Fjölgunin í Ölfusi og sameining þess Njörður Sigurðsson skrifar 15. mars 2023 17:01 Árið 1946 varð til nýtt sveitarfélag í Ölfusi, Hveragerðishreppur, en þá klauf þéttbýlið í Hveragerði sig úr Ölfushreppi. Íbúum í Hveragerði hafði þá um nokkra hríð þótt lítið tillit tekið til þarfa í hinu nýja þorpi og þótti hag sínum betur borgið í sérstöku sveitarfélagi. Þetta var gert víðar á landinu á sama tíma, að þéttbýliskjarnar voru klofnir frá sveitahreppum. Þannig var árið 1946 Selfosshreppur stofnaður úr Sandvíkurhreppi og Hafnarhreppur stofnaður úr Nesjahreppi. Margt hefur breyst frá árinu 1946 og verkefni sveitarfélaga orðið umfangsmeiri og flóknari og stærð sveitafélaga skiptir nú höfuðmáli til að þau hafi bolmagn til að sinna sínum verkefnum. Vegna þessa hafa t.d. bæði Selfosshreppur og Hafnarhreppur orðið að stærri einingum með sameiningum sveitarfélaga. Sveitarfélagið Árborg varð til með sameiningu Selfossbæjar (áður Selfosshreppur) og þriggja annarra sveitarfélaga árið 1998 og sama ár varð Sveitarfélagið Hornafjörður til með sameiningu Hafnar (áður Hafnarhreppur) og þriggja annarra sveitarfélaga. Ekki er sömu sögu að segja í Ölfusi þar sem enn eru tvö sveitarfélög, þ.e. Hveragerðisbær og Sveitarfélagið Ölfus eins og þau heita í dag. Fjölgunin í Ölfusi Á vef Hagstofu Íslands má nálgast upplýsingar um fjölgun í Ölfusi eftir þeim þremur póstnúmerum sem þar eru, þ.e. 810 Hveragerði sem nær yfir Hveragerðisbæ, 815 Þorlákshöfn sem nær yfir þéttbýlið þar og 816 Ölfus sem nær yfir Ölfussveit. Þann 1. janúar 2023 bjuggu samtals 5.769 íbúar í Ölfusi, þ.e. 3.189 í Hveragerðisbæ (55% íbúa), 1.949 í Þorlákshöfn (34% íbúa) og 631 í Ölfussveit (11% íbúa). Íbúaþróunin hefur þó verið mjög mismunandi eftir þessum svæðum í Ölfusi. Frá árinu 2011 hefur fjölgunin í Ölfusi orðið mest í dreifbýlinu í Ölfussveit eða 65%, næstmest í Hveragerði 38% og minnst í Þorlákshöfn 27%. Það er líka athyglisvert að skoða þróunina á síðustu tveimur árum, árin 2021 og 2022. Þá fjölgaði íbúum minnst í Þorlákshöfn eða um 5,5%, um 15% í Hveragerði og 20% í Ölfussveit en fjölgunin í Hveragerði og Ölfussveit er langt umfram landsmeðaltal. Íbúafjölgun í Ölfusi 2011-2023. Tölur miðast við 1. janúar ár hvert.Hagstofa Íslands Áhrif á störf sveitarstjórna Í þessu samhengi er vert að hafa í huga að á nokkrum stöðum í dreifbýlinu í Ölfusi hafa orðið til nokkrir byggðakjarnar sem stækka með hverju árinu, t.d. við Velli (Bláengi), Saurbæ og í Klettagljúfri. Þessir íbúar og aðrir íbúar Ölfussveitar sækja þjónustu að stórum hluta í hitt sveitarfélagið í Ölfusi, til Hveragerðisbæjar. Þessi þjónusta er t.d. grunnskóli og leikskóli en Sveitarfélagið Ölfus á hluta í skólum Hveragerðisbæjar og tekur þátt í fjárhagslegum rekstri þeirra. Þá sækja Ölfusingar til Hveragerðis til að stunda íþróttir og tómstundir, sækja þar verslun og ýmsa afþreyingu. Ein helstu rökin fyrir tilvist sveitarfélaga er að stuðla að aukinni þátttöku íbúa í málefnum samfélagsins og að þeir hafi áhrif á stjórn sveitarfélaganna og þá þjónustu sem þau veita. Þegar íbúar sækja mikilvæga opinbera þjónustu í annað sveitarfélag hafa þeir í raun lítil áhrif á hvernig sú þjónusta er unnin þar sem þeir velja ekki þá sveitarstjórn sem stýrir málaflokknum. Í því fellst lýðræðishalli, að notendur þjónustunnar geti ekki haft áhrif á hvernig og hvaða þjónustu er boðið upp á í þeirra samfélagi. Í raun má segja að það sé staðan með íbúa Ölfussveitar sem nýta opinbera þjónustu sem er stýrt af Hveragerðisbæ, t.d. skólaþjónustu. Rétt er að geta þess að fulltrúar Sveitarfélagsins Ölfuss eiga fulltrúa í fræðslunefnd Hveragerðisbæjar sem fer með málefni skólanna, en allt ákvörðunarvald um rekstur skólanna liggur þó hjá bæjarstjórn Hveragerðisbæjar sem kosin er af íbúum Hveragerðis, en ekki Ölfussveitar. Sameining Ölfuss að nýju Fyrir sveitarfélagið Hveragerðisbæ skiptir líka mjög miklu máli að geta haft áhrif á hvernig þróun byggðar er í og við sveitarfélagið þar sem íbúafjölgun þar hefur bein áhrif á þjónustuna sem það veitir til samfélagsins. Árin 2021 og 2022 fjölgaði íbúum í Hveragerðisbæ um rúmlega 400 og hefur það reynt mjög á innviði sveitarfélagsins og uppbyggingu þeirra. Þá hefur fjölgun í Ölfussveit um rúmlega 100 manns á sama tíma eðlilega haft áhrif á þanþol skólakerfisins í Hveragerði svo eitthvað sé nefnt. Í raun er Ölfuss allt eitt samfélag, þó að því sé nú skipt í tvö sveitarfélög með þeim annmörkum sem á undan eru raktir. Það er mikilvægt að íbúar hafi áhrif á þá þjónustu sem sveitarfélög veita í sínu nærsamfélagi og að sveitarfélögin séu einingar sem veiti þjónustu til íbúa sem þar búa. Leiðin til að laga þetta í Ölfusi er að sameina Ölfusið á ný í eitt sveitarfélag. Með því yrði til tæplega 6.000 íbúa sveitarfélag eins og staðan er núna, með tveimur sterkum þéttbýliskjörnum í Þorlákshöfn og Hveragerði sem hvor hefur sín einkenni og styrkleika. Dreifbýlið í Ölfussveit er svo vaxandi íbúasvæði sem þarf að skipuleggja í samhengi við stækkun innviða í næsta þéttbýli, Hveragerði. Með sameiningu Ölfuss í eitt sveitarfélag yrði til stærri og sterkari stjórnsýslueining sem hefði meira bolmagn til að fást við verkefni sveitarfélagsins, verkefni sem bæði sveitarfélög þurfa nú að hafa samstarf um við önnur til að þeim sé sæmilega sinnt. Vönduð umræða um meginmarkmið faglegra ákvarðana varðandi framtíðarskipan sveitarfélaganna er kjarni allrar þeirrar fagmennsku sem þarf við svona sameiningu, (eða leiðréttingu á þeim ákvörðunum sem teknar voru 1946). Þegar við öxlum þá ábyrgð, að ígrunda hvert sé hlutverk sveitarfélaganna þá er að mörgu að hyggja. Eitt sveitarfélag í Ölfusi styrkir lýðræðið og bætir þjónstuna til allra íbúa. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hveragerði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Ölfus Sveitarstjórnarmál Njörður Sigurðsson Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Árið 1946 varð til nýtt sveitarfélag í Ölfusi, Hveragerðishreppur, en þá klauf þéttbýlið í Hveragerði sig úr Ölfushreppi. Íbúum í Hveragerði hafði þá um nokkra hríð þótt lítið tillit tekið til þarfa í hinu nýja þorpi og þótti hag sínum betur borgið í sérstöku sveitarfélagi. Þetta var gert víðar á landinu á sama tíma, að þéttbýliskjarnar voru klofnir frá sveitahreppum. Þannig var árið 1946 Selfosshreppur stofnaður úr Sandvíkurhreppi og Hafnarhreppur stofnaður úr Nesjahreppi. Margt hefur breyst frá árinu 1946 og verkefni sveitarfélaga orðið umfangsmeiri og flóknari og stærð sveitafélaga skiptir nú höfuðmáli til að þau hafi bolmagn til að sinna sínum verkefnum. Vegna þessa hafa t.d. bæði Selfosshreppur og Hafnarhreppur orðið að stærri einingum með sameiningum sveitarfélaga. Sveitarfélagið Árborg varð til með sameiningu Selfossbæjar (áður Selfosshreppur) og þriggja annarra sveitarfélaga árið 1998 og sama ár varð Sveitarfélagið Hornafjörður til með sameiningu Hafnar (áður Hafnarhreppur) og þriggja annarra sveitarfélaga. Ekki er sömu sögu að segja í Ölfusi þar sem enn eru tvö sveitarfélög, þ.e. Hveragerðisbær og Sveitarfélagið Ölfus eins og þau heita í dag. Fjölgunin í Ölfusi Á vef Hagstofu Íslands má nálgast upplýsingar um fjölgun í Ölfusi eftir þeim þremur póstnúmerum sem þar eru, þ.e. 810 Hveragerði sem nær yfir Hveragerðisbæ, 815 Þorlákshöfn sem nær yfir þéttbýlið þar og 816 Ölfus sem nær yfir Ölfussveit. Þann 1. janúar 2023 bjuggu samtals 5.769 íbúar í Ölfusi, þ.e. 3.189 í Hveragerðisbæ (55% íbúa), 1.949 í Þorlákshöfn (34% íbúa) og 631 í Ölfussveit (11% íbúa). Íbúaþróunin hefur þó verið mjög mismunandi eftir þessum svæðum í Ölfusi. Frá árinu 2011 hefur fjölgunin í Ölfusi orðið mest í dreifbýlinu í Ölfussveit eða 65%, næstmest í Hveragerði 38% og minnst í Þorlákshöfn 27%. Það er líka athyglisvert að skoða þróunina á síðustu tveimur árum, árin 2021 og 2022. Þá fjölgaði íbúum minnst í Þorlákshöfn eða um 5,5%, um 15% í Hveragerði og 20% í Ölfussveit en fjölgunin í Hveragerði og Ölfussveit er langt umfram landsmeðaltal. Íbúafjölgun í Ölfusi 2011-2023. Tölur miðast við 1. janúar ár hvert.Hagstofa Íslands Áhrif á störf sveitarstjórna Í þessu samhengi er vert að hafa í huga að á nokkrum stöðum í dreifbýlinu í Ölfusi hafa orðið til nokkrir byggðakjarnar sem stækka með hverju árinu, t.d. við Velli (Bláengi), Saurbæ og í Klettagljúfri. Þessir íbúar og aðrir íbúar Ölfussveitar sækja þjónustu að stórum hluta í hitt sveitarfélagið í Ölfusi, til Hveragerðisbæjar. Þessi þjónusta er t.d. grunnskóli og leikskóli en Sveitarfélagið Ölfus á hluta í skólum Hveragerðisbæjar og tekur þátt í fjárhagslegum rekstri þeirra. Þá sækja Ölfusingar til Hveragerðis til að stunda íþróttir og tómstundir, sækja þar verslun og ýmsa afþreyingu. Ein helstu rökin fyrir tilvist sveitarfélaga er að stuðla að aukinni þátttöku íbúa í málefnum samfélagsins og að þeir hafi áhrif á stjórn sveitarfélaganna og þá þjónustu sem þau veita. Þegar íbúar sækja mikilvæga opinbera þjónustu í annað sveitarfélag hafa þeir í raun lítil áhrif á hvernig sú þjónusta er unnin þar sem þeir velja ekki þá sveitarstjórn sem stýrir málaflokknum. Í því fellst lýðræðishalli, að notendur þjónustunnar geti ekki haft áhrif á hvernig og hvaða þjónustu er boðið upp á í þeirra samfélagi. Í raun má segja að það sé staðan með íbúa Ölfussveitar sem nýta opinbera þjónustu sem er stýrt af Hveragerðisbæ, t.d. skólaþjónustu. Rétt er að geta þess að fulltrúar Sveitarfélagsins Ölfuss eiga fulltrúa í fræðslunefnd Hveragerðisbæjar sem fer með málefni skólanna, en allt ákvörðunarvald um rekstur skólanna liggur þó hjá bæjarstjórn Hveragerðisbæjar sem kosin er af íbúum Hveragerðis, en ekki Ölfussveitar. Sameining Ölfuss að nýju Fyrir sveitarfélagið Hveragerðisbæ skiptir líka mjög miklu máli að geta haft áhrif á hvernig þróun byggðar er í og við sveitarfélagið þar sem íbúafjölgun þar hefur bein áhrif á þjónustuna sem það veitir til samfélagsins. Árin 2021 og 2022 fjölgaði íbúum í Hveragerðisbæ um rúmlega 400 og hefur það reynt mjög á innviði sveitarfélagsins og uppbyggingu þeirra. Þá hefur fjölgun í Ölfussveit um rúmlega 100 manns á sama tíma eðlilega haft áhrif á þanþol skólakerfisins í Hveragerði svo eitthvað sé nefnt. Í raun er Ölfuss allt eitt samfélag, þó að því sé nú skipt í tvö sveitarfélög með þeim annmörkum sem á undan eru raktir. Það er mikilvægt að íbúar hafi áhrif á þá þjónustu sem sveitarfélög veita í sínu nærsamfélagi og að sveitarfélögin séu einingar sem veiti þjónustu til íbúa sem þar búa. Leiðin til að laga þetta í Ölfusi er að sameina Ölfusið á ný í eitt sveitarfélag. Með því yrði til tæplega 6.000 íbúa sveitarfélag eins og staðan er núna, með tveimur sterkum þéttbýliskjörnum í Þorlákshöfn og Hveragerði sem hvor hefur sín einkenni og styrkleika. Dreifbýlið í Ölfussveit er svo vaxandi íbúasvæði sem þarf að skipuleggja í samhengi við stækkun innviða í næsta þéttbýli, Hveragerði. Með sameiningu Ölfuss í eitt sveitarfélag yrði til stærri og sterkari stjórnsýslueining sem hefði meira bolmagn til að fást við verkefni sveitarfélagsins, verkefni sem bæði sveitarfélög þurfa nú að hafa samstarf um við önnur til að þeim sé sæmilega sinnt. Vönduð umræða um meginmarkmið faglegra ákvarðana varðandi framtíðarskipan sveitarfélaganna er kjarni allrar þeirrar fagmennsku sem þarf við svona sameiningu, (eða leiðréttingu á þeim ákvörðunum sem teknar voru 1946). Þegar við öxlum þá ábyrgð, að ígrunda hvert sé hlutverk sveitarfélaganna þá er að mörgu að hyggja. Eitt sveitarfélag í Ölfusi styrkir lýðræðið og bætir þjónstuna til allra íbúa. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hveragerði.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun