Körfubolti

Lög­mál leiksins: Tíma­bilið búið hjá Clippers?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Paul George virðist vera frá það sem eftir lifir leiktíðar.
Paul George virðist vera frá það sem eftir lifir leiktíðar. Kevork Djansezian/Getty Images

Meiðsli Paul George, leikmanns Los Angeles Clippers, verða til umræðu í Lögmál leiksins í kvöld. Sérfræðingar þáttarins eru á því að tímabilið hjá Clippers sé búið fyrst Paul George verði ekki meira með.

„Það er verið að tala um að skoða hann aftur eftir tvær til þrjár vikur,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson áður en Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, greip orðið:

„Það er ekki gott. Tímabilið væntanlega búið hjá honum,“ áður en Tómas Steindórsson sagði: „Og þá tímabil Clippers í kjölfarið.“

Lögmál leiksins er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 20.00.

Klippa: Lög­mál leiksins: Tíma­bilið búið hjá Clippers?Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.