Dólgslega góð Samfylking Sigurjón Þórðarson skrifar 16. mars 2023 19:01 Nýlega datt ég óvænt inn á þing sem varaþingmaður fyrir Eyjólf Ármannsson í Flokki fólksins. Það hefur að öllu leyti verið skemmtilegur tími, sérstaklega að vinna með frábærum þingflokki og framúrskarandi starfsfólki Flokks fólksins. Það hefur jafnframt verið ánægjulegt að rekast á gamla kunningja í þingliði og starfsfólk þingsins. Eitt og annað hefur þó komið á óvart og þá einkum hve nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar eiga erfitt með að ræða af yfirvegun um löggjöf og ramma utan um hælisleitendur og útlendinga. Um er að ræða bæði viðkvæman og mjög kostnaðarsaman málaflokk. Beinn kostnaður er talinn í milljarði króna mánaðarlega, auk óbeins kostnaðar vegna aukinna útgjalda á sviði heilbrigðis- og menntakerfis. Vonandi munu þeir sem hingað koma í senn njóta góðs lífs og verða ávinningur fyrir íslenskt samfélag þegar fram líða stundir. Til þess að svo verði þarf að taka vel á móti fólkinu og ekki fleirum en íslenskt samfélag ræður við. Staðan er hins vegar orðin svo þröng að það stefnir í óefni þar sem ekki til húsnæði þann stóra hóp sem streymir til landsins enda það er einfaldlega upp urið. Í viku hverri hafa komið upp á síðakastið um 20 hælisleitendur á dag, en það samsvarar að mánaðarlega streymi hingað um það bil jafnmargir og íbúar Hvammstanga. Í umræðu um nýsamþykkt lög um útlendinga kom fram að þau munu litlu breyta varðandi að ná utan um þann stóra hóp sem kemur nú í stríðum straumum frá Suður Ameríku, enda höfum við ekki borið gæfu til að afgreiða þau mál af sambærilegri skynsemi og Norðmenn. Til þess að tryggja að svo yrði lagði formaður Flokks fólksins fram breytingatillögu um að við mat á umsóknum hælisleitenda yrði ekki tekið tillit til efnahagslegra ástands í heimalandi umsækjenda. Illu heilli var sú breytingartillaga felld og verða afleiðingarnar því miður þær að erfiðara verður að forgangsraða þeim sem flýja hörmungar stríðsátaka umfram efnahagslega flóttamenn. Í stað þess að geta rætt þessa sjálfsögðu breytingatillögu af yfirvegun efnislega í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið, þá ræðst fyrrum ráðherra Þórunn Sveinbjarnardóttir og núverandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins, persónulega að formanni Flokks fólksins og segir hana vera „ógeðfelldan popúlista sem haldinn sé útlendingaandúð.“ Hér er gripið til gamalkunnrar lágkúru þegar rök þrýtur. Dólgslegt upphlaup Samfylkingarinnar má helst skýra með því að kappið hafi borið skynseminni ofurliði í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið. Atkvæðagreiðslan var í sjálfu sér stórundarleg fegurðarsamkeppni góða fólksins sem stóð yfir í á þriðju klukkustund, þar sem þingmenn gerðu rækilega grein fyrir sínum verðleikum og mannvonsku þeirra er studdu máttlaust frumvarp, sem dugar ekki til þess að mæta þeim miklu vanda sem uppi er í málaflokknum. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Alþingi Samfylkingin Hælisleitendur Sigurjón Þórðarson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega datt ég óvænt inn á þing sem varaþingmaður fyrir Eyjólf Ármannsson í Flokki fólksins. Það hefur að öllu leyti verið skemmtilegur tími, sérstaklega að vinna með frábærum þingflokki og framúrskarandi starfsfólki Flokks fólksins. Það hefur jafnframt verið ánægjulegt að rekast á gamla kunningja í þingliði og starfsfólk þingsins. Eitt og annað hefur þó komið á óvart og þá einkum hve nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar eiga erfitt með að ræða af yfirvegun um löggjöf og ramma utan um hælisleitendur og útlendinga. Um er að ræða bæði viðkvæman og mjög kostnaðarsaman málaflokk. Beinn kostnaður er talinn í milljarði króna mánaðarlega, auk óbeins kostnaðar vegna aukinna útgjalda á sviði heilbrigðis- og menntakerfis. Vonandi munu þeir sem hingað koma í senn njóta góðs lífs og verða ávinningur fyrir íslenskt samfélag þegar fram líða stundir. Til þess að svo verði þarf að taka vel á móti fólkinu og ekki fleirum en íslenskt samfélag ræður við. Staðan er hins vegar orðin svo þröng að það stefnir í óefni þar sem ekki til húsnæði þann stóra hóp sem streymir til landsins enda það er einfaldlega upp urið. Í viku hverri hafa komið upp á síðakastið um 20 hælisleitendur á dag, en það samsvarar að mánaðarlega streymi hingað um það bil jafnmargir og íbúar Hvammstanga. Í umræðu um nýsamþykkt lög um útlendinga kom fram að þau munu litlu breyta varðandi að ná utan um þann stóra hóp sem kemur nú í stríðum straumum frá Suður Ameríku, enda höfum við ekki borið gæfu til að afgreiða þau mál af sambærilegri skynsemi og Norðmenn. Til þess að tryggja að svo yrði lagði formaður Flokks fólksins fram breytingatillögu um að við mat á umsóknum hælisleitenda yrði ekki tekið tillit til efnahagslegra ástands í heimalandi umsækjenda. Illu heilli var sú breytingartillaga felld og verða afleiðingarnar því miður þær að erfiðara verður að forgangsraða þeim sem flýja hörmungar stríðsátaka umfram efnahagslega flóttamenn. Í stað þess að geta rætt þessa sjálfsögðu breytingatillögu af yfirvegun efnislega í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið, þá ræðst fyrrum ráðherra Þórunn Sveinbjarnardóttir og núverandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins, persónulega að formanni Flokks fólksins og segir hana vera „ógeðfelldan popúlista sem haldinn sé útlendingaandúð.“ Hér er gripið til gamalkunnrar lágkúru þegar rök þrýtur. Dólgslegt upphlaup Samfylkingarinnar má helst skýra með því að kappið hafi borið skynseminni ofurliði í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið. Atkvæðagreiðslan var í sjálfu sér stórundarleg fegurðarsamkeppni góða fólksins sem stóð yfir í á þriðju klukkustund, þar sem þingmenn gerðu rækilega grein fyrir sínum verðleikum og mannvonsku þeirra er studdu máttlaust frumvarp, sem dugar ekki til þess að mæta þeim miklu vanda sem uppi er í málaflokknum. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun