Íslenska leiðin – nær heimsmet í lélegri frammistöðu Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 16. mars 2023 08:01 Ísland er langstærsti raforkuframleiðandi heims á íbúa og framleiðir sex sinnum meira rafmagn á íbúa en meðatalið fyrir hátekjulönd og átta sinnum meira en meðaltalið í Evrópu. Við nýlega skýrslu Viðskiptaráðs um sviðsmyndir í raforkunotkun til 2040 er margt að athuga eins og formaður Landverndar fer yfir í góðri grein. Skv. skýrslunni er raforkuframleiðsla forsenda efnahagslegra framfara. Það ætti að fela það í sér að efnahagslegt ástand á Íslandi sé margfalt betra en í öðrum hátekjulöndum eða í Evrópu, þar sem raforkuframleiðsla er margfalt meiri hér en í Evrópu. Þetta er ekki raunin því fjárhagslegur ábati af íslensku raforkunni er afar slakur. Samkvæmt úttekt tímaritsins Economist er Ísland með fjórðu verstu verðmætasköpun í heiminum á orkueiningu[1] (verg þjóðarframleiðsla á gígawattstund). Af þessum tölum er ljóst að alveg hefur misheppnast að tryggja að hin eftirsótta íslenska raforka skili sér í fjárhagslegum ábata fyrir samfélagið, eins og fullyrt hefur verið. Hvert fer öll orkan þá, ef ekki í að búa til þjóðartekjur? Stórnotendur á Íslandi nota 78% allrar raforku sem hér er framleidd, öll önnur starfsemi eins og heimili, skólar, stofnanir og öll önnur fyrirtæki nota 18% og 4% tapast í flutningskerfinu. Langstærsti hluti raforkunnar fer til álvera, 64% af allri raforku sem framleidd er í landinu. Aðrir stórnotendur eru kísilver, gagnaver, járnblendi og álþynnuverksmiðja. Árið 2019, sem er síðasta árið sem við eigum raunhæfar tölur til um, voru útflutningstekjur af álvörum um 200 Ma. kr. Vegna covid hækkaði álverð mikið í heiminum voru útflutningstekjurnar 2021 um 300 Ma. kr. Nýlega hefur heimsmarkaðsverð á áli lækkað aftur, en þó ekki niður í það sem var árið 2019. Af 300 Ma útflutningstekjum árið 2021 urðu um 125 Ma. eftir á Íslandi árið 2021 að sögn forstjóra Fjarðaráls. Til samanburðar voru útflutningstekjur í hugverkaiðnaði 139 milljarðar árið 2019. Að vinna í hugverkaiðnaði er síst verra en að starfa við stóriðju og augljóslega er hægt er að skapa mikil verðmæti án þess að nota óhemju mikla raforku. Hinar tvær stóru útflutningsgreinarnar á Íslandi, ferðaþjónusta og sjávarútvegur, nýta að mestu jarðefnaeldsneyti sem orkugjafa. Því verður að breyta, og má gera með því að a) draga úr orkunotkun með orkusparnaði, bættri nýtingu og minna umfangi b) framleiða meiri raforku og c) dreifa raforkunni frá stóriðju til annarra greina. 52 milljarða meðgjöf til stóriðju Ef stórnotendur greiddu sama verð fyrir raforkuna og dreifiveitur myndu tekjur vegna raforkusölu og -dreifingar (gegnum Landsnet) aukast um 52 Ma á ári. Þetta er gróflega áætlað og byggt á tölum úr ársreikningum Landsvirkjunar og gjaldskrá Landsnets árið 2021. Dreifiveitur greiða u.þ.b. tvöfalt hærra aflgjald og orkugjald til Landsnets en stórnotendur en afhendingargjald fyrir hvern tengipunkt er það sama fyrir stórnotendur og dreifiveitur. Sama gildir um raforkukaup frá Landsvirkjun, þar sem allir aðrir en stórnotendur greiða 86% hærra gjald fyrir MWst. Hér er að finna nánari útlistun á hvernig þetta var reiknað út, byggt á þeim upplýsingum sem almenningur á Íslandi, eigandi auðlindanna, hefur aðgang að. Orkuskiptin krefjast upplýstrar ákvarðanatöku Af ofangreindu er ljóst að núverandi ráðstöfun íslensku raforkunnar er ekki í takti við það markmið að hámarka verðmætasköpun. Að auki setur þessi mikla raforkusala til fárra mjög fjársterkra erlendra aðila mikinn þrýsting á orkuverð, íslenska stjórnsýslu og ákvarðanatöku. Á næstu árum stöndum við frammi fyrir erfiðu vali: á að halda áfram á sömu braut og selja orkuna ódýrt til örfárra útvalinna erlendra stórfyrirtækja eða er hún betur komin annars staðar? Ætlum við að auka hér raforkuframleiðslu um tugi/hundruð prósenta eða taka skynsamlegar ákvarðanir um orkunýtingu og láta náttúru Íslands njóta vafans? Þetta eru stórar spurningar en eitt er víst. Við höfum val. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. [1] Ein versta orkunýting heims á Íslandi (frettabladid.is) og The Economist 2019, printed tables Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Orkumál Orkuskipti Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Ísland er langstærsti raforkuframleiðandi heims á íbúa og framleiðir sex sinnum meira rafmagn á íbúa en meðatalið fyrir hátekjulönd og átta sinnum meira en meðaltalið í Evrópu. Við nýlega skýrslu Viðskiptaráðs um sviðsmyndir í raforkunotkun til 2040 er margt að athuga eins og formaður Landverndar fer yfir í góðri grein. Skv. skýrslunni er raforkuframleiðsla forsenda efnahagslegra framfara. Það ætti að fela það í sér að efnahagslegt ástand á Íslandi sé margfalt betra en í öðrum hátekjulöndum eða í Evrópu, þar sem raforkuframleiðsla er margfalt meiri hér en í Evrópu. Þetta er ekki raunin því fjárhagslegur ábati af íslensku raforkunni er afar slakur. Samkvæmt úttekt tímaritsins Economist er Ísland með fjórðu verstu verðmætasköpun í heiminum á orkueiningu[1] (verg þjóðarframleiðsla á gígawattstund). Af þessum tölum er ljóst að alveg hefur misheppnast að tryggja að hin eftirsótta íslenska raforka skili sér í fjárhagslegum ábata fyrir samfélagið, eins og fullyrt hefur verið. Hvert fer öll orkan þá, ef ekki í að búa til þjóðartekjur? Stórnotendur á Íslandi nota 78% allrar raforku sem hér er framleidd, öll önnur starfsemi eins og heimili, skólar, stofnanir og öll önnur fyrirtæki nota 18% og 4% tapast í flutningskerfinu. Langstærsti hluti raforkunnar fer til álvera, 64% af allri raforku sem framleidd er í landinu. Aðrir stórnotendur eru kísilver, gagnaver, járnblendi og álþynnuverksmiðja. Árið 2019, sem er síðasta árið sem við eigum raunhæfar tölur til um, voru útflutningstekjur af álvörum um 200 Ma. kr. Vegna covid hækkaði álverð mikið í heiminum voru útflutningstekjurnar 2021 um 300 Ma. kr. Nýlega hefur heimsmarkaðsverð á áli lækkað aftur, en þó ekki niður í það sem var árið 2019. Af 300 Ma útflutningstekjum árið 2021 urðu um 125 Ma. eftir á Íslandi árið 2021 að sögn forstjóra Fjarðaráls. Til samanburðar voru útflutningstekjur í hugverkaiðnaði 139 milljarðar árið 2019. Að vinna í hugverkaiðnaði er síst verra en að starfa við stóriðju og augljóslega er hægt er að skapa mikil verðmæti án þess að nota óhemju mikla raforku. Hinar tvær stóru útflutningsgreinarnar á Íslandi, ferðaþjónusta og sjávarútvegur, nýta að mestu jarðefnaeldsneyti sem orkugjafa. Því verður að breyta, og má gera með því að a) draga úr orkunotkun með orkusparnaði, bættri nýtingu og minna umfangi b) framleiða meiri raforku og c) dreifa raforkunni frá stóriðju til annarra greina. 52 milljarða meðgjöf til stóriðju Ef stórnotendur greiddu sama verð fyrir raforkuna og dreifiveitur myndu tekjur vegna raforkusölu og -dreifingar (gegnum Landsnet) aukast um 52 Ma á ári. Þetta er gróflega áætlað og byggt á tölum úr ársreikningum Landsvirkjunar og gjaldskrá Landsnets árið 2021. Dreifiveitur greiða u.þ.b. tvöfalt hærra aflgjald og orkugjald til Landsnets en stórnotendur en afhendingargjald fyrir hvern tengipunkt er það sama fyrir stórnotendur og dreifiveitur. Sama gildir um raforkukaup frá Landsvirkjun, þar sem allir aðrir en stórnotendur greiða 86% hærra gjald fyrir MWst. Hér er að finna nánari útlistun á hvernig þetta var reiknað út, byggt á þeim upplýsingum sem almenningur á Íslandi, eigandi auðlindanna, hefur aðgang að. Orkuskiptin krefjast upplýstrar ákvarðanatöku Af ofangreindu er ljóst að núverandi ráðstöfun íslensku raforkunnar er ekki í takti við það markmið að hámarka verðmætasköpun. Að auki setur þessi mikla raforkusala til fárra mjög fjársterkra erlendra aðila mikinn þrýsting á orkuverð, íslenska stjórnsýslu og ákvarðanatöku. Á næstu árum stöndum við frammi fyrir erfiðu vali: á að halda áfram á sömu braut og selja orkuna ódýrt til örfárra útvalinna erlendra stórfyrirtækja eða er hún betur komin annars staðar? Ætlum við að auka hér raforkuframleiðslu um tugi/hundruð prósenta eða taka skynsamlegar ákvarðanir um orkunýtingu og láta náttúru Íslands njóta vafans? Þetta eru stórar spurningar en eitt er víst. Við höfum val. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. [1] Ein versta orkunýting heims á Íslandi (frettabladid.is) og The Economist 2019, printed tables
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun