Harma mikla blóðtöku fyrir Keflavík: „Dómarinn ætti bara að skammast sín“ Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2023 10:31 Bræðurnir Hjalti Þór og Hörður Axel Vilhjálmssynir voru bálreiðir eftir að Hörður fékk brottvísunina. Stöð 2 Sport „Þetta er svo vitavonlaust og galið að maður á eiginlega ekki til orð,“ sagði Sævar Sævarsson í Subway Körfuboltakvöldi um þá ákvörðun dómara að vísa Herði Axel Vilhjálmssyni úr húsi eftir að leik Keflavíkur og Njarðvíkur lauk í síðustu viku. Liðin mættust í grannaslag í lokaumferð Subway-deildarinnar og var Hörður mættur aftur í lið Keflavíkur eftir meiðsli, og sýndi liðið mikil batamerki frá síðustu leikjum. Ef að ekkert óvænt gerist á fundi aganefndar KKÍ í dag verður Hörður hins vegar ekki með Keflavík gegn Tindastóli á miðvikudag, í fyrsta leik í úrslitakeppninni, vegna leikbanns. Hann reyndi að fá dæmd á sig villu þegar um sjö sekúndur voru eftir af leiknum við Njarðvík en dómararnir létu leikinn ganga og Njarðvíkingar skoruðu þriggja stiga sigurkörfu. Hörður var reiður eftir leik og lét dómarann Jakob Árna Ísleifsson vita af því. Annar dómari, Davíð Tómas Tómasson, kom svo að og sendi Hörð úr húsi: „Þarna kemur Davíð Tómas og rekur hann út úr húsi. Beinn brottrekstur sem verður þá alltaf bann. Þarna er Hjalti þá að tala um að Hörður verði ekki með þeim í úrslitakeppninni og verður mjög reiður,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í Subway Körfuboltakvöldi en Hjalti varð illur yfir brottrekstri bróður síns og grýtti tússtöflu sinni í gólfið svo hún brotnaði, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Hneykslaðir á brottrekstri Harðar Sævar vildi ekki útiloka að dómarar leiksins myndu sjá eftir atburðarásinni og vilja sleppa Herði við leikbann en Hermann Hauksson, sem einnig var sérfræðingur í þættinum, sagði það útilokað. Hermann sagði augljóst að um mikla blóðtöku væri að ræða fyrir Keflavík: „Vægt til orða tekið. Í þessum leik sá ég rosalega mikil batamerki á leik Keflavíkur og það gerist fyrst og fremst með góðum varnarleik, sem Hörður stýrir. Hann stýrir sóknarleiknum líka vel. Þarna fannst mér við sjá Keflavíkurliðið sem við höfum séð fyrr í vetur spila góðan bolta. Svo kemur þetta eftir leik. Fyrir mér er þetta óafsakanlega lélegur dómur. Hann ætti bara að skammast sín dómarinn, fyrir að henda honum út úr húsi fyrir þetta,“ sagði Hermann og hélt áfram: „Það er ekkert að frétta. Hann er að tala við dómarann og miðað við það sem við sjáum af þessu þá er sá dómari ekki einu sinni að reyna að ýta Herði frá sér og segja honum að stoppa. Auðvitað er hiti í leikmönnum. Þetta er „El Clásico“ og hann vinnst á síðasta skoti. Haldið þið að menn dragi bara andann og hugsi: „Jæja, tökum bara næsta leik.“ Það er bara ekki séns. Leyfið mönnum, andskotinn hafi það, aðeins að blása. Ekki koma inn í umræðuna og henda manninum út úr húsi.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Liðin mættust í grannaslag í lokaumferð Subway-deildarinnar og var Hörður mættur aftur í lið Keflavíkur eftir meiðsli, og sýndi liðið mikil batamerki frá síðustu leikjum. Ef að ekkert óvænt gerist á fundi aganefndar KKÍ í dag verður Hörður hins vegar ekki með Keflavík gegn Tindastóli á miðvikudag, í fyrsta leik í úrslitakeppninni, vegna leikbanns. Hann reyndi að fá dæmd á sig villu þegar um sjö sekúndur voru eftir af leiknum við Njarðvík en dómararnir létu leikinn ganga og Njarðvíkingar skoruðu þriggja stiga sigurkörfu. Hörður var reiður eftir leik og lét dómarann Jakob Árna Ísleifsson vita af því. Annar dómari, Davíð Tómas Tómasson, kom svo að og sendi Hörð úr húsi: „Þarna kemur Davíð Tómas og rekur hann út úr húsi. Beinn brottrekstur sem verður þá alltaf bann. Þarna er Hjalti þá að tala um að Hörður verði ekki með þeim í úrslitakeppninni og verður mjög reiður,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í Subway Körfuboltakvöldi en Hjalti varð illur yfir brottrekstri bróður síns og grýtti tússtöflu sinni í gólfið svo hún brotnaði, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Hneykslaðir á brottrekstri Harðar Sævar vildi ekki útiloka að dómarar leiksins myndu sjá eftir atburðarásinni og vilja sleppa Herði við leikbann en Hermann Hauksson, sem einnig var sérfræðingur í þættinum, sagði það útilokað. Hermann sagði augljóst að um mikla blóðtöku væri að ræða fyrir Keflavík: „Vægt til orða tekið. Í þessum leik sá ég rosalega mikil batamerki á leik Keflavíkur og það gerist fyrst og fremst með góðum varnarleik, sem Hörður stýrir. Hann stýrir sóknarleiknum líka vel. Þarna fannst mér við sjá Keflavíkurliðið sem við höfum séð fyrr í vetur spila góðan bolta. Svo kemur þetta eftir leik. Fyrir mér er þetta óafsakanlega lélegur dómur. Hann ætti bara að skammast sín dómarinn, fyrir að henda honum út úr húsi fyrir þetta,“ sagði Hermann og hélt áfram: „Það er ekkert að frétta. Hann er að tala við dómarann og miðað við það sem við sjáum af þessu þá er sá dómari ekki einu sinni að reyna að ýta Herði frá sér og segja honum að stoppa. Auðvitað er hiti í leikmönnum. Þetta er „El Clásico“ og hann vinnst á síðasta skoti. Haldið þið að menn dragi bara andann og hugsi: „Jæja, tökum bara næsta leik.“ Það er bara ekki séns. Leyfið mönnum, andskotinn hafi það, aðeins að blása. Ekki koma inn í umræðuna og henda manninum út úr húsi.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira