera með þar. Ekki að fara að vinna með þessum mönnum HSÍ ræddi einnig óformlega við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Íslandsmeistara Vals, og Svíann Michael Apelgren, í kjölfar fundarins við Dag. Samkvæmt upplýsingum Vísis er Snorri enn opinn fyrir því að taka við landsliðinu en engar formlegar viðræður hafa átt sér stað. Tíminn til að semja við Apelgren er hins vegar núna útrunninn en ákvæði í samningi hans við sænska félagið Sävehof, sem gerði honum kleyft að taka við landsliði, rann út um síðustu mánaðamót. En er orðið algjörlega útilokað að Dagur taki við landsliðinu? „Ég veit ekki hvort að þeir taka upp símann fimm vikum seinna og ætlast til að maður hoppi til. Ég held að ég sé ekki að fara að vinna með þessum mönnum hjá HSÍ. Við skulum bara vona að þetta verði flott lending hjá þeim og að þeir finni góðan þjálfara fyrir liðið.“ Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira
Fimm vikur eru liðnar síðan að Dagur var boðaður á óformlegan fund með Guðmundi B. Ólafssyni, formanni HSÍ, og framkvæmdastjóranum Róberti Geir Gíslasyni. Síðan þá hefur Dagur, sem gerði Þýskaland að Evrópumeistara 2016 og bronsverðlaunahafa á Ólympíuleikunum sama ár, ekkert heyrt frá sambandinu. „Ég skil alveg að Guðmundur Guðmundsson hafi átt í erfiðu samstarfi þarna ef þetta eru vinnubrögðin. Maður hefur eiginlega áhyggjur af stöðunni þarna,“ segir Dagur í samtali við Vísi. Dagur hefur stýrt japanska landsliðinu í sex ár og er samningsbundinn fram á næsta ár, en möguleiki var á því að hann losnaði fyrr úr því starfi til að taka við Íslandi. Þess vegna gekk hann til fundar við HSÍ snemma í mars, eftir leiki Íslands við Tékkland í undankeppni EM. Boðið á kaffihús og skynjaði að hugur fylgdi ekki máli „Ég var boðaður í óformlegar viðræður og það var klárt gagnvart báðum aðilum að þetta væru ekki formlegar viðræður, enda er ég með samning úti [í Japan]. Þeir vildu bara taka stöðuna. En ég skynjaði líka að það var enginn hugur á bakvið þetta hjá þeim að fara að ráða mig,“ segir Dagur. „Þetta var vísir að einhverju leikriti og ég skynjaði það mjög snemma, þegar ég var spurður hvort að við ættum ekki bara að hittast á kaffihúsi. Þá vissi maður nú að það væri ekki mikið á bakvið þetta og það kom í ljós á fundinum að þetta var bara eitthvað tjatt um daginn og veginn, og mér fannst þeir frekar uppteknir af því hvort að formaðurinn og framkvæmdastjórinn yrðu ekki örugglega áfram í fararstjórninni hjá landsliðinu. Ég var smá sjokkeraður og fannst þetta frekar skrýtið allt saman,“ segir Dagur. Rétt er að taka fram að fundur hans með forkólfum HSÍ fór þó ekki fram á kaffihúsi enda hafði Dagur ekki áhuga á því. Elvar Örn Jónsson og félagar í íslenska landsliðinu bíða eftir því að fá nýjan landsliðsþjálfara.VÍSIR/VILHELM Engin viðbrögð eftir fundinn og formaðurinn tók sveig Dagur segir vinnubrögðin öll hafa verið allt önnur en hann hafi vanist fyrr á ferlinum, bæði varðandi fundinn og eftirmála hans. „Það eru fimm vikur síðan ég fór á þennan fund og ég hef ekki fengið neitt feedback. Engin skilaboð daginn eftir um að nú ætlaði sambandið einnig í viðræður við fleiri eða eitthvað slíkt. Ég frétti meira að segja að á einhverjum Evrópuleik hjá Val hefði formaðurinn tekið sveig framhjá mér þegar hann sá mig í höllinni, svo hann hafði greinilega ekki mikinn áhuga á að hitta mig. Það var auðvitað langsótt að ég væri að fara að taka við liðinu en það var samt alveg opið. Það var ljóst að það þyrfti að ræða við japanska sambandið og slíkt en ég hefði aldrei farið á fundinn nema af því að ég taldi að hægt væri að finna út úr þessu,“ segir Dagur sem er með samning við Japan sem gildir fram yfir Ólympíuleikana 2024, en það skýrist í haust hvort Japan á möguleika á að vera með þar. Ekki að fara að vinna með þessum mönnum HSÍ ræddi einnig óformlega við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Íslandsmeistara Vals, og Svíann Michael Apelgren, í kjölfar fundarins við Dag. Samkvæmt upplýsingum Vísis er Snorri enn opinn fyrir því að taka við landsliðinu en engar formlegar viðræður hafa átt sér stað. Tíminn til að semja við Apelgren er hins vegar núna útrunninn en ákvæði í samningi hans við sænska félagið Sävehof, sem gerði honum kleyft að taka við landsliði, rann út um síðustu mánaðamót. En er orðið algjörlega útilokað að Dagur taki við landsliðinu? „Ég veit ekki hvort að þeir taka upp símann fimm vikum seinna og ætlast til að maður hoppi til. Ég held að ég sé ekki að fara að vinna með þessum mönnum hjá HSÍ. Við skulum bara vona að þetta verði flott lending hjá þeim og að þeir finni góðan þjálfara fyrir liðið.“
Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira