Skoðun

Er „ó­veru­leg“ hætta á jarð­skjálftum við Straums­vík á­sættan­leg?

Davíð A Stefánsson skrifar

Fyrirtækið Coda Terminal vinnur að því að byggja móttöku- og förgunarmiðstöð fyrir koldíoxíð (CO2) í Straumsvík, s.k. Carbfix. Til stendur að farga allt að þremur milljónum tonna af koldíoxíð sem m.a. verður flutt inn til landsins og dælt djúpt niður í berglög þar sem það steinrennur með tíð og tíma.

Starfseminni getur fylgt aukin skjálftavirkni á svæðinu en samkvæmt Coda Terminal er hættan á því óveruleg en ekki útilokuð. Þá vaknar sú spurning: Er ásættanlegt að Hafnfirðingar búi við óvissu um hvort skjálftavirkni í bænum muni aukast eða ekki?

Mikilvægt er að sveitarfélagið fái skýr svör við þeirri spurningu áður en lengra er haldið með verkefnið. Möguleg aukin skjálftavirkni í nágrenni Straumsvíkur er eðlilega áhyggjuefni fyrir íbúa í bænum, ekki síst á Völlum og nærliggjandi iðnaðarhverfi.

Legg til málið fari með einhverju hætti í íbúakosningu. Landnýtingin og starfsemin er þess eðlis, og svo nærri byggð, að hún kallar á samráð við íbúa. Það hefur áður verið gert með ágætum við þróun Straumsvíkursvæðisins.

Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×