Handbolti

Sami hópur í dag og í fyrri leiknum gegn Tékkum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson, Janus Daði Smárason, Viktor Gísli Hallgrímsson og Elliði Snær Viðarsson verða allir með landsliðinu í dag.
Aron Pálmarsson, Janus Daði Smárason, Viktor Gísli Hallgrímsson og Elliði Snær Viðarsson verða allir með landsliðinu í dag. Vísir/Vilhelm

Ísland stillir upp sama liði í leiknum mikilvæga gegn Tékkum í dag og mættu tékkneska liðinu á miðvikudagskvöld.

Ísland leikur í dag mikilvægan leik gegn Tékkum í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik á næsta ári. Ísland tapaði með fimm marka mun þegar liðin mættust í Brno á miðvikudag og þarf því að vinna í dag með meiri mun ætli liðið sér efsta sæti riðilsins sem gefur liðinu möguleika á að komast í undankeppni fyrir Ólympíuleikana.

Þeir Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson hafa valið þá sextán leikmenn sem mæta Tékkum í dag og þeir gera enga breytingu á hópnum frá því í fyrri leiknum. Arnór Snær Óskarsson hvílir líkt og hann gerði á miðvikudag.

Upphitun fyrir leikinn í dag hefst í Minigarðinum klukkan 13:00 en þangað mætir stuðningsmannasveit landsliðsins og þá kemur Logi Geirsson og fer yfir leikinn klukkan 14:00.

Hópurinn gegn Tékklandi

Markverðir:

Björgvin Páll Gústavsson, Valur (253/21)

Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (44/1)

Aðrir leikmenn:

Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (80/80)

Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (165/635)

Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (100/344)

Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (32/51)

Elvar Ásgeirsson, Ribe Esbjerg (16/19)

Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (61/146)

Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (48/104)

Janus Daði Smárason, Kolstad Håndball (67/104)

Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (25/82)

Sigvaldi Björn Guðjónsson Kolstad Håndball (58/157)

Stiven Tobar Valencia, Valur (1/0)

Teitur Örn Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (32/30)

Viggó Kristjánsson, SC Leipzig (42/104)

Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen (73/35)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×