Vottun verði valkvæð Maj-Britt Hjördís Briem skrifar 23. mars 2023 11:30 Á dögunum kom út rannsókn á vegum Háskóla Íslands um áhrif jafnlaunavottunar á launamun kynjanna. Samkvæmt niðurstöðum hennar er ekki að sjá að innleiðing jafnlaunastaðals hafi haft bein áhrif á launamun kynjanna. Þar kemur fram að lítill sem enginn munur er á þróun launa í skipulagsheildum sem hlotið hafa jafnlaunavottun og annarra. SA höfðu uppi varnaðarorð um lögfestingu staðalsins, m.a. þar sem launamunur kynjanna væri að stærstum hluta vegna kynbundins vinnumarkaðar en ekki mismununar innan einstakra fyrirtækja, sjá: Jafnlaunavottun - Varnaðarorð raungerast (sa.is). Með hliðsjón af niðurstöðum fyrrnefndrar rannsóknar kalla SA nú eftir endurskoðun á lögfestingu staðalsins. Ef ekki er vilji til þess að afnema hana að fullu þá eru hér nokkur atriði sem nauðsynlegt er að endurskoða. Stærðarmörk rýmkuð – jafnlaunastaðfesting Í Jafnréttislögum er heimild fyrir fyrirtæki eða stofnanir þar sem starfa 25-49 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli að velja um það hvort þau gangist undir jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu. SA telja að rýmka þurfi stærðarmörk og miða eigi þetta val við fyrirtæki eða stofnanir þar sem starfa allt að 150 manns að jafnaði á ársgrundvelli. Hafa ber í huga að stór hluti fyrirtækja með 50-150 starfsmenn hafa ekki burði til þess að takast á við flókið ferli innleiðingar og vottunar en eiga auðveldara með að uppfylla skilyrði jafnlaunastaðfestingar. Ljóst er að vottunarferlið er tímafrekt og kostnaðarsamt og minni fyrirtæki eru ekki með reynslu og þekkingu á innleiðingu staðla. Ekki er komin mikil reynsla á jafnlaunastaðfestinguna og leggja SA áherslu á það að þær kröfur þær sem gerðar eru til hennar standist skoðun og séu ekki of íþyngjandi fyrir fyrirtæki og stofnanir. Fara þarf yfir á hvaða grundvelli staðfesting Jafnréttisstofu byggir og að kröfur Jafnréttisstofu við staðfestinguna séu ekki umfram ákvæði jafnréttislaga. Tillaga: Stærðarmörk fyrirtækja til að sækja um jafnlaunastaðfestingu verði hækkuð og tryggt verði að kröfur Jafnréttisstofu við jafnlaunastaðfestingu séu ekki umfram kröfur Jafnréttislaga. Viðhaldsvottanir og samræming á úttektum vottunaraðila SA hafa verið þeirrar skoðunar að krafa vottunarfyrirtækja um viðhaldsvottanir sé mjög íþyngjandi og skorti lagastoð. Það kemur skýrt fram í Jafnréttislögum að jafnlaunavottun skuli gilda í þrjú ár og við gerð staðalsins og innleiðingu hans í lög komu þessar árlegu viðhaldsvottanir ekki til tals. Kröfuna um viðhaldsvottnanir er að finna í öðrum staðli: ÍST EN ISO 17021-1:2015 sem vísað er til í reglugerð um jafnlaunavottun. Hins vegar kemur ekkert fram um viðhaldsvottanir í lögunum sjálfum og það stenst ekki skoðun að hafa jafníþyngjandi kröfur til fyrirtækja og stofnana í staðli sem aðeins er vísað til í reglugerð. SA leggja áherslu á að úttektaraðferðir vottunaraðila verði samræmdar og úttektaraðilar fari eftir sama verklagi. Staðreyndin er sú að jafnvel innan sömu úttektarfyrirtækja er munur á vottunarferlinu og þeim kröfum sem gerðar eru til fyrirtækja og stofnana. Tillaga: SA leggja til að viðhaldsvottunum verði hætt og í stað þeirra myndu fyrirtæki og stofnanir senda launagreiningu og samantekt stjórnenda á úttektaraðila. Kostnaður vegna ráðgjafar og vottana myndi lækka töluvert. Einnig þarf að samræma úttektir vottunaraðila. Lögfesting jafnlaunastaðals hefur lítil sem engin áhrif á launamun kynjanna, enda stafar hann að mestu leyti af kynskiptum vinnumarkaði. Hlutfall kynja eftir starfsstéttum er ólíkt. Mishá laun milli starfsgreina og fyrirtækja hafa þannig áhrif á launamun milli kynja þó að enginn kynbundinn launamunur sé til staðar innan starfsgreina eða fyrirtækja, eins og vottuninni er ætlað að stuðla að. Ávinningur fyrirtækja og stofnana af innleiðingu jafnlaunastaðals felst einkum í aukinni þekkingu á launasetningu og bættri ímynd á grundvelli faglegrar mannauðsstjórnunar sem styður það að innleiðing staðalsins eigi að vera valkvæð. Í ljósi þess að jafnlaunavottun tekur hvorki á kynskiptum vinnumarkaði né tryggir jöfn laun á milli kynja er ljóst að endurskoða þarf lögfestingu jafnlaunastaðalsins og vottunarferlið sjálft. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Maj-Britt Hjördís Briem Kjaramál Jafnréttismál Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Á dögunum kom út rannsókn á vegum Háskóla Íslands um áhrif jafnlaunavottunar á launamun kynjanna. Samkvæmt niðurstöðum hennar er ekki að sjá að innleiðing jafnlaunastaðals hafi haft bein áhrif á launamun kynjanna. Þar kemur fram að lítill sem enginn munur er á þróun launa í skipulagsheildum sem hlotið hafa jafnlaunavottun og annarra. SA höfðu uppi varnaðarorð um lögfestingu staðalsins, m.a. þar sem launamunur kynjanna væri að stærstum hluta vegna kynbundins vinnumarkaðar en ekki mismununar innan einstakra fyrirtækja, sjá: Jafnlaunavottun - Varnaðarorð raungerast (sa.is). Með hliðsjón af niðurstöðum fyrrnefndrar rannsóknar kalla SA nú eftir endurskoðun á lögfestingu staðalsins. Ef ekki er vilji til þess að afnema hana að fullu þá eru hér nokkur atriði sem nauðsynlegt er að endurskoða. Stærðarmörk rýmkuð – jafnlaunastaðfesting Í Jafnréttislögum er heimild fyrir fyrirtæki eða stofnanir þar sem starfa 25-49 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli að velja um það hvort þau gangist undir jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu. SA telja að rýmka þurfi stærðarmörk og miða eigi þetta val við fyrirtæki eða stofnanir þar sem starfa allt að 150 manns að jafnaði á ársgrundvelli. Hafa ber í huga að stór hluti fyrirtækja með 50-150 starfsmenn hafa ekki burði til þess að takast á við flókið ferli innleiðingar og vottunar en eiga auðveldara með að uppfylla skilyrði jafnlaunastaðfestingar. Ljóst er að vottunarferlið er tímafrekt og kostnaðarsamt og minni fyrirtæki eru ekki með reynslu og þekkingu á innleiðingu staðla. Ekki er komin mikil reynsla á jafnlaunastaðfestinguna og leggja SA áherslu á það að þær kröfur þær sem gerðar eru til hennar standist skoðun og séu ekki of íþyngjandi fyrir fyrirtæki og stofnanir. Fara þarf yfir á hvaða grundvelli staðfesting Jafnréttisstofu byggir og að kröfur Jafnréttisstofu við staðfestinguna séu ekki umfram ákvæði jafnréttislaga. Tillaga: Stærðarmörk fyrirtækja til að sækja um jafnlaunastaðfestingu verði hækkuð og tryggt verði að kröfur Jafnréttisstofu við jafnlaunastaðfestingu séu ekki umfram kröfur Jafnréttislaga. Viðhaldsvottanir og samræming á úttektum vottunaraðila SA hafa verið þeirrar skoðunar að krafa vottunarfyrirtækja um viðhaldsvottanir sé mjög íþyngjandi og skorti lagastoð. Það kemur skýrt fram í Jafnréttislögum að jafnlaunavottun skuli gilda í þrjú ár og við gerð staðalsins og innleiðingu hans í lög komu þessar árlegu viðhaldsvottanir ekki til tals. Kröfuna um viðhaldsvottnanir er að finna í öðrum staðli: ÍST EN ISO 17021-1:2015 sem vísað er til í reglugerð um jafnlaunavottun. Hins vegar kemur ekkert fram um viðhaldsvottanir í lögunum sjálfum og það stenst ekki skoðun að hafa jafníþyngjandi kröfur til fyrirtækja og stofnana í staðli sem aðeins er vísað til í reglugerð. SA leggja áherslu á að úttektaraðferðir vottunaraðila verði samræmdar og úttektaraðilar fari eftir sama verklagi. Staðreyndin er sú að jafnvel innan sömu úttektarfyrirtækja er munur á vottunarferlinu og þeim kröfum sem gerðar eru til fyrirtækja og stofnana. Tillaga: SA leggja til að viðhaldsvottunum verði hætt og í stað þeirra myndu fyrirtæki og stofnanir senda launagreiningu og samantekt stjórnenda á úttektaraðila. Kostnaður vegna ráðgjafar og vottana myndi lækka töluvert. Einnig þarf að samræma úttektir vottunaraðila. Lögfesting jafnlaunastaðals hefur lítil sem engin áhrif á launamun kynjanna, enda stafar hann að mestu leyti af kynskiptum vinnumarkaði. Hlutfall kynja eftir starfsstéttum er ólíkt. Mishá laun milli starfsgreina og fyrirtækja hafa þannig áhrif á launamun milli kynja þó að enginn kynbundinn launamunur sé til staðar innan starfsgreina eða fyrirtækja, eins og vottuninni er ætlað að stuðla að. Ávinningur fyrirtækja og stofnana af innleiðingu jafnlaunastaðals felst einkum í aukinni þekkingu á launasetningu og bættri ímynd á grundvelli faglegrar mannauðsstjórnunar sem styður það að innleiðing staðalsins eigi að vera valkvæð. Í ljósi þess að jafnlaunavottun tekur hvorki á kynskiptum vinnumarkaði né tryggir jöfn laun á milli kynja er ljóst að endurskoða þarf lögfestingu jafnlaunastaðalsins og vottunarferlið sjálft. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun