Orkuleysi og kyrrstaða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 16. mars 2023 09:00 Þegar ég hóf afskipti af stjórnmálum ung var slagorðið í mínu fyrsta prófkjöri “Öll mál eru fjölskyldumál”. Mér þykir þessi orð enn ná nokkuð vel utan um hvernig ég nálgast pólitík, þó svo að síðan séu liðin mörg ár. Því þegar vel er að gáð þá liggja flestir þræðir sem viðkoma pólitík með einum eða öðrum hætti til fjölskyldunnar - í eins víðri túlkun og hugsast getur. Efnahagur, heilbrigðiskerfið, samgöngur, frelsi, jafnrétti, neytendur, umhverfið, auðlindirnar og auðvitað, orkan. Í liðinni viku fór fram aðalfundur Landsvirkjunar og Iðnþing Samtaka iðnaðarins. Rauði þráðurinn á fundinum var að kallað var eftir skýrri afstöðu ríkisstjórnarinnar í lykilmálum er varða orkuöflun. Forstjóri Landsvirkjunar kallaði sérstaklega eftir skýrri sýn frá stjórnvöldum um hversu mikið mætti virkja og benti einu sinni sem oftar á að orkukerfið okkar sé svo gott sem fulllestað. Fyrirtækið sé af þeim sökum þegar farið að hafna sterkum og spennandi verkefnum sem t.d. snúa að orkuskiptum. Á sama tíma berast slæmar fréttir um að olíunotkun á Íslandi nái nýjum hæðum á þessu ári! Og það sex árum eftir að núverandi ríkisstjórn setti sér háleitt, en óútfært og ófjármagnað, markmið um full orkuskipti. Og tæplega tveimur árum eftir að hún flýtti umræddu markmiði frá árinu 2050 til ársins 2040. Samt gerist ekkert. Kyrrstaða er svarið. Enn og aftur. Orkuskipti eru fjölskyldumál Mikilvægt er að horfast í augu við þá staðreynd að raforkukerfið er uppselt. Full ástæða er til þess að hafa áhyggjur af orkuöryggi íslenskra fjölskyldna. Um leið er samkeppnishæfni þjóðarinnar og loftslagsmarkmiðum teflt í tvísýnu. Af hverju er það fjölskyldumál? Fyrir íslensk heimili er ekki forsvaranlegt að bjóða upp á meiri olíunotkun með tilheyrandi áhrifum á umhverfið og hugsanlegar skammtanir á raforku. Við þessu þarf að bregðast. Orkuöryggi skiptir líka máli fyrir heimilisbókhaldið. Ef venjuleg, íslensk heimili og fyrirtæki geta gengið að orkunni vísri á stöðugu verði sem stenst erlendum keppinautum snúning mun það spara þeim fjármuni, auk þess sem umhverfið nýtur góðs af. Í orði en ekki á borði Góðu fréttirnar eru þær að orkuöryggi felst ekki einvörðungu í aukinni orkuvinnslu heldur einnig í fjölbreyttari kostum, á borð við vindorku. Slæmu fréttirnar eru þær að ríkisstjórnin virðist ekki ráða við verkefnið og engar leikreglur á þessu sviði með gegnsæi og almannahag að leiðarljósi hafa litið dagsins ljós. Þrátt fyrir sex ár af þessari ríkisstjórn. Ríkisstjórn kyrrstöðuflokkanna skilar nefnilega enn og aftur auðu í risastóru máli og er fyrirmunað að setja skýran ramma utan um mikilvæga vindorkuuppbyggingu í landinu. Störukeppnin við ríkisstjórnarborðið stendur framþróun fyrir þrifum og vinnur gegn því markmiði um að auðlindir okkar skili hámarks ávinningi fyrir fjölskyldurnar í landinu. Viðreisn hefur alla tíð tekið undir áferðarfalleg markmið stjórnarinnar um orkuskipti og grænan hagvöxt. Meinið er að þeim er ekki fylgt eftir. Við þurfum aðgerðir, hagræna hvata og skýrar leikreglur um orkuöflun og um hvernig við losnum við innflutning á einni milljón tonna af bensíni og olíu á ári. Grófar áætlanir benda til þess að það kalli á tvöföldun núverandi raforkuvinnslu. Svo ekki sé minnst á græna atvinnuuppbyggingu eins og hátækni- og hugbúnaðartækni, aukna grænmetisframleiðslu og landeldi. Eftirspurnin og tækifærin eru sannarlega til staðar, en framboðið af raforku ekki. Landsvirkjun er nauðbeygð til að hafna verkefnum sem gætu flýtt fyrir orkuskiptum, stuðlað að atvinnuuppbyggingu, hjálpað okkur í baráttunni gegn loftslagsvánni og svo mætti áfram telja. Og ríkisstjórnin tekur svo sem alveg undir. En bara í orði, en ekki á borði. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Sjá meira
Þegar ég hóf afskipti af stjórnmálum ung var slagorðið í mínu fyrsta prófkjöri “Öll mál eru fjölskyldumál”. Mér þykir þessi orð enn ná nokkuð vel utan um hvernig ég nálgast pólitík, þó svo að síðan séu liðin mörg ár. Því þegar vel er að gáð þá liggja flestir þræðir sem viðkoma pólitík með einum eða öðrum hætti til fjölskyldunnar - í eins víðri túlkun og hugsast getur. Efnahagur, heilbrigðiskerfið, samgöngur, frelsi, jafnrétti, neytendur, umhverfið, auðlindirnar og auðvitað, orkan. Í liðinni viku fór fram aðalfundur Landsvirkjunar og Iðnþing Samtaka iðnaðarins. Rauði þráðurinn á fundinum var að kallað var eftir skýrri afstöðu ríkisstjórnarinnar í lykilmálum er varða orkuöflun. Forstjóri Landsvirkjunar kallaði sérstaklega eftir skýrri sýn frá stjórnvöldum um hversu mikið mætti virkja og benti einu sinni sem oftar á að orkukerfið okkar sé svo gott sem fulllestað. Fyrirtækið sé af þeim sökum þegar farið að hafna sterkum og spennandi verkefnum sem t.d. snúa að orkuskiptum. Á sama tíma berast slæmar fréttir um að olíunotkun á Íslandi nái nýjum hæðum á þessu ári! Og það sex árum eftir að núverandi ríkisstjórn setti sér háleitt, en óútfært og ófjármagnað, markmið um full orkuskipti. Og tæplega tveimur árum eftir að hún flýtti umræddu markmiði frá árinu 2050 til ársins 2040. Samt gerist ekkert. Kyrrstaða er svarið. Enn og aftur. Orkuskipti eru fjölskyldumál Mikilvægt er að horfast í augu við þá staðreynd að raforkukerfið er uppselt. Full ástæða er til þess að hafa áhyggjur af orkuöryggi íslenskra fjölskyldna. Um leið er samkeppnishæfni þjóðarinnar og loftslagsmarkmiðum teflt í tvísýnu. Af hverju er það fjölskyldumál? Fyrir íslensk heimili er ekki forsvaranlegt að bjóða upp á meiri olíunotkun með tilheyrandi áhrifum á umhverfið og hugsanlegar skammtanir á raforku. Við þessu þarf að bregðast. Orkuöryggi skiptir líka máli fyrir heimilisbókhaldið. Ef venjuleg, íslensk heimili og fyrirtæki geta gengið að orkunni vísri á stöðugu verði sem stenst erlendum keppinautum snúning mun það spara þeim fjármuni, auk þess sem umhverfið nýtur góðs af. Í orði en ekki á borði Góðu fréttirnar eru þær að orkuöryggi felst ekki einvörðungu í aukinni orkuvinnslu heldur einnig í fjölbreyttari kostum, á borð við vindorku. Slæmu fréttirnar eru þær að ríkisstjórnin virðist ekki ráða við verkefnið og engar leikreglur á þessu sviði með gegnsæi og almannahag að leiðarljósi hafa litið dagsins ljós. Þrátt fyrir sex ár af þessari ríkisstjórn. Ríkisstjórn kyrrstöðuflokkanna skilar nefnilega enn og aftur auðu í risastóru máli og er fyrirmunað að setja skýran ramma utan um mikilvæga vindorkuuppbyggingu í landinu. Störukeppnin við ríkisstjórnarborðið stendur framþróun fyrir þrifum og vinnur gegn því markmiði um að auðlindir okkar skili hámarks ávinningi fyrir fjölskyldurnar í landinu. Viðreisn hefur alla tíð tekið undir áferðarfalleg markmið stjórnarinnar um orkuskipti og grænan hagvöxt. Meinið er að þeim er ekki fylgt eftir. Við þurfum aðgerðir, hagræna hvata og skýrar leikreglur um orkuöflun og um hvernig við losnum við innflutning á einni milljón tonna af bensíni og olíu á ári. Grófar áætlanir benda til þess að það kalli á tvöföldun núverandi raforkuvinnslu. Svo ekki sé minnst á græna atvinnuuppbyggingu eins og hátækni- og hugbúnaðartækni, aukna grænmetisframleiðslu og landeldi. Eftirspurnin og tækifærin eru sannarlega til staðar, en framboðið af raforku ekki. Landsvirkjun er nauðbeygð til að hafna verkefnum sem gætu flýtt fyrir orkuskiptum, stuðlað að atvinnuuppbyggingu, hjálpað okkur í baráttunni gegn loftslagsvánni og svo mætti áfram telja. Og ríkisstjórnin tekur svo sem alveg undir. En bara í orði, en ekki á borði. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun