Handbolti

Elna Ólöf og Berg­lind í raðir Fram

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elna Ólöf og Berglind eru mættar í blátt.
Elna Ólöf og Berglind eru mættar í blátt. Fram

Fram hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi tímabil í Olís-deild kvenna í handbolta. Í dag var tilkynnt að Elna Ólöf Guðjónsdóttir og Berglind Þorsteinsdóttir myndu ganga í raðir félagsins í sumar. Þær hafa báðar leikið allan sinn feril með HK.

Bæði Elna Ólöf og Berglind hafa lítið spilað með HK á yfirstandandi leiktíð vegna meiðsla. Það er ljóst að HK hefur saknað þeirra beggja en liðið er neðst í Olís-deildinni og þegar fallið þó enn séu tvær umferðir eftir.

Báðar eru fæddar árið 1999 og eiga því nóg inni. Á samfélagsmiðlum Fram segir um leikmennina:

„Berglind Þorsteinsdóttir er vinstri skytta og afar sterkur varnarmaður sem hefur verið viðloðandi A-landslið síðastliðin ár.“

„Elna Ólöf er línumaður og hefur verið einn sterkasti varnarmaður deildarinnar síðastliðin tímabil.“

Reikna má með töluverðum breytingum á leikmannahópi Fram fyrir komandi tímabil en Stefán Arnarson, þjálfari liðsins, hefur þegar gefið út að hann muni ekki halda áfram. Talið er næsta víst að Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram, muni taka við.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.