Arnar: Bara myrkur og mannaskítur framundan Stefán Snær Ágústsson skrifar 14. apríl 2023 22:15 Arnar Guðjónsson er þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta var svekktur eftir að lið hans tapaði gegn Íslandsmeisturum Vals í 8-liða úrslitum Subway deildar karla í körfubolta í kvöld í Umhyggjuhöllinni. Með tapinu eru Stjörnumenn úr leik og er því körfubolta tímabilinu lokið hjá Garðabæjarliðinu. „Vonbrigði, mér fannst við geta unnið í dag og mér fannst við geta unnið leik þrjú en við vorum ekki nógu góðir og það er mjög sárt.“ Leikurinn var hnífjafn í fyrri hálfleik en heimamenn misstu niður kraft í þriðja leikhluta. „Við skoruðum ekki úr nokkrum upplögðum tækifærum. Þú verður að nýta þá brauðmola sem koma þegar þú ert að spila á móti Val. Þeir spila góða vörn og við nýttum það ekki nógu vel.“ Fáir töldu Stjörnumenn sigurstranglega í einvíginu gegn Íslandsmeisturunum en þó náði lið Arnars að halda spennu í leiknum þar til á lokamínútum. „Ég trúði því að við gætum unnið þá og slegið þá út en kannski voru það draumórar. Þeir voru eitt og við vorum átta. Mikil vonbrigði að hafa ekki gert betur.“ Tímabilinu er því lokið hjá Stjörnunni en Arnar ætlar sér góða hluti á því næsta. „Núna tekur við smá post season og svo byrjum við að æfa og reyna setja saman betra lið. Við ætlum okkur að verða betri á næsta ári, við verðum betri á næsta ári.“ „Hlutirnir fara upp og niður. Það eru búin að vera nokkur góð ár hérna, þar sem við höfum verið í toppnum, við vorum það ekki [í ár].“ „Við verðum með skemmtilegra lið á næsta ári, við verðum með betra lið á næsta ári og þá vona ég að áhorfendur komi því það verður meiri gaman að horfa á okkur.“ Þótt framtíðin sé vongóð þá er alltaf erfitt að falla úr leik og endurspegla tilfinningaþrungin lokaorð þjálfarans þá staðreynd. „Akkurat núna er bara myrkur og mannaskítur framundan, við erum dottnir út. Við verðum betra á næsta ári, þetta var ekki nógu gott í ár því miður.“ Subway-deild karla Stjarnan Valur Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
„Vonbrigði, mér fannst við geta unnið í dag og mér fannst við geta unnið leik þrjú en við vorum ekki nógu góðir og það er mjög sárt.“ Leikurinn var hnífjafn í fyrri hálfleik en heimamenn misstu niður kraft í þriðja leikhluta. „Við skoruðum ekki úr nokkrum upplögðum tækifærum. Þú verður að nýta þá brauðmola sem koma þegar þú ert að spila á móti Val. Þeir spila góða vörn og við nýttum það ekki nógu vel.“ Fáir töldu Stjörnumenn sigurstranglega í einvíginu gegn Íslandsmeisturunum en þó náði lið Arnars að halda spennu í leiknum þar til á lokamínútum. „Ég trúði því að við gætum unnið þá og slegið þá út en kannski voru það draumórar. Þeir voru eitt og við vorum átta. Mikil vonbrigði að hafa ekki gert betur.“ Tímabilinu er því lokið hjá Stjörnunni en Arnar ætlar sér góða hluti á því næsta. „Núna tekur við smá post season og svo byrjum við að æfa og reyna setja saman betra lið. Við ætlum okkur að verða betri á næsta ári, við verðum betri á næsta ári.“ „Hlutirnir fara upp og niður. Það eru búin að vera nokkur góð ár hérna, þar sem við höfum verið í toppnum, við vorum það ekki [í ár].“ „Við verðum með skemmtilegra lið á næsta ári, við verðum með betra lið á næsta ári og þá vona ég að áhorfendur komi því það verður meiri gaman að horfa á okkur.“ Þótt framtíðin sé vongóð þá er alltaf erfitt að falla úr leik og endurspegla tilfinningaþrungin lokaorð þjálfarans þá staðreynd. „Akkurat núna er bara myrkur og mannaskítur framundan, við erum dottnir út. Við verðum betra á næsta ári, þetta var ekki nógu gott í ár því miður.“
Subway-deild karla Stjarnan Valur Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira