Heimili eiga ekki að keppa við stórnotendur um örugga orku Tinna Traustadóttir skrifar 16. mars 2023 11:02 Loksins, loksins er raforkuöryggi fyrir almenning komið á dagskrá stjórnvalda, með vinnu að laga- og reglugerðarbreytingum þar að lútandi. Við hjá Landsvirkjun höfum lengi talað fyrir mikilvægi þess að koma almenningi í var og nú er sú vegferð hafin. Við verðum að búa svo um hnútana að almenningur keppi ekki við stórnotendur um örugga orku. Stórnotendur hafa þegar tryggt sinn hag til langs tíma með samningum. Heimili og smærri fyrirtæki þurfa hins vegar að vera í forgangi. Tryggja þarf sama raforkuverð á landinu öllu og að viðskipti verði áfram með þeim hætti að verðbreytingar á þeim markaði verði hóflegar. Við hjá Landvirkjun, orkufyrirtæki þjóðarinnar, höfum alltaf og munum alltaf setja í forgang að raforkuþörf samfélagsins sé sinnt. En við ein tryggjum ekki raforkuöryggi á landinu. Í skjóli frá átökum Nágrannaþjóðir okkar á meginlandi Evrópu hafa fengið að finna óþyrmilega fyrir afleiðingum stríðsins í Úkraínu. Þar treystu þjóðir mjög á gas frá Rússlandi en innflutningur á því hefur dregist mjög saman. Verð á raforku hefur ekki eingöngu hækkað mjög mikið, heldur hefur orkuöryggi verið ógnað. Raforkumarkaður á Íslandi hefur verið í skjóli frá þessum átökum. Áskoranir hér á landi eru hins vegar að við búum við uppselt kerfi, hér skortir yfirsýn yfir raforkumarkaðinn og fyrirkomulag heildsöluviðskipta þarf að endurskoða. Nú þurfa raforkufyrirtæki og stjórnvöld að snúa bökum saman. Staðan núna er sú að enginn einn aðili getur litið yfir markaðinn og svarað því með óyggjandi hætti að hve miklu leyti raforkuöryggi almennings hafi verið tryggt og til hversu langs tíma. Það er hægur vandi að ráða á þessu bót, einfaldlega með því að safna saman nauðsynlegum upplýsingum. Stærð heildsölumarkaðarins, þ.e. raforkuviðskipta heimila og smærri fyrirtækja, er fyrirsjáanleg og sveiflur litlar. Þó er óhætt að spá töluverðum vexti á næstu árum, vegna aukinnar eftirspurnar almennt og vegna orkuskipta. Í lokuðu raforkukerfi með endurnýjanlegum orkugjöfum er afar mikilvægt að framboð orku sé líka fyrirsjáanlegt. Sölu til almennings fylgir ábyrgð Hlutfall Landsvirkjunar á heildsölumarkaði er um 50%. Þar gerum við samninga við sölufyrirtæki, oft nokkur ár fram í tímann, sem selja orkuna áfram til almennings. Við höfum skuldbundið okkur til að afhenda orkuna og markaðurinn er fyrirsjáanlegur, eins og fyrr var nefnt. Hinn helmingur heildsölumarkaðarins kemur að langmestu leyti frá sölufyrirtækjum, sem hafa yfir eigin orkuvinnslu að ráða. Fyrirtækin eru sem sagt að vinna orku og selja hana milliliðalaust áfram til almennings. Engin trygging er hins vegar fyrir því að orkan frá þeim rati áfram þá leið. Einhver gætu ákveðið að breyta um kúrs. Í stað þess að selja heimilum og smærri fyrirtækjum gætu þessi orku-/sölufyrirtæki ákveðið að selja raforkuna frekar til gagnavera, til landeldis, til framleiðslu rafeldsneytis eða örþörungaframleiðslu, svo nærtæk dæmi séu tekin. Slíkt er auðvitað gott og gilt ef fyrirvari er nægur en það fylgir því bæði ábyrgð og skuldbinding að selja inn á markað fyrir almenning. Þar verður fyrirsjáanleiki að ríkja. Aðskiljum markaði Við verðum að aðskilja heildsölumarkað fyrir almenning frá raforkumarkaði fyrir stórnotendur. Lokaða kerfið okkar, þar sem við vinnum orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum, er þess eðlis að við aukum ekki við framboð orku í einni svipan. Við getum ekki kynt kolaver eða sett kjarnorkuver í gang. Þess vegna verðum við að gæta þess vel að raforka, sem er seld inn á heildsölumarkaðinn, rati á rétta staði. Þetta verkefni verður sífellt meira krefjandi og hætta á leka á milli markaða eykst, þ.e. að orka sem ætluð er almenningi endi hjá stórnotendum, og ógni mögulega orkuöryggi almennings í leiðinni. Og því endurtek ég: Við verðum að búa svo um hnútana að almenningur þurfi ekki að keppa við stórnotendur um örugga orku. Landsvirkjun hefur undanfarið þurft að hafna vænlegum viðskiptavinum af þeirri ástæðu einni að orkan fyrir starfsemi þeirra er ekki til. Við slíkar aðstæður freistar það margra að leita á heildsölumarkaðinn og verða sér úti um nauðsynlega orku þar. Þessi hætta hefur aukist verulega eftir endursamninga við stórnotendur sem greiða nú verð mjög sambærilegt því sem almenningur greiðir. Sala Landsvirkjunar á heildsölumarkað er hins vegar ætluð heimilum og fyrirtækjum, öðrum en stórnotendum. Hæstbjóðandi má ekki ýta almenningi til hliðar á þeim markaði. Land endurnýjanlegrar orku hefur alla burði til að vera fyrirmynd annarra landa, sem nú keppast við að komast á sama stað hvað varðar nýtingu endurnýjanlegrar orku. Við getum tryggt raforkumarkað sem er fyrirsjáanlegur, bæði hvað varðar verð og örugga orkuafhendingu. Almenningur á að vera í forgangi, við eigum að tryggja sama raforkuverð um land allt og að verðhækkanir á heildsölumarkaði verði hóflegar. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tinna Traustadóttir Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Skoðun Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Loksins, loksins er raforkuöryggi fyrir almenning komið á dagskrá stjórnvalda, með vinnu að laga- og reglugerðarbreytingum þar að lútandi. Við hjá Landsvirkjun höfum lengi talað fyrir mikilvægi þess að koma almenningi í var og nú er sú vegferð hafin. Við verðum að búa svo um hnútana að almenningur keppi ekki við stórnotendur um örugga orku. Stórnotendur hafa þegar tryggt sinn hag til langs tíma með samningum. Heimili og smærri fyrirtæki þurfa hins vegar að vera í forgangi. Tryggja þarf sama raforkuverð á landinu öllu og að viðskipti verði áfram með þeim hætti að verðbreytingar á þeim markaði verði hóflegar. Við hjá Landvirkjun, orkufyrirtæki þjóðarinnar, höfum alltaf og munum alltaf setja í forgang að raforkuþörf samfélagsins sé sinnt. En við ein tryggjum ekki raforkuöryggi á landinu. Í skjóli frá átökum Nágrannaþjóðir okkar á meginlandi Evrópu hafa fengið að finna óþyrmilega fyrir afleiðingum stríðsins í Úkraínu. Þar treystu þjóðir mjög á gas frá Rússlandi en innflutningur á því hefur dregist mjög saman. Verð á raforku hefur ekki eingöngu hækkað mjög mikið, heldur hefur orkuöryggi verið ógnað. Raforkumarkaður á Íslandi hefur verið í skjóli frá þessum átökum. Áskoranir hér á landi eru hins vegar að við búum við uppselt kerfi, hér skortir yfirsýn yfir raforkumarkaðinn og fyrirkomulag heildsöluviðskipta þarf að endurskoða. Nú þurfa raforkufyrirtæki og stjórnvöld að snúa bökum saman. Staðan núna er sú að enginn einn aðili getur litið yfir markaðinn og svarað því með óyggjandi hætti að hve miklu leyti raforkuöryggi almennings hafi verið tryggt og til hversu langs tíma. Það er hægur vandi að ráða á þessu bót, einfaldlega með því að safna saman nauðsynlegum upplýsingum. Stærð heildsölumarkaðarins, þ.e. raforkuviðskipta heimila og smærri fyrirtækja, er fyrirsjáanleg og sveiflur litlar. Þó er óhætt að spá töluverðum vexti á næstu árum, vegna aukinnar eftirspurnar almennt og vegna orkuskipta. Í lokuðu raforkukerfi með endurnýjanlegum orkugjöfum er afar mikilvægt að framboð orku sé líka fyrirsjáanlegt. Sölu til almennings fylgir ábyrgð Hlutfall Landsvirkjunar á heildsölumarkaði er um 50%. Þar gerum við samninga við sölufyrirtæki, oft nokkur ár fram í tímann, sem selja orkuna áfram til almennings. Við höfum skuldbundið okkur til að afhenda orkuna og markaðurinn er fyrirsjáanlegur, eins og fyrr var nefnt. Hinn helmingur heildsölumarkaðarins kemur að langmestu leyti frá sölufyrirtækjum, sem hafa yfir eigin orkuvinnslu að ráða. Fyrirtækin eru sem sagt að vinna orku og selja hana milliliðalaust áfram til almennings. Engin trygging er hins vegar fyrir því að orkan frá þeim rati áfram þá leið. Einhver gætu ákveðið að breyta um kúrs. Í stað þess að selja heimilum og smærri fyrirtækjum gætu þessi orku-/sölufyrirtæki ákveðið að selja raforkuna frekar til gagnavera, til landeldis, til framleiðslu rafeldsneytis eða örþörungaframleiðslu, svo nærtæk dæmi séu tekin. Slíkt er auðvitað gott og gilt ef fyrirvari er nægur en það fylgir því bæði ábyrgð og skuldbinding að selja inn á markað fyrir almenning. Þar verður fyrirsjáanleiki að ríkja. Aðskiljum markaði Við verðum að aðskilja heildsölumarkað fyrir almenning frá raforkumarkaði fyrir stórnotendur. Lokaða kerfið okkar, þar sem við vinnum orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum, er þess eðlis að við aukum ekki við framboð orku í einni svipan. Við getum ekki kynt kolaver eða sett kjarnorkuver í gang. Þess vegna verðum við að gæta þess vel að raforka, sem er seld inn á heildsölumarkaðinn, rati á rétta staði. Þetta verkefni verður sífellt meira krefjandi og hætta á leka á milli markaða eykst, þ.e. að orka sem ætluð er almenningi endi hjá stórnotendum, og ógni mögulega orkuöryggi almennings í leiðinni. Og því endurtek ég: Við verðum að búa svo um hnútana að almenningur þurfi ekki að keppa við stórnotendur um örugga orku. Landsvirkjun hefur undanfarið þurft að hafna vænlegum viðskiptavinum af þeirri ástæðu einni að orkan fyrir starfsemi þeirra er ekki til. Við slíkar aðstæður freistar það margra að leita á heildsölumarkaðinn og verða sér úti um nauðsynlega orku þar. Þessi hætta hefur aukist verulega eftir endursamninga við stórnotendur sem greiða nú verð mjög sambærilegt því sem almenningur greiðir. Sala Landsvirkjunar á heildsölumarkað er hins vegar ætluð heimilum og fyrirtækjum, öðrum en stórnotendum. Hæstbjóðandi má ekki ýta almenningi til hliðar á þeim markaði. Land endurnýjanlegrar orku hefur alla burði til að vera fyrirmynd annarra landa, sem nú keppast við að komast á sama stað hvað varðar nýtingu endurnýjanlegrar orku. Við getum tryggt raforkumarkað sem er fyrirsjáanlegur, bæði hvað varðar verð og örugga orkuafhendingu. Almenningur á að vera í forgangi, við eigum að tryggja sama raforkuverð um land allt og að verðhækkanir á heildsölumarkaði verði hóflegar. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar