Handbolti

Meistara­legar mark­vörslur Viktors Gísla í Meistara­deildinni í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson er að standa sig á stóra sviðinu bæði með landsliðinu í undankeppni EM en líka með franska liðinu Nantes í Meistaradeildinni.
Viktor Gísli Hallgrímsson er að standa sig á stóra sviðinu bæði með landsliðinu í undankeppni EM en líka með franska liðinu Nantes í Meistaradeildinni. Vísir/Hulda Margrét

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson heldur áfram að vekja athygli á stóra sviðinu.

Viktor Gísli átti eins og flestir muna frábæra innkomu í níu marka sigurleiknum á Tékkum í Laugardalshöllinni í síðasta landsliðsglugga.

Ísland steig þá stórt skref í átt að sigri í riðlinum og sæti í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á EM.

Viktor Gísli kom þá inn, varði fimm fyrstu skotin og var með yfir fimmtíu prósent markvörslu.

Þá átti hann flottustu markvörslu umferðarinnar að mati samfélagsmiðla evrópska handboltasambandsins.

Viktor Gísli er líka að standa sig á stóra sviðinu með félagsliði sínu.

Í gærkvöldi þá hjálpaði Viktor Gísli franska liðinu Nantes að ná í jafntefli á útivelli á móti pólska liðinu Orlen Wisla Plock í fyrri leik liðanna í baráttunni um sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Tvær af markvörslum Viktors Gísla voru teknar út á samfélagsmiðlum Meistaradeildarinnar og það er hægt að sjá þessari meistaralegu markvörslur Viktors Gísla í Meistaradeildinni hér fyrir neðan.

Viktor sést þar verja vítakast og svo úr algjöru dauðafæri á línunni og þessar vörslur skiptu miklu máli í svo jöfnum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×