Brúar dómsmálaráðherra bilið? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 16. mars 2023 07:30 Meðalaldur barna við innritun á leikskóla Reykjavíkurborgar er nú 21 mánuðir og þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur meirihlutanum í borginni ekki tekist að lækka innritunaraldurinn svo neinu nemi; það er staðan. Samtímis berast fregnir af því að fjölmargir leikskólar borgarinnar muni ekki taka við fleiri börnum í haust vegna slælegs ástands skólahúsnæðis. Þannig hefur Reykjavíkurborg þurft að loka 25 af 67 skólum Reykjavíkur, að hluta til eða öllu leyti, eða gæti þurft að loka fyrr en varir vegna ástands fasteignanna. Það er óhætt að segja að neyð ríki í skólamálum í Reykjavík. Foreldrar ungra barna eru orðnir örvæntingarfullir og segja öllu fögru lofað, en ekki við neitt staðið. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur bent á margþættar lausnir við leikskólavandanum og lagt fram fjölbreyttar og nýstárlegar aðferðir til að leysa vandann. Þessi vandi varð einmitt kveikjan að fyrirspurn sem ég sendi dómsmálaráðherra sl. haust um hvort hann hygðist skoða útvíkkun dvalarleyfis vegna vistráðningar frá ríkjum utan EES-svæðisins þannig að heimilt yrði að endurnýja leyfið að ári liðnu. Fjölmargir foreldrar hafa nefnilega gripið til þess ráðs að gera samning um vistráðningu (au pair) til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóladvalar. Hér eru slíkum samningur settar þrengri skorður en sambærilegum samningum t.d. í Danmörku. Því var ánægjulegt að sjá frumvarp frá dómsmálaráðherra varðandi þetta atriði í samráðsgátt. Þar er lögð til heimild til endurnýjunar til eins árs til handa dvalarleyfishöfum sem hér dvelja vegna vistráðningar. Mér hafa einnig borist ábendingar um langan afgreiðslutíma umsókna um dvalarleyfi vegna vistráðningar frá ríkjum utan EES-svæðisins. Ég hef því sent dómsmálaráðherra fyrirspurn um þetta og hvort ráðherrann hyggist skoða eða beita sér fyrir styttingu afgreiðslutímans. Ég veit ekki um ykkur, en ég hef meiri trú á aðkomu og verkum dómsmálaráðherra til að brúa bilið og auðvelda foreldrum ungra barna í Reykjavík lífið. Verkin tala nefnilega. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Leikskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fæðingarorlof Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Meðalaldur barna við innritun á leikskóla Reykjavíkurborgar er nú 21 mánuðir og þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur meirihlutanum í borginni ekki tekist að lækka innritunaraldurinn svo neinu nemi; það er staðan. Samtímis berast fregnir af því að fjölmargir leikskólar borgarinnar muni ekki taka við fleiri börnum í haust vegna slælegs ástands skólahúsnæðis. Þannig hefur Reykjavíkurborg þurft að loka 25 af 67 skólum Reykjavíkur, að hluta til eða öllu leyti, eða gæti þurft að loka fyrr en varir vegna ástands fasteignanna. Það er óhætt að segja að neyð ríki í skólamálum í Reykjavík. Foreldrar ungra barna eru orðnir örvæntingarfullir og segja öllu fögru lofað, en ekki við neitt staðið. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur bent á margþættar lausnir við leikskólavandanum og lagt fram fjölbreyttar og nýstárlegar aðferðir til að leysa vandann. Þessi vandi varð einmitt kveikjan að fyrirspurn sem ég sendi dómsmálaráðherra sl. haust um hvort hann hygðist skoða útvíkkun dvalarleyfis vegna vistráðningar frá ríkjum utan EES-svæðisins þannig að heimilt yrði að endurnýja leyfið að ári liðnu. Fjölmargir foreldrar hafa nefnilega gripið til þess ráðs að gera samning um vistráðningu (au pair) til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóladvalar. Hér eru slíkum samningur settar þrengri skorður en sambærilegum samningum t.d. í Danmörku. Því var ánægjulegt að sjá frumvarp frá dómsmálaráðherra varðandi þetta atriði í samráðsgátt. Þar er lögð til heimild til endurnýjunar til eins árs til handa dvalarleyfishöfum sem hér dvelja vegna vistráðningar. Mér hafa einnig borist ábendingar um langan afgreiðslutíma umsókna um dvalarleyfi vegna vistráðningar frá ríkjum utan EES-svæðisins. Ég hef því sent dómsmálaráðherra fyrirspurn um þetta og hvort ráðherrann hyggist skoða eða beita sér fyrir styttingu afgreiðslutímans. Ég veit ekki um ykkur, en ég hef meiri trú á aðkomu og verkum dómsmálaráðherra til að brúa bilið og auðvelda foreldrum ungra barna í Reykjavík lífið. Verkin tala nefnilega. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun