Hvað lærðum við af fjöldatakmörkunum í leikskólastarfi? Bóas Hallgrímsson skrifar 8. mars 2023 11:01 Þann 28. febrúar árið 2020 var fyrsta tilfelli COVID-19 greint á Íslandi, fyrsta tilfellið var staðfest, nýr veruleiki blasti við okkur sem þjóð. Það leið ekki á löngu áður en að þessi nýi veruleiki rataði inn í skólastofnanir, starfsfólk í skólum og stjórnendur upplifðu síkvikan veruleika, dagsskipulag riðlaðist og að morgni hvers dags þurfti að „reisa skóla frá grunni“. Þær Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir og Svava Björg Mörk rannsökuðu áhrif faraldursins og á leikskólastarf og skrifuðu í kjölfarið grein sem birt var á Netlu – Veftímarit um uppeldi og menntun þann 31. desember 2020. Titill greinarinnar var Kófið og leikskólinn: „Þetta var mögnuð „tilraun“ til að sjá gæðastarf verða til við skrítnar aðstæður“ Markmið rannsóknarinnar var, samkvæmt höfundum „að varpa ljósi á mat stjórnenda á hvaða áhrif takmarkanir í skólastarfi í fyrstu bylgju Covid-19 höfðu á leik barna í leikskólum og hlutverk starfsfólks“. Gögnum var safnað með spurningakönnun sem deilt var á 248 leikskóla um land allt og með átta einstaklingsviðtölum. Niðurstöður rannsóknarinnar eru um margt áhugaverðar, en áhrif takmarkana á leik barna voru umtalsverð. Rannsóknin leiddi í ljós að áhrif á leik barna voru jákvæð, börn nutu sín betur í leik, leikurinn dýpkaði og gæðastundir urðu fleiri og betri. Starfið varð yfirvegaðra og einfaldara. Hvert barn fékk meiri athygli og umönnun. Önnur áhugaverð niðurstaða var sú að starfsfólk varð síður veikt og líkum að því leiddar það væri vegna þess að álag dróst saman. Viðmælendur rannsakenda töldu tækifæri hafa orðið til með því að draga úr stífu dagsskipulagi og lofa börnunum að njóta stundarinnar, hvers augnabliks. Börnin höfðu meira andrými til þess að þróa leik sinn og eins fengu þau aukið umboð til þess að hafa áhrif á dagskrána í leikskólum landsins. Vellíðan barna og fullorðinna jókst á meðan takmarkanir voru í gildi sem er áhugavert . Vissulega kom fram að neikvæð áhrif hefðu komið fram, einkum og sérílagi í formi söknuðar og einmanaleika – en heilt yfir þóttu hin jákvæðu áhrif meiri og dýpri. Tveir þættir virtust hafa mest áhrif til hins betra; einfaldara dagsskipulag og færri börn í hverju leikrými. Eins var umfang leikfanga til skoðunar, en vegna smithættu var svöruðu 90% því játandi að leikföng hefðu verið fjarlægð af deildum leikskóla. Það þótti þó alls ekki koma að sök, börn finna nefnilega leiðir til sköpunar og leikefni þarf ekki að vera í ofgnótt. Auk þess sem þegar hefur verið upptalið kom það fram í niðurstöðum rannsóknarinnar að andrúmsloftið í leikskólunum varð rólegra, áreiti og hávaði dróst saman og að sú rósemd sem því fylgdi hafi leitt til aukinnar vellíðanar hjá bæði börnum og starfsfólki. Þessar niðurstöður ríma mjög vel við upplifun okkar hjá Hjallastefnunni af fagstarfi með börnum. En Hjallastefnan sem hugmyndafræði í menntun og uppeldi barna hefur alla tíð lagt á það mikla áherslu að barnahópar séu ekki of stórir og að starfsfólk hafi andrými til þess að mæta hverju barni á hverjum degi – að allt starfslið Hjallastefnuskóla nýti hvert tækifæri til þess að sýna hverju eins og einasta barni athygli og kærleika í hlýju viðmóti, snertingu og orðalagi. Lýðræðislegar æfingar fara fram á hverjum degi í Hjallastefnuskólum þar sem valtímar eru hluti af dagskipulagi og á valfundum er það áhugi hvers barns sem ræður förinni. Valfundir eru um helmingur af dagskrá skólanna og er valið hugsað til þess að mæta hverju barni. Með valinu fá börn notið sín í sjálfsprottnum leik sem byggir á áhugahvöt þeirra og hefur það að markmiði að gæta að frelsi einstaklingsins til þess að hafa áhrif á umhverfi sitt og þetta æfum við með öllum börnum sem Hjallastefnunni er treyst fyrir. Allra yngstu börnin taka vissulega ekki þátt í formlegum lýðræðisfundum en vísirinn að slíkum fundum er kynntur um leið og forsendur eru til staðar. Börn læra nefnilega mikið í gegnum leik og það nám sem fram fer í gegnum leik hefur jákvæð áhrif á hið formlegra nám sem þeirra bíður síðar á lífsleiðinni. Á meðan að dagskipulag á leikskólum er einfalt og fjöldi barna í hverju leikrými er hófstilltur þá verða sannarlega til galdrar á leikskólum og þetta þekkjum við af eigin raun. Fái börn notið sín í leik þá verða til galdrar. Leikföng í hinum hefðbundna skilningi eru ekki forsenda leiks, það er nefnilega galdur í því fólginn að notast við opinn efnivið sem hvetur til sköpunar og frumlegrar nálgunar. Trékubbar geta orðið að skýjakljúfum, risaeðlum, dádýrum, ökutækjum og ungabörnum. Trjágreinar geta orðið að geimskipum, töfrasprotum og hljóðnemum. Það eru engin takmörk fyrir því hvað leir getur verið í höndum skapandi barns – og öll börn eru skapandi og frumleg í hugsun. Ég hvet ykkur, lesendur góðir, til þess að eiga samtal við börn og upplifa það hvernig frumkraftur sköpunar á sér ávallt uppsprettu í hugum barna. Kæru Ingibjörg Ósk og Svava Björg ég veit að það er talsvert liðið frá birtingu greinarinnar en það er ekki langt síðan að ég rakst á hana. Ég vildi bara þakka ykkur fyrir að vinna þessa þörfu rannsókn og kynna niðurstöður hennar fyrir okkur og takk fyrir að draga það fram að fái börn notið þess að læra í gegnum leik, í ró og næði, þá er það best til þess fallið að auka á vellíðan og farsæld þeirra. Höfundur er framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bóas Hallgrímsson Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Þann 28. febrúar árið 2020 var fyrsta tilfelli COVID-19 greint á Íslandi, fyrsta tilfellið var staðfest, nýr veruleiki blasti við okkur sem þjóð. Það leið ekki á löngu áður en að þessi nýi veruleiki rataði inn í skólastofnanir, starfsfólk í skólum og stjórnendur upplifðu síkvikan veruleika, dagsskipulag riðlaðist og að morgni hvers dags þurfti að „reisa skóla frá grunni“. Þær Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir og Svava Björg Mörk rannsökuðu áhrif faraldursins og á leikskólastarf og skrifuðu í kjölfarið grein sem birt var á Netlu – Veftímarit um uppeldi og menntun þann 31. desember 2020. Titill greinarinnar var Kófið og leikskólinn: „Þetta var mögnuð „tilraun“ til að sjá gæðastarf verða til við skrítnar aðstæður“ Markmið rannsóknarinnar var, samkvæmt höfundum „að varpa ljósi á mat stjórnenda á hvaða áhrif takmarkanir í skólastarfi í fyrstu bylgju Covid-19 höfðu á leik barna í leikskólum og hlutverk starfsfólks“. Gögnum var safnað með spurningakönnun sem deilt var á 248 leikskóla um land allt og með átta einstaklingsviðtölum. Niðurstöður rannsóknarinnar eru um margt áhugaverðar, en áhrif takmarkana á leik barna voru umtalsverð. Rannsóknin leiddi í ljós að áhrif á leik barna voru jákvæð, börn nutu sín betur í leik, leikurinn dýpkaði og gæðastundir urðu fleiri og betri. Starfið varð yfirvegaðra og einfaldara. Hvert barn fékk meiri athygli og umönnun. Önnur áhugaverð niðurstaða var sú að starfsfólk varð síður veikt og líkum að því leiddar það væri vegna þess að álag dróst saman. Viðmælendur rannsakenda töldu tækifæri hafa orðið til með því að draga úr stífu dagsskipulagi og lofa börnunum að njóta stundarinnar, hvers augnabliks. Börnin höfðu meira andrými til þess að þróa leik sinn og eins fengu þau aukið umboð til þess að hafa áhrif á dagskrána í leikskólum landsins. Vellíðan barna og fullorðinna jókst á meðan takmarkanir voru í gildi sem er áhugavert . Vissulega kom fram að neikvæð áhrif hefðu komið fram, einkum og sérílagi í formi söknuðar og einmanaleika – en heilt yfir þóttu hin jákvæðu áhrif meiri og dýpri. Tveir þættir virtust hafa mest áhrif til hins betra; einfaldara dagsskipulag og færri börn í hverju leikrými. Eins var umfang leikfanga til skoðunar, en vegna smithættu var svöruðu 90% því játandi að leikföng hefðu verið fjarlægð af deildum leikskóla. Það þótti þó alls ekki koma að sök, börn finna nefnilega leiðir til sköpunar og leikefni þarf ekki að vera í ofgnótt. Auk þess sem þegar hefur verið upptalið kom það fram í niðurstöðum rannsóknarinnar að andrúmsloftið í leikskólunum varð rólegra, áreiti og hávaði dróst saman og að sú rósemd sem því fylgdi hafi leitt til aukinnar vellíðanar hjá bæði börnum og starfsfólki. Þessar niðurstöður ríma mjög vel við upplifun okkar hjá Hjallastefnunni af fagstarfi með börnum. En Hjallastefnan sem hugmyndafræði í menntun og uppeldi barna hefur alla tíð lagt á það mikla áherslu að barnahópar séu ekki of stórir og að starfsfólk hafi andrými til þess að mæta hverju barni á hverjum degi – að allt starfslið Hjallastefnuskóla nýti hvert tækifæri til þess að sýna hverju eins og einasta barni athygli og kærleika í hlýju viðmóti, snertingu og orðalagi. Lýðræðislegar æfingar fara fram á hverjum degi í Hjallastefnuskólum þar sem valtímar eru hluti af dagskipulagi og á valfundum er það áhugi hvers barns sem ræður förinni. Valfundir eru um helmingur af dagskrá skólanna og er valið hugsað til þess að mæta hverju barni. Með valinu fá börn notið sín í sjálfsprottnum leik sem byggir á áhugahvöt þeirra og hefur það að markmiði að gæta að frelsi einstaklingsins til þess að hafa áhrif á umhverfi sitt og þetta æfum við með öllum börnum sem Hjallastefnunni er treyst fyrir. Allra yngstu börnin taka vissulega ekki þátt í formlegum lýðræðisfundum en vísirinn að slíkum fundum er kynntur um leið og forsendur eru til staðar. Börn læra nefnilega mikið í gegnum leik og það nám sem fram fer í gegnum leik hefur jákvæð áhrif á hið formlegra nám sem þeirra bíður síðar á lífsleiðinni. Á meðan að dagskipulag á leikskólum er einfalt og fjöldi barna í hverju leikrými er hófstilltur þá verða sannarlega til galdrar á leikskólum og þetta þekkjum við af eigin raun. Fái börn notið sín í leik þá verða til galdrar. Leikföng í hinum hefðbundna skilningi eru ekki forsenda leiks, það er nefnilega galdur í því fólginn að notast við opinn efnivið sem hvetur til sköpunar og frumlegrar nálgunar. Trékubbar geta orðið að skýjakljúfum, risaeðlum, dádýrum, ökutækjum og ungabörnum. Trjágreinar geta orðið að geimskipum, töfrasprotum og hljóðnemum. Það eru engin takmörk fyrir því hvað leir getur verið í höndum skapandi barns – og öll börn eru skapandi og frumleg í hugsun. Ég hvet ykkur, lesendur góðir, til þess að eiga samtal við börn og upplifa það hvernig frumkraftur sköpunar á sér ávallt uppsprettu í hugum barna. Kæru Ingibjörg Ósk og Svava Björg ég veit að það er talsvert liðið frá birtingu greinarinnar en það er ekki langt síðan að ég rakst á hana. Ég vildi bara þakka ykkur fyrir að vinna þessa þörfu rannsókn og kynna niðurstöður hennar fyrir okkur og takk fyrir að draga það fram að fái börn notið þess að læra í gegnum leik, í ró og næði, þá er það best til þess fallið að auka á vellíðan og farsæld þeirra. Höfundur er framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun