Skoðun

Guðni Th. Jóhannes­son: Ekki lög­festa mann­réttinda­brot í þínu nafni!

Askur Hrafn Hannesson, Íris Björk Ágústsdóttir og Aníta Sóley Scheving Þórðardóttir skrifa

Við skorum á Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands að nýta neitunarvald sitt í þeim tilgangi að stöðva atlögu Alþingis til að lögfesta ómannúðlegt útlendingafrumvarp. Frumvarpið fer þvert gegn Mannréttindayfirlýsingu og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem og jafnréttislögum. 

Einnig hefur beiðnum um óháð mat á því hvort frumvarpið standist stjórnarskrá verið hafnað af meirihluta Alþingis. Helstu mannréttindasamtök og stofnanir Íslands á borð við Íslandsdeild Amnesty International, Unicef á Íslandi, Rauða krossinn, Kvenréttindafélag Íslands, Samtökin 78, Mannréttindaskrifstofu Íslands og fleiri hafa öll fordæmt frumvarpið. 

Því krefjumst við að þú stígir inn í og leiðréttir þessi afglöp Alþingis og standir vörð um mannréttindi og stjórnarskrá Íslands. Á þessu stigi málsins ert þú hinsta von okkar Íslendinga sem vilja koma í veg fyrir þessa ómannúðlegu löggjöf. 

Þessi lagasetning setur hættulegt fordæmi og sendir þau skilaboð að Ísland sé fjandsamlegt stórum hópi fólks. Ætti Ísland ekki vera að leiðandi í jafnrétti og mannúð? Þegar Alþingi bregst skyldu sinni eins og það gerði þá er það undir þér komið sem forseta að halda uppi heiðri og gildum Íslands.

Á Ísland.is höfum við byrjað undirskriftalista sem hægt er að nálgast undir þessari vefslóð: https://listar.island.is/Stydjum/135

Höfundar eru meðlimir grasrótarhreyfingarinnar Fellum frumvarpið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×