Fullkomnunarárátta Viktor Örn Margeirsson skrifar 3. apríl 2023 15:00 Fullkomnunarárátta er sú tilhneiging að krefjast fullkomnunar í frammistöðu, vera með háar eða óraunhæfar kröfur og því fylgir oft hörð sjálfsgagnrýni. Kröfurnar geta snúið að okkur sjálfum en einnig að öðrum. Á yfirborðinu getur fullkomnunarárátta litið út fyrir að vera jákvæður eiginleiki í fari fólks, því hver myndi ekki vilja vera besta útgáfan af sjálfum sér og ná fullkomnun? En þegar öllu er á botninn hvolft getur fullkomnunarárátta haft neikvæðar afleiðingar á bæði andlega heilsu og frammistöðu íþróttamannsins. Einn helsti vandi þeirra sem haldnir eru fullkomnunaráráttu er það að hræðast mistök. Íþróttafólk getur orðið heltekið af því að ná fullkomnri niðurstöðu og/eða að því að sýnast fullkomið. Því forðast það oft mistök eins og heitan eldinn. Þetta getur leitt til að það upplifi of mikla pressu og kvíða sem hefur neikvæð áhrif á frammistöðu leikmanns og jafnvel leitt til andlegrar vanlíðanar. Þeir sem haldnir eru fullkomnunaráráttu virðast vera neikvæðari í sjálfsgagnrýni og efast meira um sjálfan sig en aðrir. Skýringin á þessu má rekja rekja til stöðugs samanburðar við aðra og þess að upplifa sig ekki nógu góða, óháð velgengni. Þessi neikvæða sjálfsgagnrýni getur dregið úr sjálfstrausti og sjálfsáliti íþróttafólks sem oftar en ekki leiðir til verri frammistöðu í keppni. Annað algengt vandamál sem íþróttafólk með fullkomnunaráráttu lendir í er að einblína óhóflega mikið á lokaútkomuna. Með því að einblína einungis á sigur eða lokamarkmiðið er hætt við að fólk njóti ekki ferlisins að sigrinum, ferðalagsins og vinnunar sem þarf til þess að lokaniðurstaðan verði góð. Það getur dregið úr gleði, fyllingu og tilgangi við æfingar, hvort sem markmiðum hafi verið náð eða ekki. En hvað getur íþróttafólk gert til að ná tökum á fullkomnunaráráttu? Til að byrja með er gott ráð að færa fókusinn á vegferðina í stað útkomunnar. Í stað þess að huga of mikið að því að sigra, þá væri gott fyrir íþróttafólk að horfa til lítilla framfaraskrefa í ferlinu sjálfu. Með því að einbeita sér að ferðalaginu fremur en endastöðinni er fólk líklegra til að vera í núinu og tengt líðandi stundu í stað þess að hafa áhyggjur af framtíðinni. Með þessu móti er stuðlað að betri andlegri líðan og eins auknum líkum á velgengni. Eins er mikilvægt fyrir íþróttafólk að þjálfa upp mildi og þolinmæði í eigin garð. Í því felst meðal annars að gefa sér rými til að gera mistök og að átta sig á því að því að þau eru eðlilegur förunautur í vegferðinni í átt að framförum. Enginn byrjar bestur eða vinnur til stórafreka án þess að reka sig á, mistakast eða tapa. Leiðin til sigurs er sjaldnast bein og greið heldur felur hún í sér ýmsar hindranir og bakslög. Mistök eru í raun bara tilraunir til afreka sem ganga ekki upp, og án tilrauna verða hvorki mistök né afrek að veruleika. Þegar mistök eiga sér stað er gott að geta sýnt sér mildi og skilning, án þess þó að blinda auganu sé snúið að mistökunum, mikilvægt er að rýna í þau og læra af þeim. Að temja sér sjálfsmildi getur dregið úr neikvæðu sjálfstali, kvíða, stressi og þar með bættri andlegri líðan. Jákvætt sjálfstal getur leitt af sér aukið sjálfstraust sem skiptir miklu máli í íþróttum en íþróttamaður sem er fullur sjálfstrausts á það til að standa sig töluvert betur en sá sem skortir sjálfstraust. Einnig getur jákvætt sjálfstal minnkað stress og kvíða, aukið einbeitingu og hvatningu en allt þetta eykur líkur á betri frammistöðu og þar með betri niðurstöðu. Því getur verið mikilvægt að koma auga á hugsanlegt neikvætt sjálfstal hjá íþróttafólki og reyna að þjálfa upp og breyta því í hjálplegra tal með tilheyrandi ávinningi. Ef íþróttafólk á sjálft í vandræðum með að ná sér út úr vítahring fullkomnunaráráttu, ætti það að hugleiða að fá faglega aðstoð við þá vinnu. Sálfræðingar geta hjálpað fólki við að vinna með fullkomnunaráráttu. Hugræn atferlismeðferð (HAM) virðist gefast einna best en í HAM er gripið markvisst inn í viðhaldandi þætti fullkomnunaráráttunnar, s.s. hugarfar, hegðun og athygli. Slík meðferð miðar að því að bæta andlega heilsu og að fólk eiga í heilbrigðu sambandi við það sem þau vilja ná árangri í, sem og jú, skilar einnig bættri frammistöðu. Höfundur er sálfræðingur á kvíðameðferðarstöðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Fullkomnunarárátta er sú tilhneiging að krefjast fullkomnunar í frammistöðu, vera með háar eða óraunhæfar kröfur og því fylgir oft hörð sjálfsgagnrýni. Kröfurnar geta snúið að okkur sjálfum en einnig að öðrum. Á yfirborðinu getur fullkomnunarárátta litið út fyrir að vera jákvæður eiginleiki í fari fólks, því hver myndi ekki vilja vera besta útgáfan af sjálfum sér og ná fullkomnun? En þegar öllu er á botninn hvolft getur fullkomnunarárátta haft neikvæðar afleiðingar á bæði andlega heilsu og frammistöðu íþróttamannsins. Einn helsti vandi þeirra sem haldnir eru fullkomnunaráráttu er það að hræðast mistök. Íþróttafólk getur orðið heltekið af því að ná fullkomnri niðurstöðu og/eða að því að sýnast fullkomið. Því forðast það oft mistök eins og heitan eldinn. Þetta getur leitt til að það upplifi of mikla pressu og kvíða sem hefur neikvæð áhrif á frammistöðu leikmanns og jafnvel leitt til andlegrar vanlíðanar. Þeir sem haldnir eru fullkomnunaráráttu virðast vera neikvæðari í sjálfsgagnrýni og efast meira um sjálfan sig en aðrir. Skýringin á þessu má rekja rekja til stöðugs samanburðar við aðra og þess að upplifa sig ekki nógu góða, óháð velgengni. Þessi neikvæða sjálfsgagnrýni getur dregið úr sjálfstrausti og sjálfsáliti íþróttafólks sem oftar en ekki leiðir til verri frammistöðu í keppni. Annað algengt vandamál sem íþróttafólk með fullkomnunaráráttu lendir í er að einblína óhóflega mikið á lokaútkomuna. Með því að einblína einungis á sigur eða lokamarkmiðið er hætt við að fólk njóti ekki ferlisins að sigrinum, ferðalagsins og vinnunar sem þarf til þess að lokaniðurstaðan verði góð. Það getur dregið úr gleði, fyllingu og tilgangi við æfingar, hvort sem markmiðum hafi verið náð eða ekki. En hvað getur íþróttafólk gert til að ná tökum á fullkomnunaráráttu? Til að byrja með er gott ráð að færa fókusinn á vegferðina í stað útkomunnar. Í stað þess að huga of mikið að því að sigra, þá væri gott fyrir íþróttafólk að horfa til lítilla framfaraskrefa í ferlinu sjálfu. Með því að einbeita sér að ferðalaginu fremur en endastöðinni er fólk líklegra til að vera í núinu og tengt líðandi stundu í stað þess að hafa áhyggjur af framtíðinni. Með þessu móti er stuðlað að betri andlegri líðan og eins auknum líkum á velgengni. Eins er mikilvægt fyrir íþróttafólk að þjálfa upp mildi og þolinmæði í eigin garð. Í því felst meðal annars að gefa sér rými til að gera mistök og að átta sig á því að því að þau eru eðlilegur förunautur í vegferðinni í átt að framförum. Enginn byrjar bestur eða vinnur til stórafreka án þess að reka sig á, mistakast eða tapa. Leiðin til sigurs er sjaldnast bein og greið heldur felur hún í sér ýmsar hindranir og bakslög. Mistök eru í raun bara tilraunir til afreka sem ganga ekki upp, og án tilrauna verða hvorki mistök né afrek að veruleika. Þegar mistök eiga sér stað er gott að geta sýnt sér mildi og skilning, án þess þó að blinda auganu sé snúið að mistökunum, mikilvægt er að rýna í þau og læra af þeim. Að temja sér sjálfsmildi getur dregið úr neikvæðu sjálfstali, kvíða, stressi og þar með bættri andlegri líðan. Jákvætt sjálfstal getur leitt af sér aukið sjálfstraust sem skiptir miklu máli í íþróttum en íþróttamaður sem er fullur sjálfstrausts á það til að standa sig töluvert betur en sá sem skortir sjálfstraust. Einnig getur jákvætt sjálfstal minnkað stress og kvíða, aukið einbeitingu og hvatningu en allt þetta eykur líkur á betri frammistöðu og þar með betri niðurstöðu. Því getur verið mikilvægt að koma auga á hugsanlegt neikvætt sjálfstal hjá íþróttafólki og reyna að þjálfa upp og breyta því í hjálplegra tal með tilheyrandi ávinningi. Ef íþróttafólk á sjálft í vandræðum með að ná sér út úr vítahring fullkomnunaráráttu, ætti það að hugleiða að fá faglega aðstoð við þá vinnu. Sálfræðingar geta hjálpað fólki við að vinna með fullkomnunaráráttu. Hugræn atferlismeðferð (HAM) virðist gefast einna best en í HAM er gripið markvisst inn í viðhaldandi þætti fullkomnunaráráttunnar, s.s. hugarfar, hegðun og athygli. Slík meðferð miðar að því að bæta andlega heilsu og að fólk eiga í heilbrigðu sambandi við það sem þau vilja ná árangri í, sem og jú, skilar einnig bættri frammistöðu. Höfundur er sálfræðingur á kvíðameðferðarstöðinni.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun