Stuðlum að vellíðan barna Unnur Arna Jónsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Ingrid Kuhlman skrifa 20. mars 2023 08:00 Alþjóðlegi hamingjudagurinn er haldinn í ellefta sinn í dag, 20. mars, að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið er að vekja stjórnvöld og einstaklinga til vitundar um mikilvægi hamingjunnar. „Ég ætla að verða hamingjusamur“ Þegar John Lennon var lítill var mamma hans mjög dugleg að segja við hann að það eina sem skipti máli í lífinu væri að hann yrði hamingjusamur. Þegar hann var fimm ára og byrjaði í skólanum spurði kennarinn nemendur hvað þeir ætluðu að verða þegar þeir yrðu stórir. Margir vildu verða slökkviliðsmenn, hjúkrunarfræðingar, atvinnumenn í fótbolta, hárgreiðslukonur og löggur. Þegar röðin kom að John Lennon sagði hann hins vegar: „Ég ætla að verða hamingjusamur.“ Kennarinn sagði að hann hefði misskilið verkefnið. John Lennon svaraði að bragði: „Þú misskilur lífið.“ Hugarfrelsi/Steinþór Rafn Matthíasson Lykilatriði hamingju barna Þegar upp er staðið er það einmitt þetta sem við viljum fyrir börnin okkur, að þau verði hamingjusöm. En hvaða þættir geta stuðlað að vellíðan barna og ungmenna? Hér eru nokkur lykilatriði: Jákvæð tengsl: Börn þrífast á jákvæðum tengslum við fjölskyldumeðlimi, jafnaldra og kennara. Að eiga náin og styðjandi tengsl við fólk sem þykir vænt um þau getur hjálpað þeim að finnast þau elskuð, metin og örugg. Jákvæð, nærandi og gefandi tengsl styrkja sjálfsálit þeirra og stuðla að vellíðan. Vinátta og jákvæð tengsl eru eitt af því dýrmætasta sem barn getur átt. Tilfinning að tilheyra: Að finnast þau tilheyra og vera samþykkt og metin sem hluti af fjölskyldu, samfélagi eða vinahópi er mikilvægt fyrir hamingju barna. Börn sem finnst þau tilheyra eru líklegri til að tengjast öðrum, vera öruggari og hafa betra sjálfsálit. Þau eru líka líklegri til að taka virkan þátt í náminu, ná betri námsárangri og hafa færri hegðunarvandamál. Tækifæri til að leika og skemmta sér: Börn þurfa tækifæri til að leika sér, vera skapandi og hafa gaman. Leikur gerir börnum kleift að kanna áhugamál sín og þróa mikilvæga félagsfærni. Að leika og skemmta sér er nauðsynlegt fyrir þroska þeirra og vellíðan. Öruggt og stöðugt umhverfi: Börn þurfa að finna fyrir öryggi á heimili sínu, í skólanum og í samfélaginu. Öruggt og stöðugt umhverfi snýst m.a. um að setja skýr mörk, hlúa að jákvæðum tengslum, eiga í opinskáum og heiðarlegum samskiptum og sinna tilfinningalegum þörfum barnanna. Stöðugt og fyrirsjáanlegt umhverfi getur hjálpað börnum að finna fyrir öryggi og stuðlað að velgengni og hamingju þeirra. Nám og persónulegur vöxtur: Nám og persónulegur vöxtur skiptir sköpum fyrir þroska og vellíðan barna. Nám gefur börnum tækifæri til að þróa vitræna hæfileika sína eins og minni, athygli og hæfileika til að leysa vandamál. Það getur auk þess veitt þeim tækifæri til að finna áhugamál, ástríður og hæfileika. Með því að bjóða börnum tækifæri til að læra og þroskast geta foreldrar, kennarar og umönnunaraðilar hjálpað þeim við að þróa þá færni, þekkingu og sjálfstraust sem þau þurfa til að ná árangri í lífinu. Þakklæti: Að þakka fyrir hversdagslegu atriðin í lífinu er mikilvægt fyrir hamingju barna og því gott að kenna þeim að þakka fyrir allt sem þau telja sjálfsagt eins og að fá að ganga í skóla, eiga vini, góða foreldra, tómstundir, hafa nóg að borða, hlý föt, hreint vatn að drekka og góða heilsu. Þegar börn læra að meta það góða í lífinu geta þau þróað með sér jákvæðari sýn á lífið, fundið gleði í hversdagslegum upplifunum og upplifað frið í hjarta sínu. Þakklát börn eru líka líklegri til að sýna öðrum samkennd og góðvild. Hrós: Einlægt hrós getur stuðlað að því að börn þrói með sér jákvæða sjálfsmynd og aukið sjálfstraust. Það getur einnig hjálpað til við að efla jákvæð tengsl milli barna og jafnaldra þeirra, kennara og foreldra. Þegar börn fá hrós frá öðrum getur það styrkt böndin og skapað tilfinningu um tengsl og gagnkvæma virðingu. Hrós getur einnig hvatt börn til jákvæðrar hegðunar. Þegar þau fá hrós fyrir að sýna jákvæða hegðun eins og góðvild, gjafmildi eða heiðarleika er líklegra að þau haldi áfram að sýna þessa hegðun í framtíðinni. Sköpum styðjandi umhverfi Að ala upp barn er vandasamt hlutverk. Það er ábyrgð foreldra að skapa því umhverfi til vaxtar og velfarnaðar þannig að það öðlist færni til að blómstra og eigi auðveldara með að takast á við þau ólíku verkefni sem lífið færir því, sjálfsöruggt, jákvætt og hamingjusamt. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Ingrid Kuhlman Mest lesið Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson Skoðun Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Ekki hjálpa Stasí Snærós Sindradóttir Bakþankar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Óbótamenn að verki Fastir pennar Skoðun Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi hamingjudagurinn er haldinn í ellefta sinn í dag, 20. mars, að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið er að vekja stjórnvöld og einstaklinga til vitundar um mikilvægi hamingjunnar. „Ég ætla að verða hamingjusamur“ Þegar John Lennon var lítill var mamma hans mjög dugleg að segja við hann að það eina sem skipti máli í lífinu væri að hann yrði hamingjusamur. Þegar hann var fimm ára og byrjaði í skólanum spurði kennarinn nemendur hvað þeir ætluðu að verða þegar þeir yrðu stórir. Margir vildu verða slökkviliðsmenn, hjúkrunarfræðingar, atvinnumenn í fótbolta, hárgreiðslukonur og löggur. Þegar röðin kom að John Lennon sagði hann hins vegar: „Ég ætla að verða hamingjusamur.“ Kennarinn sagði að hann hefði misskilið verkefnið. John Lennon svaraði að bragði: „Þú misskilur lífið.“ Hugarfrelsi/Steinþór Rafn Matthíasson Lykilatriði hamingju barna Þegar upp er staðið er það einmitt þetta sem við viljum fyrir börnin okkur, að þau verði hamingjusöm. En hvaða þættir geta stuðlað að vellíðan barna og ungmenna? Hér eru nokkur lykilatriði: Jákvæð tengsl: Börn þrífast á jákvæðum tengslum við fjölskyldumeðlimi, jafnaldra og kennara. Að eiga náin og styðjandi tengsl við fólk sem þykir vænt um þau getur hjálpað þeim að finnast þau elskuð, metin og örugg. Jákvæð, nærandi og gefandi tengsl styrkja sjálfsálit þeirra og stuðla að vellíðan. Vinátta og jákvæð tengsl eru eitt af því dýrmætasta sem barn getur átt. Tilfinning að tilheyra: Að finnast þau tilheyra og vera samþykkt og metin sem hluti af fjölskyldu, samfélagi eða vinahópi er mikilvægt fyrir hamingju barna. Börn sem finnst þau tilheyra eru líklegri til að tengjast öðrum, vera öruggari og hafa betra sjálfsálit. Þau eru líka líklegri til að taka virkan þátt í náminu, ná betri námsárangri og hafa færri hegðunarvandamál. Tækifæri til að leika og skemmta sér: Börn þurfa tækifæri til að leika sér, vera skapandi og hafa gaman. Leikur gerir börnum kleift að kanna áhugamál sín og þróa mikilvæga félagsfærni. Að leika og skemmta sér er nauðsynlegt fyrir þroska þeirra og vellíðan. Öruggt og stöðugt umhverfi: Börn þurfa að finna fyrir öryggi á heimili sínu, í skólanum og í samfélaginu. Öruggt og stöðugt umhverfi snýst m.a. um að setja skýr mörk, hlúa að jákvæðum tengslum, eiga í opinskáum og heiðarlegum samskiptum og sinna tilfinningalegum þörfum barnanna. Stöðugt og fyrirsjáanlegt umhverfi getur hjálpað börnum að finna fyrir öryggi og stuðlað að velgengni og hamingju þeirra. Nám og persónulegur vöxtur: Nám og persónulegur vöxtur skiptir sköpum fyrir þroska og vellíðan barna. Nám gefur börnum tækifæri til að þróa vitræna hæfileika sína eins og minni, athygli og hæfileika til að leysa vandamál. Það getur auk þess veitt þeim tækifæri til að finna áhugamál, ástríður og hæfileika. Með því að bjóða börnum tækifæri til að læra og þroskast geta foreldrar, kennarar og umönnunaraðilar hjálpað þeim við að þróa þá færni, þekkingu og sjálfstraust sem þau þurfa til að ná árangri í lífinu. Þakklæti: Að þakka fyrir hversdagslegu atriðin í lífinu er mikilvægt fyrir hamingju barna og því gott að kenna þeim að þakka fyrir allt sem þau telja sjálfsagt eins og að fá að ganga í skóla, eiga vini, góða foreldra, tómstundir, hafa nóg að borða, hlý föt, hreint vatn að drekka og góða heilsu. Þegar börn læra að meta það góða í lífinu geta þau þróað með sér jákvæðari sýn á lífið, fundið gleði í hversdagslegum upplifunum og upplifað frið í hjarta sínu. Þakklát börn eru líka líklegri til að sýna öðrum samkennd og góðvild. Hrós: Einlægt hrós getur stuðlað að því að börn þrói með sér jákvæða sjálfsmynd og aukið sjálfstraust. Það getur einnig hjálpað til við að efla jákvæð tengsl milli barna og jafnaldra þeirra, kennara og foreldra. Þegar börn fá hrós frá öðrum getur það styrkt böndin og skapað tilfinningu um tengsl og gagnkvæma virðingu. Hrós getur einnig hvatt börn til jákvæðrar hegðunar. Þegar þau fá hrós fyrir að sýna jákvæða hegðun eins og góðvild, gjafmildi eða heiðarleika er líklegra að þau haldi áfram að sýna þessa hegðun í framtíðinni. Sköpum styðjandi umhverfi Að ala upp barn er vandasamt hlutverk. Það er ábyrgð foreldra að skapa því umhverfi til vaxtar og velfarnaðar þannig að það öðlist færni til að blómstra og eigi auðveldara með að takast á við þau ólíku verkefni sem lífið færir því, sjálfsöruggt, jákvætt og hamingjusamt. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun