Handbolti

ÍBV einum sigri frá deildar­meistara­titlinum eftir sigur gegn KA/Þór

Smári Jökull Jónsson skrifar
Birna Berg Haraldsdóttir var markahæst hjá ÍBV í kvöld.
Birna Berg Haraldsdóttir var markahæst hjá ÍBV í kvöld. Vísir/Pawel

ÍBV er nú aðeins einum sigri frá deildarmeistaratitlinum í Olís-deild kvenna í handknattleik eftir að liðið bar sigurorð af KA/Þór í Eyjum í dag.

Leikur liðanna í dag var frestað í febrúar þar sem lið KA/Þór komst þá ekki til Eyja vegna veðurs. Með sigri gat ÍBV náð tveggja stiga forskoti á Val í efsta sæti deildarinnar en fyrir utan þennan leik eiga liðin tvo leiki eftir í deildarkeppninni.

Það var engin gríðarleg spenna í leiknum í Vestmannaeyjum í dag. Lið ÍBV náði strax góðu forskoti og var komið fimm mörkum yfir eftir tíu mínútna leik. Eyjakonur náðu mest níu marka forskoti í fyrri hálfleiknum og leiddu 18-9 að honum loknum.

Í síðari hálfleik byrjaði KA/Þór á að minnka muninn niður í sex mörk en sigur Eyjakvenna var þó aldrei í hættu. ÍBV gaf lykilleikmönnum hvíld í síðari hálfleiknum og bæði lið léku leikmönnum undir lokin sem minna hafa komið við sögur í vetur.

Lokatölur 28-23 og ÍBV getur tryggt sér deildarmeistaratitilinn á laugardag þegar liðið mætir Selfossi í Eyjum.

Mörk ÍBV: Birna Berg Haraldsdóttir 7, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 6, Sunna Jónsdóttir 4, Harpa Valey Gylfadóttir 3, Elísa Elíasdóttir 3, Karolina Olszowa 3, Amelía Einarsdóttir 2, Ingibjörg Olsen 1.

Marta Wawrzykowska varði 12 skot í markinu og Ólöf Maren Bjarnadóttir 3 skot.

Mörk KA/Þór: Nathalia Soares 8, Ida Hoberg 4, Lydia Gunnþórsdóttir 3, Rut Jónsdóttir 3, Sunna Katrín Hreinsdóttir 2, Kristín A Jóhannsdóttir 1, Agnes Vala Tryggvadóttir 1, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1.

Matea Lonac varði 13 skot í markinu.

Marta Wawrzykowska

Marta Wawrzykowska

Marta Wawrzykowska




Fleiri fréttir

Sjá meira


×