Norrænu lýðræðisríkin – kaflaskil í sögu lýðræðis Hópur fólks í norrænni hugveitu um tækni og lýðræði skrifar 18. apríl 2023 08:01 Í dag verða kynnt ellefu tilmæli norrænnar hugveitu um tækni og lýðræði sem hafa það að markmiði að styrkja lýðræðislega umræðu á tímum samfélagsmiðla á Norðurlöndunum. Í hugveitunni sitja sérfræðingar frá öllum Norðurlöndunum, þar með talið Færeyjum, Grænlandi og Álandseyjum. Hugveitan starfar undir merkjum Norrænu ráðherranefndarinnar. Það er ekki á færi einstakra ríkja einna og sér að takast á við áskoranir eins og falsfréttir og upplýsingaóreiðu, hatur á netinu, vernd barna og ungmenna og áhrif algóritma á frjálsa skoðanamyndun. Því er kominn tími til að Norðurlöndin taki höndum saman um að efla lýðræðið á tímum örra tæknibreytinga. Norðurlöndin eiga það sameiginlegt að traust mælist almennt mikið og höfum við langa og ríka hefð fyrir opinni og upplýstri samfélagsumræðu og faglegum, sjálfstæðum fjölmiðlum. Á sama tíma hefur notkun samfélagsmiðla farið vaxandi með tilheyrandi áskorunum fyrir lýðræðið. Af þeim sökum hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins verið drifkraftur stefnumótunar í álfunni með því að setja heildstæðan lagaramma um hið stafræna almannarými sem við notum til að tjá okkur, afla upplýsinga og deila skoðunum. Um þessar mundir leggur Evrópusambandið lokahönd á að innleiða nýjar gerðir svo sem reglugerð um stafræna þjónustu (Digital Services Act, DAA), reglugerð um stafræna markaði (Digital Markets Act, DMA), löggjöf um fjölmiðlafrelsi (European Media Freedom Act, EMFA) ásamt fleiri gerðum. Þrátt fyrir góðan ásetning gengur framkvæmdin hægt. Heilu og hálfu áratugirnir geta liðið frá því að hugmyndir að lagasetningu eru settar fram þar til löggjöf er að fullu innleidd í öllum EES-ríkjunum. Þess háttar hægagangur getur valdið vandræðum, ekki síst þegar tekist er á við stafrænar áskoranir sem tekið geta breytingum, jafnvel frá einum mánuði til annars, eins og umræðan um ChatGPT sýnir glöggt. Á nokkrum mánuðum hefur gervigreindin gjörbreytt umræðunni um stafræna tækni og framtíðarmöguleika. Á Norðurlöndunum búa næstum 28 milljónir manna við langa og sameiginlega lýðræðishefð. Við trúum því að Norðurlöndin hafi sterkari rödd þegar þau vinna saman. Sameiginleg rödd þarf að heyrast í alþjóðlegri umræðu en hún vegur þyngra en rödd hvers ríkis um sig. Norðurlöndin eru einnig sameiginlega betur í stakk búin til að þróa lausnir til að mæta þeim áskorunum sem tæknin hefur á opna lýðræðislega umræðu. Um tæplega eins árs skeið hefur hugveitan unnið að því að þróa hugmyndir um hvernig hægt er að takast á við brýnustu áskoranirnar sem norræn lýðræðisríki standa frammi fyrir vegna tæknilegra nýjunga. Í dag eru þessar tillögur kynntar opinberlega í Kaupmannahöfn. Sú hugsun býr að baki tillögunum að Norðurlöndin eigi sameiginlega að móta stefnu um það hvernig stórum tæknifyrirtækjum leyfist að hafa áhrif á samfélög okkar og lýðræðislega umræðu. Ein helsta tillagan felst í því að ríkisstjórnir Norðurlandanna komi á fót norrænni miðstöð fyrir tækni og lýðræði til að styðja við og framfylgja evrópskri löggjöf um samfélagsmiðla og leitarvélar. Auk þess þarf að tryggja að alvarlegustu brotin sem upp koma á Norðurlöndum verði send framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til úrlausnar. Jafnframt er lagt til að miðstöðin stuðli að því að óháðir norrænir sérfræðingar hafi aðgang að upplýsingum um hvernig algóritmar eru notaðir ásamt öðrum mikilvægum gögnum sem varpað geta ljósi á áhrif stafrænnar tækni á þróun lýðræðis á Norðurlöndum. Þá er lagt til að birtar verði skýrslur um þessa þróun með reglubundnum hætti. Aðeins stöðugt eftirlit og góð yfirsýn með starfsemi stóru tæknifyrirtækjanna getur vakið athygli almennings á nýjum áskorunum sem geta haft neikvæð áhrif á upplýsta umræðu og lýðræði. Önnur tilmæli norrænu hugveitunnar snúa að vaxandi áhyggjum af velferð og öryggi barna og ungmenna á netinu. Sífellt fleiri rannsóknir sýna að mikil samfélagsmiðlanotkun skaðar börn og ungmenni og því þarf að gæta varúðar. Mikilvægt er að gera lögbundnar kröfur til samfélagsmiðla um að þeir framfylgi aldurstakmörkum sem þeir hafa sjálfir sett og verndi börn og ungmenni gegn grófu ofbeldi, klámi og öðru skaðlegu efni. Norðurlöndin ættu að vinna saman að því að tryggja að foreldraeftirlit verði hluti af sjálfgefnum stillingum samfélagsmiðla. Þannig geti foreldrar m.a. haft áhrif á tímalengd samfélagsmiðlanotkunar barna sinna. Einnig er mælt með því að kennslu- og fræðsluefni um miðla- og upplýsingalæsi verði þýtt og gert aðgengilegt á samnorrænni gátt. Einnig verði stutt við þúsundir sjálfboðaliða sem stjórna, skipuleggja og stýra samfélagslegri umræðu um hin ýmsu mál inni á samfélagsmiðlum og öðrum stafrænum vettvangi. Slíkur umræðuvettvangur er nú orðinn mikilvægur fyrir milljónir Norðurlandabúa til að tryggja opna lýðræðislega umræðu. Rétt eins og ýmsir sjóðir og ríkisstofnanir styðja menningarstofnanir og viðburði þarf að þróa sambærilegan stuðning við hið mikilvæga stafræna almannarými. Lokatillögurnar varða stofnun norræns vinnuhóps sem hefur að markmiði að sporna gegn þeim ógnum sem leiða af upplýsingaóreiðu sem gervigreind skapar í samfélagslegri umræðu. Á síðasta ári varð algjör bylting í gervigreind, allt frá textaframleiðslu ChatGPT, til gervigreindar sem býr til mynd, hljóð og myndbönd (svokallaðar djúpfalsanir). Slík tækni markar upphaf nýs tímabils þar sem gervigreind mun ekki aðeins hafa djúpstæð áhrif á lýðræðislega umræðu heldur einnig skapa stóran hluta þeirrar upplýsingaóreiðu sem grefur undan lýðræðislegri umræðu. Við erum þess fullmeðvituð að tilmælin eru metnaðarfull. Sumar tillögurnar teljum við að geti orðið að veruleika fljótlega en að lengri tíma kunni að taka að hrinda öðrum tillögum í framkvæmd, eða þá að þær komi aðeins til framkvæmda í einstaka ríkjum. Markmiðið er að verja lýðræði á Norðurlöndum á tímum örrar tækniþróunar. Meira þarf þó til en eitt stutt átak heldur er þetta langhlaup sem tekur drjúgan tíma. Von þeirra sem standa að hugveitunni er sú að hugmyndir um hvernig samfélagið allt geti tekið ábyrgð á lýðræðislegri umræðu séu aðeins upphafið að því að styrkja betur lýðræði á Norðurlöndum. Markmiðið er að á Norðurlöndunum ríki áfram mikið traust og að þar geti íbúar tekið virkan þátt í opinni og upplýstri umræðu óháð því á hvaða vettvangi hún fer fram. Greinin birtist samtímis í fjölmiðlum á öllum Norðurlöndunum. Tobias Bornakke (formaður), Danmörku Anja Bechmann, Danmörku Bente Kalsnes, Noregi Carl Heath, Svíþjóð Elfa Ýr Gylfadóttir, Íslandi Fredrik Granlund, Álandseyjum Hanna Haaslahti, Finnlandi Jákup Brúsá, Færeyjum Martin Holmberg, Svíþjóð Minna Aslama Horowitz, Finnlandi Signe Ravn-Højgaard, Grænlandi Sumaya Jirde Ali, Noregi Þorgeir Ólafsson, Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elfa Ýr Gylfadóttir Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Í dag verða kynnt ellefu tilmæli norrænnar hugveitu um tækni og lýðræði sem hafa það að markmiði að styrkja lýðræðislega umræðu á tímum samfélagsmiðla á Norðurlöndunum. Í hugveitunni sitja sérfræðingar frá öllum Norðurlöndunum, þar með talið Færeyjum, Grænlandi og Álandseyjum. Hugveitan starfar undir merkjum Norrænu ráðherranefndarinnar. Það er ekki á færi einstakra ríkja einna og sér að takast á við áskoranir eins og falsfréttir og upplýsingaóreiðu, hatur á netinu, vernd barna og ungmenna og áhrif algóritma á frjálsa skoðanamyndun. Því er kominn tími til að Norðurlöndin taki höndum saman um að efla lýðræðið á tímum örra tæknibreytinga. Norðurlöndin eiga það sameiginlegt að traust mælist almennt mikið og höfum við langa og ríka hefð fyrir opinni og upplýstri samfélagsumræðu og faglegum, sjálfstæðum fjölmiðlum. Á sama tíma hefur notkun samfélagsmiðla farið vaxandi með tilheyrandi áskorunum fyrir lýðræðið. Af þeim sökum hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins verið drifkraftur stefnumótunar í álfunni með því að setja heildstæðan lagaramma um hið stafræna almannarými sem við notum til að tjá okkur, afla upplýsinga og deila skoðunum. Um þessar mundir leggur Evrópusambandið lokahönd á að innleiða nýjar gerðir svo sem reglugerð um stafræna þjónustu (Digital Services Act, DAA), reglugerð um stafræna markaði (Digital Markets Act, DMA), löggjöf um fjölmiðlafrelsi (European Media Freedom Act, EMFA) ásamt fleiri gerðum. Þrátt fyrir góðan ásetning gengur framkvæmdin hægt. Heilu og hálfu áratugirnir geta liðið frá því að hugmyndir að lagasetningu eru settar fram þar til löggjöf er að fullu innleidd í öllum EES-ríkjunum. Þess háttar hægagangur getur valdið vandræðum, ekki síst þegar tekist er á við stafrænar áskoranir sem tekið geta breytingum, jafnvel frá einum mánuði til annars, eins og umræðan um ChatGPT sýnir glöggt. Á nokkrum mánuðum hefur gervigreindin gjörbreytt umræðunni um stafræna tækni og framtíðarmöguleika. Á Norðurlöndunum búa næstum 28 milljónir manna við langa og sameiginlega lýðræðishefð. Við trúum því að Norðurlöndin hafi sterkari rödd þegar þau vinna saman. Sameiginleg rödd þarf að heyrast í alþjóðlegri umræðu en hún vegur þyngra en rödd hvers ríkis um sig. Norðurlöndin eru einnig sameiginlega betur í stakk búin til að þróa lausnir til að mæta þeim áskorunum sem tæknin hefur á opna lýðræðislega umræðu. Um tæplega eins árs skeið hefur hugveitan unnið að því að þróa hugmyndir um hvernig hægt er að takast á við brýnustu áskoranirnar sem norræn lýðræðisríki standa frammi fyrir vegna tæknilegra nýjunga. Í dag eru þessar tillögur kynntar opinberlega í Kaupmannahöfn. Sú hugsun býr að baki tillögunum að Norðurlöndin eigi sameiginlega að móta stefnu um það hvernig stórum tæknifyrirtækjum leyfist að hafa áhrif á samfélög okkar og lýðræðislega umræðu. Ein helsta tillagan felst í því að ríkisstjórnir Norðurlandanna komi á fót norrænni miðstöð fyrir tækni og lýðræði til að styðja við og framfylgja evrópskri löggjöf um samfélagsmiðla og leitarvélar. Auk þess þarf að tryggja að alvarlegustu brotin sem upp koma á Norðurlöndum verði send framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til úrlausnar. Jafnframt er lagt til að miðstöðin stuðli að því að óháðir norrænir sérfræðingar hafi aðgang að upplýsingum um hvernig algóritmar eru notaðir ásamt öðrum mikilvægum gögnum sem varpað geta ljósi á áhrif stafrænnar tækni á þróun lýðræðis á Norðurlöndum. Þá er lagt til að birtar verði skýrslur um þessa þróun með reglubundnum hætti. Aðeins stöðugt eftirlit og góð yfirsýn með starfsemi stóru tæknifyrirtækjanna getur vakið athygli almennings á nýjum áskorunum sem geta haft neikvæð áhrif á upplýsta umræðu og lýðræði. Önnur tilmæli norrænu hugveitunnar snúa að vaxandi áhyggjum af velferð og öryggi barna og ungmenna á netinu. Sífellt fleiri rannsóknir sýna að mikil samfélagsmiðlanotkun skaðar börn og ungmenni og því þarf að gæta varúðar. Mikilvægt er að gera lögbundnar kröfur til samfélagsmiðla um að þeir framfylgi aldurstakmörkum sem þeir hafa sjálfir sett og verndi börn og ungmenni gegn grófu ofbeldi, klámi og öðru skaðlegu efni. Norðurlöndin ættu að vinna saman að því að tryggja að foreldraeftirlit verði hluti af sjálfgefnum stillingum samfélagsmiðla. Þannig geti foreldrar m.a. haft áhrif á tímalengd samfélagsmiðlanotkunar barna sinna. Einnig er mælt með því að kennslu- og fræðsluefni um miðla- og upplýsingalæsi verði þýtt og gert aðgengilegt á samnorrænni gátt. Einnig verði stutt við þúsundir sjálfboðaliða sem stjórna, skipuleggja og stýra samfélagslegri umræðu um hin ýmsu mál inni á samfélagsmiðlum og öðrum stafrænum vettvangi. Slíkur umræðuvettvangur er nú orðinn mikilvægur fyrir milljónir Norðurlandabúa til að tryggja opna lýðræðislega umræðu. Rétt eins og ýmsir sjóðir og ríkisstofnanir styðja menningarstofnanir og viðburði þarf að þróa sambærilegan stuðning við hið mikilvæga stafræna almannarými. Lokatillögurnar varða stofnun norræns vinnuhóps sem hefur að markmiði að sporna gegn þeim ógnum sem leiða af upplýsingaóreiðu sem gervigreind skapar í samfélagslegri umræðu. Á síðasta ári varð algjör bylting í gervigreind, allt frá textaframleiðslu ChatGPT, til gervigreindar sem býr til mynd, hljóð og myndbönd (svokallaðar djúpfalsanir). Slík tækni markar upphaf nýs tímabils þar sem gervigreind mun ekki aðeins hafa djúpstæð áhrif á lýðræðislega umræðu heldur einnig skapa stóran hluta þeirrar upplýsingaóreiðu sem grefur undan lýðræðislegri umræðu. Við erum þess fullmeðvituð að tilmælin eru metnaðarfull. Sumar tillögurnar teljum við að geti orðið að veruleika fljótlega en að lengri tíma kunni að taka að hrinda öðrum tillögum í framkvæmd, eða þá að þær komi aðeins til framkvæmda í einstaka ríkjum. Markmiðið er að verja lýðræði á Norðurlöndum á tímum örrar tækniþróunar. Meira þarf þó til en eitt stutt átak heldur er þetta langhlaup sem tekur drjúgan tíma. Von þeirra sem standa að hugveitunni er sú að hugmyndir um hvernig samfélagið allt geti tekið ábyrgð á lýðræðislegri umræðu séu aðeins upphafið að því að styrkja betur lýðræði á Norðurlöndum. Markmiðið er að á Norðurlöndunum ríki áfram mikið traust og að þar geti íbúar tekið virkan þátt í opinni og upplýstri umræðu óháð því á hvaða vettvangi hún fer fram. Greinin birtist samtímis í fjölmiðlum á öllum Norðurlöndunum. Tobias Bornakke (formaður), Danmörku Anja Bechmann, Danmörku Bente Kalsnes, Noregi Carl Heath, Svíþjóð Elfa Ýr Gylfadóttir, Íslandi Fredrik Granlund, Álandseyjum Hanna Haaslahti, Finnlandi Jákup Brúsá, Færeyjum Martin Holmberg, Svíþjóð Minna Aslama Horowitz, Finnlandi Signe Ravn-Højgaard, Grænlandi Sumaya Jirde Ali, Noregi Þorgeir Ólafsson, Íslandi
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun