Handbolti

Hrafn­hildur Hanna: Erum mjög spenntar fyrir laugar­deginum

Hjörvar Ólafsson skrifar
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir gerði uppeldisfélagi sínu grikk í kvöld. 
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir gerði uppeldisfélagi sínu grikk í kvöld.  Vísir/Vilhelm

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, skytta Eyjaliðsins, var ánægð frammistöðu liðsins þegar liðið bar sigur úr býtum gegn Selfossi, 29-26, í undanúrslitum Powerade-bikarsins í handbolta kvenna í Laugardalshöllinni í kvöld. 

„Við vorum vel undirbúnar fyrir þennan leik enda Selfossliðið gott lið sem þarf að taka alvarlega. Við náðum að slíta þær frá okkur í fyrri hálfleik og búa til þægilegt forskot. Við gerðum svo nóg til þess að sigla sigrinum í höfn,“ sagði Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir sem skoraði sjö mörk fyrir Selfoss í leiknum. 

„Mig langar að nota tækifærið og hrósa bæði stuðningsmönnum Selfoss, gamla félagsins míns, og ÍBV, fyrir góðan stuðning og að búa til góða umgjörð í kringum þennan leik. Selfossliðið er með góða blöndu og ungum og efnilegum leikmönnum og reynslumeiri. Það er gaman að sjá þróunina hjá félaginu,“ sagði Hrafnhildur Hanna enn fremur. 

ÍBV mætir Val í úrslitaleik keppninnar á laugardaginn kemur og markamaskínan segir að hún og liðsfélagar sínir geti vart beðið eftir stóru stundinni. 

„Við erum mjög spenntara fyrir því að mæta Val. Þar mætum við liði með mikla sigurhefð og þurfum að fara upp um einn gír, bæði inni á vellinum og í stemmingunni í stúkunnni til þess að fara með sigur af hólmi. Við erum líka með mikla sigurvegara innanborðs og það er mikið hungur í að fara með bikarinn til Eyja,“ sagði hún um komandi verkefni Eyjaliðsins. 

Hrafnhildur Hanna gat leyft sér að fagna í kvöld.Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×