Handbolti

Tímabilið líklega búið hjá Söru Sif

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Sif Helgadóttir hefur spilað vel með Valsliðinu að undanförnu.
Sara Sif Helgadóttir hefur spilað vel með Valsliðinu að undanförnu. Vísir/Hulda Margrét

Meiðsli Valsmarkvaðarins Söru Sifjar Helgadóttur eru væntanlega það alvarleg að hún verður ekki meira með á leiktíðinni.

Ágúst Jóhannsson staðfesti við Íþróttadeild Vísis í dag að þarna séu sennilega krossbandameiðsli á ferðinni og því spilar þessi öflugi markvörður líklega ekki handbolta næstu mánuðina.

Sara Sif missir því ekki aðeins af bikarúrslitahelginni, sem hefst með undanúrslitaleik Vals á móti Haukum á morgun, heldur kemur hún til með að missa einnig  af úrslitakeppninni, þar sem Valsliðið er líklegt til afreka.

Valsliðið verður því án aðalmarkvarðar síns þegar úrslitin ráðast í tveimur stærstu keppnum tímabilsins. Þetta er mikið áfall fyrir Valsliðið enda var Sara að spila mjög vel að undanförnu.

Sara Sif meiddist á hné í leik á móti Stjörnunni á Hlíðarenda um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×