Perez á ráspól en heimsmeistarinn ræsir fimmtándi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. mars 2023 12:00 Sergio Perez verður á ráspól í dag. Eric Alonso/Getty Images Mexíkóski ökuþórinn Sergio Perez verður á ráspól þegar farið verður af stað í Sádí Arabíu í öðrum kappakstri tímabilsins í Formúlu 1 síðar í dag. Liðsfélagi hans hjá Red Bull, tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen, verður hins vegar fimmtándi í rásröðinni. Perez ók hraðasta hringinn í þriðja hluta tímatökunnar í gær þegar hann kom í mark á tímanum 1:28,265, tæpum 0,2 sekúndum betri tíma en Charles Leclerc hjá Ferrari sem átti næst besta tímann. Leclerc tekur hins vegar út tíu sæta refsingu þar sem liðið neyddist til að nota of marga varahluti og Leclerc ræsir því tólfti. Gamla brýnið Fernandi Alonso á Aston Martin verður með Perez í fremstu rásröð og George Russell á Mercedes verður þriðji. Who leads into Turn 1? 👀#SaudiArabianGP #F1 pic.twitter.com/9fZWTNdVI2— Formula 1 (@F1) March 19, 2023 Þá hefur ríkjandi heimsmeistarinn Max Verstappen verk að vinna þar sem hann ræsir fimmtándi. Lengi vel leit út fyrir að Verstappen myndi ná að tryggja sér ráspólinn, en bíll hans bilaði í öðrum hluta tímatökunnar og hann komst því ekki áfram í þriðja hlutann. Akstursíþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Perez ók hraðasta hringinn í þriðja hluta tímatökunnar í gær þegar hann kom í mark á tímanum 1:28,265, tæpum 0,2 sekúndum betri tíma en Charles Leclerc hjá Ferrari sem átti næst besta tímann. Leclerc tekur hins vegar út tíu sæta refsingu þar sem liðið neyddist til að nota of marga varahluti og Leclerc ræsir því tólfti. Gamla brýnið Fernandi Alonso á Aston Martin verður með Perez í fremstu rásröð og George Russell á Mercedes verður þriðji. Who leads into Turn 1? 👀#SaudiArabianGP #F1 pic.twitter.com/9fZWTNdVI2— Formula 1 (@F1) March 19, 2023 Þá hefur ríkjandi heimsmeistarinn Max Verstappen verk að vinna þar sem hann ræsir fimmtándi. Lengi vel leit út fyrir að Verstappen myndi ná að tryggja sér ráspólinn, en bíll hans bilaði í öðrum hluta tímatökunnar og hann komst því ekki áfram í þriðja hlutann.
Akstursíþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira