Orkuleysi og kyrrstaða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 16. mars 2023 09:00 Þegar ég hóf afskipti af stjórnmálum ung var slagorðið í mínu fyrsta prófkjöri “Öll mál eru fjölskyldumál”. Mér þykir þessi orð enn ná nokkuð vel utan um hvernig ég nálgast pólitík, þó svo að síðan séu liðin mörg ár. Því þegar vel er að gáð þá liggja flestir þræðir sem viðkoma pólitík með einum eða öðrum hætti til fjölskyldunnar - í eins víðri túlkun og hugsast getur. Efnahagur, heilbrigðiskerfið, samgöngur, frelsi, jafnrétti, neytendur, umhverfið, auðlindirnar og auðvitað, orkan. Í liðinni viku fór fram aðalfundur Landsvirkjunar og Iðnþing Samtaka iðnaðarins. Rauði þráðurinn á fundinum var að kallað var eftir skýrri afstöðu ríkisstjórnarinnar í lykilmálum er varða orkuöflun. Forstjóri Landsvirkjunar kallaði sérstaklega eftir skýrri sýn frá stjórnvöldum um hversu mikið mætti virkja og benti einu sinni sem oftar á að orkukerfið okkar sé svo gott sem fulllestað. Fyrirtækið sé af þeim sökum þegar farið að hafna sterkum og spennandi verkefnum sem t.d. snúa að orkuskiptum. Á sama tíma berast slæmar fréttir um að olíunotkun á Íslandi nái nýjum hæðum á þessu ári! Og það sex árum eftir að núverandi ríkisstjórn setti sér háleitt, en óútfært og ófjármagnað, markmið um full orkuskipti. Og tæplega tveimur árum eftir að hún flýtti umræddu markmiði frá árinu 2050 til ársins 2040. Samt gerist ekkert. Kyrrstaða er svarið. Enn og aftur. Orkuskipti eru fjölskyldumál Mikilvægt er að horfast í augu við þá staðreynd að raforkukerfið er uppselt. Full ástæða er til þess að hafa áhyggjur af orkuöryggi íslenskra fjölskyldna. Um leið er samkeppnishæfni þjóðarinnar og loftslagsmarkmiðum teflt í tvísýnu. Af hverju er það fjölskyldumál? Fyrir íslensk heimili er ekki forsvaranlegt að bjóða upp á meiri olíunotkun með tilheyrandi áhrifum á umhverfið og hugsanlegar skammtanir á raforku. Við þessu þarf að bregðast. Orkuöryggi skiptir líka máli fyrir heimilisbókhaldið. Ef venjuleg, íslensk heimili og fyrirtæki geta gengið að orkunni vísri á stöðugu verði sem stenst erlendum keppinautum snúning mun það spara þeim fjármuni, auk þess sem umhverfið nýtur góðs af. Í orði en ekki á borði Góðu fréttirnar eru þær að orkuöryggi felst ekki einvörðungu í aukinni orkuvinnslu heldur einnig í fjölbreyttari kostum, á borð við vindorku. Slæmu fréttirnar eru þær að ríkisstjórnin virðist ekki ráða við verkefnið og engar leikreglur á þessu sviði með gegnsæi og almannahag að leiðarljósi hafa litið dagsins ljós. Þrátt fyrir sex ár af þessari ríkisstjórn. Ríkisstjórn kyrrstöðuflokkanna skilar nefnilega enn og aftur auðu í risastóru máli og er fyrirmunað að setja skýran ramma utan um mikilvæga vindorkuuppbyggingu í landinu. Störukeppnin við ríkisstjórnarborðið stendur framþróun fyrir þrifum og vinnur gegn því markmiði um að auðlindir okkar skili hámarks ávinningi fyrir fjölskyldurnar í landinu. Viðreisn hefur alla tíð tekið undir áferðarfalleg markmið stjórnarinnar um orkuskipti og grænan hagvöxt. Meinið er að þeim er ekki fylgt eftir. Við þurfum aðgerðir, hagræna hvata og skýrar leikreglur um orkuöflun og um hvernig við losnum við innflutning á einni milljón tonna af bensíni og olíu á ári. Grófar áætlanir benda til þess að það kalli á tvöföldun núverandi raforkuvinnslu. Svo ekki sé minnst á græna atvinnuuppbyggingu eins og hátækni- og hugbúnaðartækni, aukna grænmetisframleiðslu og landeldi. Eftirspurnin og tækifærin eru sannarlega til staðar, en framboðið af raforku ekki. Landsvirkjun er nauðbeygð til að hafna verkefnum sem gætu flýtt fyrir orkuskiptum, stuðlað að atvinnuuppbyggingu, hjálpað okkur í baráttunni gegn loftslagsvánni og svo mætti áfram telja. Og ríkisstjórnin tekur svo sem alveg undir. En bara í orði, en ekki á borði. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég hóf afskipti af stjórnmálum ung var slagorðið í mínu fyrsta prófkjöri “Öll mál eru fjölskyldumál”. Mér þykir þessi orð enn ná nokkuð vel utan um hvernig ég nálgast pólitík, þó svo að síðan séu liðin mörg ár. Því þegar vel er að gáð þá liggja flestir þræðir sem viðkoma pólitík með einum eða öðrum hætti til fjölskyldunnar - í eins víðri túlkun og hugsast getur. Efnahagur, heilbrigðiskerfið, samgöngur, frelsi, jafnrétti, neytendur, umhverfið, auðlindirnar og auðvitað, orkan. Í liðinni viku fór fram aðalfundur Landsvirkjunar og Iðnþing Samtaka iðnaðarins. Rauði þráðurinn á fundinum var að kallað var eftir skýrri afstöðu ríkisstjórnarinnar í lykilmálum er varða orkuöflun. Forstjóri Landsvirkjunar kallaði sérstaklega eftir skýrri sýn frá stjórnvöldum um hversu mikið mætti virkja og benti einu sinni sem oftar á að orkukerfið okkar sé svo gott sem fulllestað. Fyrirtækið sé af þeim sökum þegar farið að hafna sterkum og spennandi verkefnum sem t.d. snúa að orkuskiptum. Á sama tíma berast slæmar fréttir um að olíunotkun á Íslandi nái nýjum hæðum á þessu ári! Og það sex árum eftir að núverandi ríkisstjórn setti sér háleitt, en óútfært og ófjármagnað, markmið um full orkuskipti. Og tæplega tveimur árum eftir að hún flýtti umræddu markmiði frá árinu 2050 til ársins 2040. Samt gerist ekkert. Kyrrstaða er svarið. Enn og aftur. Orkuskipti eru fjölskyldumál Mikilvægt er að horfast í augu við þá staðreynd að raforkukerfið er uppselt. Full ástæða er til þess að hafa áhyggjur af orkuöryggi íslenskra fjölskyldna. Um leið er samkeppnishæfni þjóðarinnar og loftslagsmarkmiðum teflt í tvísýnu. Af hverju er það fjölskyldumál? Fyrir íslensk heimili er ekki forsvaranlegt að bjóða upp á meiri olíunotkun með tilheyrandi áhrifum á umhverfið og hugsanlegar skammtanir á raforku. Við þessu þarf að bregðast. Orkuöryggi skiptir líka máli fyrir heimilisbókhaldið. Ef venjuleg, íslensk heimili og fyrirtæki geta gengið að orkunni vísri á stöðugu verði sem stenst erlendum keppinautum snúning mun það spara þeim fjármuni, auk þess sem umhverfið nýtur góðs af. Í orði en ekki á borði Góðu fréttirnar eru þær að orkuöryggi felst ekki einvörðungu í aukinni orkuvinnslu heldur einnig í fjölbreyttari kostum, á borð við vindorku. Slæmu fréttirnar eru þær að ríkisstjórnin virðist ekki ráða við verkefnið og engar leikreglur á þessu sviði með gegnsæi og almannahag að leiðarljósi hafa litið dagsins ljós. Þrátt fyrir sex ár af þessari ríkisstjórn. Ríkisstjórn kyrrstöðuflokkanna skilar nefnilega enn og aftur auðu í risastóru máli og er fyrirmunað að setja skýran ramma utan um mikilvæga vindorkuuppbyggingu í landinu. Störukeppnin við ríkisstjórnarborðið stendur framþróun fyrir þrifum og vinnur gegn því markmiði um að auðlindir okkar skili hámarks ávinningi fyrir fjölskyldurnar í landinu. Viðreisn hefur alla tíð tekið undir áferðarfalleg markmið stjórnarinnar um orkuskipti og grænan hagvöxt. Meinið er að þeim er ekki fylgt eftir. Við þurfum aðgerðir, hagræna hvata og skýrar leikreglur um orkuöflun og um hvernig við losnum við innflutning á einni milljón tonna af bensíni og olíu á ári. Grófar áætlanir benda til þess að það kalli á tvöföldun núverandi raforkuvinnslu. Svo ekki sé minnst á græna atvinnuuppbyggingu eins og hátækni- og hugbúnaðartækni, aukna grænmetisframleiðslu og landeldi. Eftirspurnin og tækifærin eru sannarlega til staðar, en framboðið af raforku ekki. Landsvirkjun er nauðbeygð til að hafna verkefnum sem gætu flýtt fyrir orkuskiptum, stuðlað að atvinnuuppbyggingu, hjálpað okkur í baráttunni gegn loftslagsvánni og svo mætti áfram telja. Og ríkisstjórnin tekur svo sem alveg undir. En bara í orði, en ekki á borði. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun