Handbolti

Tryggvi sjö­tti Vals­maðurinn sem nær að vera marka­hæstur í Evrópu­leik í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Margir Valsmenn vöktu athygli á sér í Evrópudeildinni í handbolta í vetur.
Margir Valsmenn vöktu athygli á sér í Evrópudeildinni í handbolta í vetur. Vísir/Hulda Margrét

Valsmenn enduðu Evrópuævintýrið sitt í gærkvöldi þegar liðið tapaði seinni leiknum sínum á móti þýska úrvalsdeildarfélaginu Göppingen.

Evrópukeppnin hefur vakið athygli á Valsliðinu og ekki síst leikmönnum liðsins sem hafa nýtt þennan glugga vel.

Það sést vel á því að sex leikmenn liðsins náðu að verða markahæstir í að minnsta kosti einum leik í Evrópudeildinni.

Sá síðasti til að bætast hópinn var hinn ungi Tryggvi Garðar Jónsson sem fór á kostum í Göppingen í gær þegar hann skoraði ellefu mörk úr sautján skotum.

Leikmennirnir sem náðu að vera markahæstir eru línumaðurinn Þorgils Jón Svölu Baldursson, hægri skyttan Arnór Snær Óskarsson, leikstjórnandinn Benedikt Gunnar Óskarsson, vinstri hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia, vinstri skyttan Magnús Óli Magnússon og vinstri skyttan Tryggvi Garðar.

  • Markahæstir í leikjum Valsmanna í Evrópudeildinni 2022-23:
  • Ferencváros (heima): Þorgils Jón Svölu Baldursson 8 mörk
  • Benidorm (úti): Arnór Snær Óskarsson 8/2 mörk
  • Flensburg (heima): Benedikt Gunnar Óskarsson 9/3 mörk
  • PAUC (úti): Stiven Tobar Valencia 6 mörk og Arnór Snær Óskarsson 6/3 mörk
  • Ferencváros (úti): Stiven Tobar Valencia 10 mörk
  • Ystad (heima): Arnór Snær Óskarsson 13/4 mörk
  • Flensburg (úti): Benedikt Gunnar Óskarsson 8/6 mörk
  • Benidorm (heima): Magnús Óli Magnússon 9 mörk
  • PAUC (heima): Stiven Tobar Valencia 8 mörk
  • Ystad (úti): Stiven Tobar Valencia 7 mörk
  • Göppingen (heima): Magnús Óli Magnússon 8 mörk
  • Göppingen (úti): Tryggvi Garðar Jónsson 11 mörk



Fleiri fréttir

Sjá meira


×