Húsaleiga hefur hækkað tvöfalt meira en verðlag, ..sem er furðu gott! Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar 29. mars 2023 09:01 Veröld blekkinga hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun Húsnæðis og mannvirkjastofnun birti í gær nýja mánaðarskýrslu um stöðuna á húsnæðismarkaði, einu mikilvægasta viðfangsefni samtímans. Í skýrslunni er dregin upp greining á stöðunni, bæði á leigu- og kaupendamarkaði. Sú greining sem kemur frá stofnunni gefur annað hvort tilefni til viðbragða stjórnvalda eða ekki og hefir því mikil áhrif. Það er þess vegna mikilvægt að greining og framsetning sé vel unnin og að ekki þurfi að efast um heilindi né tilgang í framsetningu. Í umræddri mánaðarskýrslu er farið yfir þróun nokkurra hagstærða á leigumarkaði. Hafa skýrsluhöfundar leitað fanga til sérvalinna tímabila sem virðist miða að því að útskýra þróun verðmyndunar á leigumarkaði með ósannindum. Sérstaklega virðist tilvísun í leigumarkaðskönnum sem stofnunin lét gera fyrir sig vera brennd sama marki. Þrátt fyrir að stofnunin haldi sjálf úti einu marktæka mælitækinu um leigumarkaðinn þá velja skýrsluhöfundar að nota áðurnefnda leigumarkaðskönnun sem tæki til að lýsa aðstæðum. Hið níðþrönga samhengi Við lestur skýrslunnar, einfalda skoðun og samanburð á gögnum stofnunarinnar, en ekki síður samanburð við gögn annarra stofnana kemur fljótt í ljós að tilgangur skýrslunnar er ekki að draga upp raunsanna mynd af leigumarkaðnum. Það er reyndar ekki í fyrsta skipti sem stofnunin hefur gerst sek um að draga fram staðreyndir í mjög þröngu samhengi eða túlka niðurstöður í vafasömum tilgangi. Húsnæðis og mannvirkjastofnun er arftaki Íbúðalánasjóðs og hugsanlega hafa starfshættir eftirhrunsárana erfst að einhverju leyti þrátt fyrir nafnabreytingu. Eitt það allra miklivægasta sem snertir velferð leigjenda sem búa við gríðarlegan húsnæðisskort og arfaslaka réttar- og samningsstöðu er þróun á húsaleigu, því hún er það sem skilur á milli feigs og ófeigs hjá þeim. Það er húsaleigan sem segir okkur með hvað skýrustum hætti hvað það er sem leigjendur búa við, hún er það sem kristallar húsnæðisskortinn og hina slöku samnings- og réttarstöðu. Bara leikur að tölum Það er nauðsynlegt að opinber framsetning á þróun húsaleigu sé sönn og heiðarleg. Því er hinsvegar ekki að fagna í umræddri mánaðarskýrslu. Stofnunin segir til dæmis í upphafskafla um leigumarkaðinn að meðal-húsaleiga á höfuðborgarsvæðinu hafi verið 183.000 krónur á mánuði í fyrra, þrátt fyrir að mæld húsaleiga samkvæmt þeirra eigin verðsjá hafi verið 226.000 krónur. Þarna munar tæpum tuttugu og fjórum prósentum. Jafnvel þrátt fyrir að verðsjá húsaleigu mæli húsaleigu sem er tugum prósent lægri en raunleiga þá velja skýrsluhöfundar að hefja greiningu sína á þessum nótum. Að sama skapi þá segja skýrsluhöfundar að miðað við þær tölur hafi húsaleiga lækkað að raunvirði frá árinu 2019. Það er af hentugleika að tímabil heimsfaraldurs er látið skýra út samfylgni verðlags og húsaleigu. Samanburður á þróun verðlags og húsaleigu frá árinu 2019 sýnir hinsvegar að einungis hefur munað einu prósentustigi á þróun verðlags og húsaleigu og því um hverfandi raunlækkun að ræða skv verðsjánni, sem vel að merkja mælir lægri leigu. Þannig hefur raunleiga hækkað mun meira en verðlag á þessu tímabili. En ef litið er lengra aftur í tímann þá fáum við raunsanna mynd af þróun húsaleigu því frá árinu 2011 (þegar yfirstandandi þróun á húsaleigu hófst) hefur hún hækkað 127% umfram verðlag. Þrátt fyrir þá staðreynd er ítrekað að finna dæmi sem ýta undir hugmyndir um að innistæða sé fyrir frekari hækkun á húsaleigu í framsetningu stofnunarinnar. Þetta viðhorf kemur fram í skýrslum, svörum og yfirlýsingum hennar en jafnfram líka starfshópa sem heyra undir sama ráðuneyti. Aðalhagfræðingur stofnunarinnar sagði til dæmis nýlega í viðtali að ástandið á leigumarkaði væri “furðu gott” og taldi upp sömu rangindin sem höfð eru frammi í skýrslunni. Húsaleiga hefur hækkað sjö sinnum meira á Íslandi en á meginlandinu Það er ekki bara farið rangt með heldur hefur Húsnæðis og mannvirkjastofnun stutt rækilega við hættulega þróun húsaleigu með ummælum sínum. Ítrekað hafa fulltrúar hennar komið fram þær skoðanir að innistæða sé fyrir hækkun húsaleigu vegna þess hve samfylgni hennar við markaðsverð á fasteignum í heimsfaraldrinum minnkaði. Þessi skoðun er enn önnur þráhyggjan fyrir því að húsaleiga skuli lúta lögmálum fákeppnis og okurmarkaðar þrátt fyrir félagslegar hamfarir sem það veldur. En ef við skoðum forsendur fyrir þeirri samfylgni. Staðreyndin er sú að samfylgni húsaleigu og markaðsverðs á fasteignum undanfarin áratug verið allt að sjöfalt meiri á Íslandi en á meginlandi Evrópu. En þrátt fyrir það hafa ráðamenn og fulltrúar þeirra ásamt hagsmunaaðilum á húsnæðismarkaði undanfarið gefið það sterkt til kynna innistæða sé fyrir frekari hækkunum á næstunni. Það er hinsvegar ekkert sem réttlætir hækkun á húsaleigu hvorki í samhengi verðlags eða fasteignaverðs. Glórulaust og hættulegt ástand Það er líklegt að almenningur sé farin að átta sig á því að krafa um hina sér-íslensku samfylgni húsaleigu og markaðsverðs á fasteignum sé glórulaus og hættuleg velferð þeirra 45.000 heimila sem búa á leigumarkaði. Það er þess vegna ekki ólíklegt að stjórnvöld húsnæðismála hafi ákveðið að skipta um kúrs og byrja jafnframt að afbaka staðreyndir um húsaleigu og samfylgni við verðlag með sérvöldum tímabilum og notkun á glórulausum tölum um húsaleigu. Það er kominn tími á að rekja upp þessa þvælu því hún ógnar velferð heimila á leigumarkaði. Dæmin hér að ofan eru einungis ein af mörgum um villandi, ranga og blekkjandi framsetningu stofnunarinnar um stöðuna á leigumarkaði. En af hverju? Hverra hagsmuna er Húsnæðis og mannvirkjastofnun að gæta? Er Höfundur er formaður samtaka leigjenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Leigumarkaður Guðmundur Hrafn Arngrímsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Veröld blekkinga hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun Húsnæðis og mannvirkjastofnun birti í gær nýja mánaðarskýrslu um stöðuna á húsnæðismarkaði, einu mikilvægasta viðfangsefni samtímans. Í skýrslunni er dregin upp greining á stöðunni, bæði á leigu- og kaupendamarkaði. Sú greining sem kemur frá stofnunni gefur annað hvort tilefni til viðbragða stjórnvalda eða ekki og hefir því mikil áhrif. Það er þess vegna mikilvægt að greining og framsetning sé vel unnin og að ekki þurfi að efast um heilindi né tilgang í framsetningu. Í umræddri mánaðarskýrslu er farið yfir þróun nokkurra hagstærða á leigumarkaði. Hafa skýrsluhöfundar leitað fanga til sérvalinna tímabila sem virðist miða að því að útskýra þróun verðmyndunar á leigumarkaði með ósannindum. Sérstaklega virðist tilvísun í leigumarkaðskönnum sem stofnunin lét gera fyrir sig vera brennd sama marki. Þrátt fyrir að stofnunin haldi sjálf úti einu marktæka mælitækinu um leigumarkaðinn þá velja skýrsluhöfundar að nota áðurnefnda leigumarkaðskönnun sem tæki til að lýsa aðstæðum. Hið níðþrönga samhengi Við lestur skýrslunnar, einfalda skoðun og samanburð á gögnum stofnunarinnar, en ekki síður samanburð við gögn annarra stofnana kemur fljótt í ljós að tilgangur skýrslunnar er ekki að draga upp raunsanna mynd af leigumarkaðnum. Það er reyndar ekki í fyrsta skipti sem stofnunin hefur gerst sek um að draga fram staðreyndir í mjög þröngu samhengi eða túlka niðurstöður í vafasömum tilgangi. Húsnæðis og mannvirkjastofnun er arftaki Íbúðalánasjóðs og hugsanlega hafa starfshættir eftirhrunsárana erfst að einhverju leyti þrátt fyrir nafnabreytingu. Eitt það allra miklivægasta sem snertir velferð leigjenda sem búa við gríðarlegan húsnæðisskort og arfaslaka réttar- og samningsstöðu er þróun á húsaleigu, því hún er það sem skilur á milli feigs og ófeigs hjá þeim. Það er húsaleigan sem segir okkur með hvað skýrustum hætti hvað það er sem leigjendur búa við, hún er það sem kristallar húsnæðisskortinn og hina slöku samnings- og réttarstöðu. Bara leikur að tölum Það er nauðsynlegt að opinber framsetning á þróun húsaleigu sé sönn og heiðarleg. Því er hinsvegar ekki að fagna í umræddri mánaðarskýrslu. Stofnunin segir til dæmis í upphafskafla um leigumarkaðinn að meðal-húsaleiga á höfuðborgarsvæðinu hafi verið 183.000 krónur á mánuði í fyrra, þrátt fyrir að mæld húsaleiga samkvæmt þeirra eigin verðsjá hafi verið 226.000 krónur. Þarna munar tæpum tuttugu og fjórum prósentum. Jafnvel þrátt fyrir að verðsjá húsaleigu mæli húsaleigu sem er tugum prósent lægri en raunleiga þá velja skýrsluhöfundar að hefja greiningu sína á þessum nótum. Að sama skapi þá segja skýrsluhöfundar að miðað við þær tölur hafi húsaleiga lækkað að raunvirði frá árinu 2019. Það er af hentugleika að tímabil heimsfaraldurs er látið skýra út samfylgni verðlags og húsaleigu. Samanburður á þróun verðlags og húsaleigu frá árinu 2019 sýnir hinsvegar að einungis hefur munað einu prósentustigi á þróun verðlags og húsaleigu og því um hverfandi raunlækkun að ræða skv verðsjánni, sem vel að merkja mælir lægri leigu. Þannig hefur raunleiga hækkað mun meira en verðlag á þessu tímabili. En ef litið er lengra aftur í tímann þá fáum við raunsanna mynd af þróun húsaleigu því frá árinu 2011 (þegar yfirstandandi þróun á húsaleigu hófst) hefur hún hækkað 127% umfram verðlag. Þrátt fyrir þá staðreynd er ítrekað að finna dæmi sem ýta undir hugmyndir um að innistæða sé fyrir frekari hækkun á húsaleigu í framsetningu stofnunarinnar. Þetta viðhorf kemur fram í skýrslum, svörum og yfirlýsingum hennar en jafnfram líka starfshópa sem heyra undir sama ráðuneyti. Aðalhagfræðingur stofnunarinnar sagði til dæmis nýlega í viðtali að ástandið á leigumarkaði væri “furðu gott” og taldi upp sömu rangindin sem höfð eru frammi í skýrslunni. Húsaleiga hefur hækkað sjö sinnum meira á Íslandi en á meginlandinu Það er ekki bara farið rangt með heldur hefur Húsnæðis og mannvirkjastofnun stutt rækilega við hættulega þróun húsaleigu með ummælum sínum. Ítrekað hafa fulltrúar hennar komið fram þær skoðanir að innistæða sé fyrir hækkun húsaleigu vegna þess hve samfylgni hennar við markaðsverð á fasteignum í heimsfaraldrinum minnkaði. Þessi skoðun er enn önnur þráhyggjan fyrir því að húsaleiga skuli lúta lögmálum fákeppnis og okurmarkaðar þrátt fyrir félagslegar hamfarir sem það veldur. En ef við skoðum forsendur fyrir þeirri samfylgni. Staðreyndin er sú að samfylgni húsaleigu og markaðsverðs á fasteignum undanfarin áratug verið allt að sjöfalt meiri á Íslandi en á meginlandi Evrópu. En þrátt fyrir það hafa ráðamenn og fulltrúar þeirra ásamt hagsmunaaðilum á húsnæðismarkaði undanfarið gefið það sterkt til kynna innistæða sé fyrir frekari hækkunum á næstunni. Það er hinsvegar ekkert sem réttlætir hækkun á húsaleigu hvorki í samhengi verðlags eða fasteignaverðs. Glórulaust og hættulegt ástand Það er líklegt að almenningur sé farin að átta sig á því að krafa um hina sér-íslensku samfylgni húsaleigu og markaðsverðs á fasteignum sé glórulaus og hættuleg velferð þeirra 45.000 heimila sem búa á leigumarkaði. Það er þess vegna ekki ólíklegt að stjórnvöld húsnæðismála hafi ákveðið að skipta um kúrs og byrja jafnframt að afbaka staðreyndir um húsaleigu og samfylgni við verðlag með sérvöldum tímabilum og notkun á glórulausum tölum um húsaleigu. Það er kominn tími á að rekja upp þessa þvælu því hún ógnar velferð heimila á leigumarkaði. Dæmin hér að ofan eru einungis ein af mörgum um villandi, ranga og blekkjandi framsetningu stofnunarinnar um stöðuna á leigumarkaði. En af hverju? Hverra hagsmuna er Húsnæðis og mannvirkjastofnun að gæta? Er Höfundur er formaður samtaka leigjenda á Íslandi.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun