Vilhelm Einarson ætlar sér stóra hluti í keppninni ytra og ræddi við Sigurð Orra í kvöldfréttum Stöðvar 2 og bakaði glæsilega flatböku í beinni útsendingu.
„Við köllum þessa pizzu þriðju bestu pizzu í heimi og á henni er tómatbeikonsulta“ segir Vilhelm sem telur pizzuna sigurstranglega.
Hann bætir við að í keppninni sé dæmt eftir bragði, útliti og óhefðbundleika.
Hér að neðan má sjá innslagið úr kvöldfréttum: