Íslenska leiðin – nær heimsmet í lélegri frammistöðu Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 16. mars 2023 08:01 Ísland er langstærsti raforkuframleiðandi heims á íbúa og framleiðir sex sinnum meira rafmagn á íbúa en meðatalið fyrir hátekjulönd og átta sinnum meira en meðaltalið í Evrópu. Við nýlega skýrslu Viðskiptaráðs um sviðsmyndir í raforkunotkun til 2040 er margt að athuga eins og formaður Landverndar fer yfir í góðri grein. Skv. skýrslunni er raforkuframleiðsla forsenda efnahagslegra framfara. Það ætti að fela það í sér að efnahagslegt ástand á Íslandi sé margfalt betra en í öðrum hátekjulöndum eða í Evrópu, þar sem raforkuframleiðsla er margfalt meiri hér en í Evrópu. Þetta er ekki raunin því fjárhagslegur ábati af íslensku raforkunni er afar slakur. Samkvæmt úttekt tímaritsins Economist er Ísland með fjórðu verstu verðmætasköpun í heiminum á orkueiningu[1] (verg þjóðarframleiðsla á gígawattstund). Af þessum tölum er ljóst að alveg hefur misheppnast að tryggja að hin eftirsótta íslenska raforka skili sér í fjárhagslegum ábata fyrir samfélagið, eins og fullyrt hefur verið. Hvert fer öll orkan þá, ef ekki í að búa til þjóðartekjur? Stórnotendur á Íslandi nota 78% allrar raforku sem hér er framleidd, öll önnur starfsemi eins og heimili, skólar, stofnanir og öll önnur fyrirtæki nota 18% og 4% tapast í flutningskerfinu. Langstærsti hluti raforkunnar fer til álvera, 64% af allri raforku sem framleidd er í landinu. Aðrir stórnotendur eru kísilver, gagnaver, járnblendi og álþynnuverksmiðja. Árið 2019, sem er síðasta árið sem við eigum raunhæfar tölur til um, voru útflutningstekjur af álvörum um 200 Ma. kr. Vegna covid hækkaði álverð mikið í heiminum voru útflutningstekjurnar 2021 um 300 Ma. kr. Nýlega hefur heimsmarkaðsverð á áli lækkað aftur, en þó ekki niður í það sem var árið 2019. Af 300 Ma útflutningstekjum árið 2021 urðu um 125 Ma. eftir á Íslandi árið 2021 að sögn forstjóra Fjarðaráls. Til samanburðar voru útflutningstekjur í hugverkaiðnaði 139 milljarðar árið 2019. Að vinna í hugverkaiðnaði er síst verra en að starfa við stóriðju og augljóslega er hægt er að skapa mikil verðmæti án þess að nota óhemju mikla raforku. Hinar tvær stóru útflutningsgreinarnar á Íslandi, ferðaþjónusta og sjávarútvegur, nýta að mestu jarðefnaeldsneyti sem orkugjafa. Því verður að breyta, og má gera með því að a) draga úr orkunotkun með orkusparnaði, bættri nýtingu og minna umfangi b) framleiða meiri raforku og c) dreifa raforkunni frá stóriðju til annarra greina. 52 milljarða meðgjöf til stóriðju Ef stórnotendur greiddu sama verð fyrir raforkuna og dreifiveitur myndu tekjur vegna raforkusölu og -dreifingar (gegnum Landsnet) aukast um 52 Ma á ári. Þetta er gróflega áætlað og byggt á tölum úr ársreikningum Landsvirkjunar og gjaldskrá Landsnets árið 2021. Dreifiveitur greiða u.þ.b. tvöfalt hærra aflgjald og orkugjald til Landsnets en stórnotendur en afhendingargjald fyrir hvern tengipunkt er það sama fyrir stórnotendur og dreifiveitur. Sama gildir um raforkukaup frá Landsvirkjun, þar sem allir aðrir en stórnotendur greiða 86% hærra gjald fyrir MWst. Hér er að finna nánari útlistun á hvernig þetta var reiknað út, byggt á þeim upplýsingum sem almenningur á Íslandi, eigandi auðlindanna, hefur aðgang að. Orkuskiptin krefjast upplýstrar ákvarðanatöku Af ofangreindu er ljóst að núverandi ráðstöfun íslensku raforkunnar er ekki í takti við það markmið að hámarka verðmætasköpun. Að auki setur þessi mikla raforkusala til fárra mjög fjársterkra erlendra aðila mikinn þrýsting á orkuverð, íslenska stjórnsýslu og ákvarðanatöku. Á næstu árum stöndum við frammi fyrir erfiðu vali: á að halda áfram á sömu braut og selja orkuna ódýrt til örfárra útvalinna erlendra stórfyrirtækja eða er hún betur komin annars staðar? Ætlum við að auka hér raforkuframleiðslu um tugi/hundruð prósenta eða taka skynsamlegar ákvarðanir um orkunýtingu og láta náttúru Íslands njóta vafans? Þetta eru stórar spurningar en eitt er víst. Við höfum val. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. [1] Ein versta orkunýting heims á Íslandi (frettabladid.is) og The Economist 2019, printed tables Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Orkumál Orkuskipti Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er langstærsti raforkuframleiðandi heims á íbúa og framleiðir sex sinnum meira rafmagn á íbúa en meðatalið fyrir hátekjulönd og átta sinnum meira en meðaltalið í Evrópu. Við nýlega skýrslu Viðskiptaráðs um sviðsmyndir í raforkunotkun til 2040 er margt að athuga eins og formaður Landverndar fer yfir í góðri grein. Skv. skýrslunni er raforkuframleiðsla forsenda efnahagslegra framfara. Það ætti að fela það í sér að efnahagslegt ástand á Íslandi sé margfalt betra en í öðrum hátekjulöndum eða í Evrópu, þar sem raforkuframleiðsla er margfalt meiri hér en í Evrópu. Þetta er ekki raunin því fjárhagslegur ábati af íslensku raforkunni er afar slakur. Samkvæmt úttekt tímaritsins Economist er Ísland með fjórðu verstu verðmætasköpun í heiminum á orkueiningu[1] (verg þjóðarframleiðsla á gígawattstund). Af þessum tölum er ljóst að alveg hefur misheppnast að tryggja að hin eftirsótta íslenska raforka skili sér í fjárhagslegum ábata fyrir samfélagið, eins og fullyrt hefur verið. Hvert fer öll orkan þá, ef ekki í að búa til þjóðartekjur? Stórnotendur á Íslandi nota 78% allrar raforku sem hér er framleidd, öll önnur starfsemi eins og heimili, skólar, stofnanir og öll önnur fyrirtæki nota 18% og 4% tapast í flutningskerfinu. Langstærsti hluti raforkunnar fer til álvera, 64% af allri raforku sem framleidd er í landinu. Aðrir stórnotendur eru kísilver, gagnaver, járnblendi og álþynnuverksmiðja. Árið 2019, sem er síðasta árið sem við eigum raunhæfar tölur til um, voru útflutningstekjur af álvörum um 200 Ma. kr. Vegna covid hækkaði álverð mikið í heiminum voru útflutningstekjurnar 2021 um 300 Ma. kr. Nýlega hefur heimsmarkaðsverð á áli lækkað aftur, en þó ekki niður í það sem var árið 2019. Af 300 Ma útflutningstekjum árið 2021 urðu um 125 Ma. eftir á Íslandi árið 2021 að sögn forstjóra Fjarðaráls. Til samanburðar voru útflutningstekjur í hugverkaiðnaði 139 milljarðar árið 2019. Að vinna í hugverkaiðnaði er síst verra en að starfa við stóriðju og augljóslega er hægt er að skapa mikil verðmæti án þess að nota óhemju mikla raforku. Hinar tvær stóru útflutningsgreinarnar á Íslandi, ferðaþjónusta og sjávarútvegur, nýta að mestu jarðefnaeldsneyti sem orkugjafa. Því verður að breyta, og má gera með því að a) draga úr orkunotkun með orkusparnaði, bættri nýtingu og minna umfangi b) framleiða meiri raforku og c) dreifa raforkunni frá stóriðju til annarra greina. 52 milljarða meðgjöf til stóriðju Ef stórnotendur greiddu sama verð fyrir raforkuna og dreifiveitur myndu tekjur vegna raforkusölu og -dreifingar (gegnum Landsnet) aukast um 52 Ma á ári. Þetta er gróflega áætlað og byggt á tölum úr ársreikningum Landsvirkjunar og gjaldskrá Landsnets árið 2021. Dreifiveitur greiða u.þ.b. tvöfalt hærra aflgjald og orkugjald til Landsnets en stórnotendur en afhendingargjald fyrir hvern tengipunkt er það sama fyrir stórnotendur og dreifiveitur. Sama gildir um raforkukaup frá Landsvirkjun, þar sem allir aðrir en stórnotendur greiða 86% hærra gjald fyrir MWst. Hér er að finna nánari útlistun á hvernig þetta var reiknað út, byggt á þeim upplýsingum sem almenningur á Íslandi, eigandi auðlindanna, hefur aðgang að. Orkuskiptin krefjast upplýstrar ákvarðanatöku Af ofangreindu er ljóst að núverandi ráðstöfun íslensku raforkunnar er ekki í takti við það markmið að hámarka verðmætasköpun. Að auki setur þessi mikla raforkusala til fárra mjög fjársterkra erlendra aðila mikinn þrýsting á orkuverð, íslenska stjórnsýslu og ákvarðanatöku. Á næstu árum stöndum við frammi fyrir erfiðu vali: á að halda áfram á sömu braut og selja orkuna ódýrt til örfárra útvalinna erlendra stórfyrirtækja eða er hún betur komin annars staðar? Ætlum við að auka hér raforkuframleiðslu um tugi/hundruð prósenta eða taka skynsamlegar ákvarðanir um orkunýtingu og láta náttúru Íslands njóta vafans? Þetta eru stórar spurningar en eitt er víst. Við höfum val. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. [1] Ein versta orkunýting heims á Íslandi (frettabladid.is) og The Economist 2019, printed tables
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun