Lárus: „Þarna voru einhverjir aðrir sem vildu taka í taumana og ákvarða leikinn“ Siggeir Ævarsson skrifar 9. mars 2023 21:16 Lárus Jónsson gaf dómurum leiksins í kvöld ráðleggingar að leik loknum. Vísir/Hulda Margrét Það var boðið upp á alvöru naglbít í Njarðvík í kvöld þar sem heimamenn fóru með sigur af hólmi í tvíframlengdum leik gegn Þórsurum í Subway-deild karla. Lárus Jónsson, þjálfari Þórsara, var nokkuð rólegur eftir leik þrátt fyrir hátt spennustig í leiknum. „Þetta var góður leikur. Þeir voru með yfirhöndina svona framan af en svo var þetta bara stál í stál. Að það hafi verið tvíframlengt segir kannski bara svolítið um það hvernig leikurinn var.“ Þórsarar höfðu fyrir leikinn unnið fimm leiki í röð og ætluðu sér sannarlega að sækja þann sjötta í greipar Njarðvíkinga, en tapaðir boltar og slæmar ákvarðanir færðu Njarðvíkingum ódýrar körfur á silfurfati. „Við ætluðum að koma hérna og ná í sigur. Við vorum með alltof mikið af töpuðum boltum og þeir að fá of mikið af auðveldum körfum uppúr því. Mér fannst við spila góða vörn á hálfum velli en þeir voru að fá of mikið af auðveldum stigum. Svo er það ákvarðanatakan í lok 4. leikhluta. Við verðum að laga þetta. Við brjótum á þeim þrisvar sinnum og þeir fá sex víti. Við gáfum þeim ókeypis stig og það er eiginlega óafsakanlegt.“ Styrmir Snær þurfti að fara af velli með fimm villur í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Þeir bræður Styrmir Snær og Tómas Valur Þrastarsynir fóru báðir útaf með fimm villur áður en venjulegur leiktími var á enda. Það munaði heldur betur um minna fyrir gestina að missa þá útaf, sem þýddi að Vincent Shahid þurfti að bera boltann upp bróðurpartinn úr leiknum. Lárus var ekki sáttur með hvernig dómararnir fóru með Styrmi í kvöld og sendi þeim föðurleg ráð fyrir framtíðina. „Við erum með þrjá leikmenn sem bera upp boltann hjá okkur. Það eru Tómas, Styrmir og Vincent. Vincent þurfti náttúrulega að gera það lungann úr leiknum þegar þeir fóru út. Ég hvet dómarana til að skoða aftur leikinn og hvort þessar villur séu ásættanlegar. Við þurfum samt auðvitað bara að lifa með dómgæslunni eins og hún er, það þýðir ekkert að svekkja sig á henni.“ „Það er samt þumalputtaregla sem ég myndi ráðleggja dómurunum: Að dæma alvöru villu fimmtu villuna á einn af topp leikmönnunum. Leyfum góðum leikmönnum að klára leikinn. Ég hefði ekki viljað fá fimmtu villuna á Hauk þegar hann er að dripla upp boltanum.“ „Hann er reynslulítill og vissi bara ekkert hvað Styrmir var með margar villur“ Mögulega hefur Lárus eitthvað til síns máls, en fimmta villan á Styrmi var af ódýrari gerðinni og má segja að Dedrick Basile hafi kryddað viðbrögð sín vel til að selja snertinguna. „Ég á eftir að skoða þetta aftur en bara ok, áfram gakk! Áfram með leikinn. Leyfum góðum leikmönnum að spila og ákvarða leikinn. En þarna voru einhverjir aðrir sem vildu taka í taumana og ákvarða leikinn. En ég hugsa að dómarinn sem dæmi, hann er reynslulítill og hann vissi bara ekkert hvað Styrmir var með margar villur, en hann lærir af þessu.“ Þórsarar eru enn í góðum séns að ná inn í úrslitakeppnina, en þeir mega ekki misstíga sig mikið ef eitthvað á lokasprettinum. „Fyrir okkur þá munu næstu leikir segja til um það hvar við munum enda og hvort við komumst í úrslitakeppnina. Er það ekki bara gamla góða klisjan? Þú ert að reyna að verða betri. Við vorum svolítið einhæfir í kvöld þegar það fór að líða á leikinn. Þannig að það er fullt sem við getum tekið útúr þessu og bætt okkur í. Vonandi verðum við bara góðir og vonandi verðum við í úrslitakeppninni.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
„Þetta var góður leikur. Þeir voru með yfirhöndina svona framan af en svo var þetta bara stál í stál. Að það hafi verið tvíframlengt segir kannski bara svolítið um það hvernig leikurinn var.“ Þórsarar höfðu fyrir leikinn unnið fimm leiki í röð og ætluðu sér sannarlega að sækja þann sjötta í greipar Njarðvíkinga, en tapaðir boltar og slæmar ákvarðanir færðu Njarðvíkingum ódýrar körfur á silfurfati. „Við ætluðum að koma hérna og ná í sigur. Við vorum með alltof mikið af töpuðum boltum og þeir að fá of mikið af auðveldum körfum uppúr því. Mér fannst við spila góða vörn á hálfum velli en þeir voru að fá of mikið af auðveldum stigum. Svo er það ákvarðanatakan í lok 4. leikhluta. Við verðum að laga þetta. Við brjótum á þeim þrisvar sinnum og þeir fá sex víti. Við gáfum þeim ókeypis stig og það er eiginlega óafsakanlegt.“ Styrmir Snær þurfti að fara af velli með fimm villur í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Þeir bræður Styrmir Snær og Tómas Valur Þrastarsynir fóru báðir útaf með fimm villur áður en venjulegur leiktími var á enda. Það munaði heldur betur um minna fyrir gestina að missa þá útaf, sem þýddi að Vincent Shahid þurfti að bera boltann upp bróðurpartinn úr leiknum. Lárus var ekki sáttur með hvernig dómararnir fóru með Styrmi í kvöld og sendi þeim föðurleg ráð fyrir framtíðina. „Við erum með þrjá leikmenn sem bera upp boltann hjá okkur. Það eru Tómas, Styrmir og Vincent. Vincent þurfti náttúrulega að gera það lungann úr leiknum þegar þeir fóru út. Ég hvet dómarana til að skoða aftur leikinn og hvort þessar villur séu ásættanlegar. Við þurfum samt auðvitað bara að lifa með dómgæslunni eins og hún er, það þýðir ekkert að svekkja sig á henni.“ „Það er samt þumalputtaregla sem ég myndi ráðleggja dómurunum: Að dæma alvöru villu fimmtu villuna á einn af topp leikmönnunum. Leyfum góðum leikmönnum að klára leikinn. Ég hefði ekki viljað fá fimmtu villuna á Hauk þegar hann er að dripla upp boltanum.“ „Hann er reynslulítill og vissi bara ekkert hvað Styrmir var með margar villur“ Mögulega hefur Lárus eitthvað til síns máls, en fimmta villan á Styrmi var af ódýrari gerðinni og má segja að Dedrick Basile hafi kryddað viðbrögð sín vel til að selja snertinguna. „Ég á eftir að skoða þetta aftur en bara ok, áfram gakk! Áfram með leikinn. Leyfum góðum leikmönnum að spila og ákvarða leikinn. En þarna voru einhverjir aðrir sem vildu taka í taumana og ákvarða leikinn. En ég hugsa að dómarinn sem dæmi, hann er reynslulítill og hann vissi bara ekkert hvað Styrmir var með margar villur, en hann lærir af þessu.“ Þórsarar eru enn í góðum séns að ná inn í úrslitakeppnina, en þeir mega ekki misstíga sig mikið ef eitthvað á lokasprettinum. „Fyrir okkur þá munu næstu leikir segja til um það hvar við munum enda og hvort við komumst í úrslitakeppnina. Er það ekki bara gamla góða klisjan? Þú ert að reyna að verða betri. Við vorum svolítið einhæfir í kvöld þegar það fór að líða á leikinn. Þannig að það er fullt sem við getum tekið útúr þessu og bætt okkur í. Vonandi verðum við bara góðir og vonandi verðum við í úrslitakeppninni.“
Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira