Lífið

Halli svarar ekki Musk

Bjarki Sigurðsson skrifar
Haraldur Þorleifsson og Elon Musk áttu nýlega í ritdeilum á Twitter.
Haraldur Þorleifsson og Elon Musk áttu nýlega í ritdeilum á Twitter. Vísir/Vilhelm/Getty

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Elon Musk, eiganda Twitter og stofnenda Tesla, hefur Haraldur Þorleifsson, starfsmaður Twitter, tónlistarmaður og veitingamaður, ekki svarað honum í nokkrar vikur. Ekki er langt síðan þeir ræddu málin í frægustu Twitter-samskiptum Íslandssögunnar. 

Það vakti heimsathygli þegar Haraldur Þorleifsson ræddi við Elon Musk á samfélagsmiðlinum Twitter eftir að Haraldi var sagt upp hjá miðlinum. Enduðu samskipti þeirra á því að Musk bað Harald afsökunar á nokkrum færslum sem hann hafði skrifað. 

Svo virðist vera að Musk kunni meira að meta Harald eftir þessi samskipti, að minnsta kosti hefur hann nokkrum sinnum svarað tístum frá Haraldi síðustu vikur. Haraldur virðist þó ekki hafa mikinn áhuga á að svara suður-afríska auðkýfingnum.

Einn Twitter-notandi benti á það að í að minnsta kosti fjögur skipti hafi Musk svarað tísti frá Haraldi en ekki fengið nein svör til baka. Svör Musk eru mjög fjölbreytileg, allt frá saklausum upphrópunarmerkjum til vangaveltna um gervigreind.

Haraldur gaf nýlega út tónlistarmyndband við lag sitt Almost over you undir listamannsnafninu Önnu Jónu son.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×