Sigrún getur bætt leikjametið í stórleiknum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2023 14:00 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir getur slegið leikjametið í kvöld. Vísir/Bára Sigrún Sjöfn Ámundadóttir setur nýtt leikjamet í efstu deild kvenna í körfubolta spili hún með Haukum á móti Keflavík Subway deild kvenna í kvöld. Þetta er sannkallaður stórleikur því Keflavík og Haukar eru í tveimur efstu sætum deildarinnar og Keflavíkurkonur geta náð fjögurra stiga forystu á toppnum með sigri. Leikurinn hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Sigrún Sjöfn hefur leikið 375. leiki í deildinni eða jafnmarga leiki og Birna Valgarðsdóttir sem hefur átt leikjametið í næstum því heilan áratug. Sigrún hóf tímabilið með Fjölni en skipti í Hauka eftir áramót. Hún hóf einmitt feril sinn í efstu deild með Haukum. Sigrún var ekki orðin sextán ára gömul þegar hún lék sinn fyrsta leik í efstu deild 7. október 2004 með Haukum á móti ÍS á Ásvöllum. Hún hefur spilað þessa 375 leiki með sex félögum eða Haukum (57), KR (111), Hamri (20), Grindavík (22), Skallagrími (119) og Fjölni (22). Sigrún þekkir það vel að mæta Keflavíkurliðinu en þetta verður hennar 56. leikur á móti Keflavíkurkonum í efstu deild. Sigrún hefur skorað 4159 stig í þessum 375 leikjum eða 11,1 stig eða meðaltali í leik. Aðeins þrjár konur hafa skorað fleiri stig í efstu deild en það eru Birna Valgarðsdóttir (5325), Anna María Sveinsdóttir (5001) og Hildur Sigurðardóttir (4576). Sigrún á þegar metið yfir flest fráköst (3041) og er sú eina sem hefur tekið yfir þrjú þúsund fráköst í efstu deild kvenna. Hún er líka ásamt Hildi, Helenu Sverrisdóttur og Öldu Leif Jónsdóttur ein af fjórum sem hafa náð þremur tölfræðiþáttum yfir þúsund en Sigrún hefur gefið 1127 stoðsendingar í efstu deild sem er það þriðja mesta. Flestir leikir í efstu deild kvenna: 1. Birna Valgarðsdóttir 375 1. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 375 3. Þórunn Bjarnadóttir 371 4. Hafdís Helgadóttir 366 5. Hildur Sigurðardóttir 347 6. Guðbjörg Sverrisdóttir 338 7. Alda Leif Jónsdóttir 337 8. Petrúnella Skúladóttir 329 9. Anna María Sveinsdóttir 324 10. Kristrún Sigurjónsdóttir 309 Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
Þetta er sannkallaður stórleikur því Keflavík og Haukar eru í tveimur efstu sætum deildarinnar og Keflavíkurkonur geta náð fjögurra stiga forystu á toppnum með sigri. Leikurinn hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Sigrún Sjöfn hefur leikið 375. leiki í deildinni eða jafnmarga leiki og Birna Valgarðsdóttir sem hefur átt leikjametið í næstum því heilan áratug. Sigrún hóf tímabilið með Fjölni en skipti í Hauka eftir áramót. Hún hóf einmitt feril sinn í efstu deild með Haukum. Sigrún var ekki orðin sextán ára gömul þegar hún lék sinn fyrsta leik í efstu deild 7. október 2004 með Haukum á móti ÍS á Ásvöllum. Hún hefur spilað þessa 375 leiki með sex félögum eða Haukum (57), KR (111), Hamri (20), Grindavík (22), Skallagrími (119) og Fjölni (22). Sigrún þekkir það vel að mæta Keflavíkurliðinu en þetta verður hennar 56. leikur á móti Keflavíkurkonum í efstu deild. Sigrún hefur skorað 4159 stig í þessum 375 leikjum eða 11,1 stig eða meðaltali í leik. Aðeins þrjár konur hafa skorað fleiri stig í efstu deild en það eru Birna Valgarðsdóttir (5325), Anna María Sveinsdóttir (5001) og Hildur Sigurðardóttir (4576). Sigrún á þegar metið yfir flest fráköst (3041) og er sú eina sem hefur tekið yfir þrjú þúsund fráköst í efstu deild kvenna. Hún er líka ásamt Hildi, Helenu Sverrisdóttur og Öldu Leif Jónsdóttur ein af fjórum sem hafa náð þremur tölfræðiþáttum yfir þúsund en Sigrún hefur gefið 1127 stoðsendingar í efstu deild sem er það þriðja mesta. Flestir leikir í efstu deild kvenna: 1. Birna Valgarðsdóttir 375 1. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 375 3. Þórunn Bjarnadóttir 371 4. Hafdís Helgadóttir 366 5. Hildur Sigurðardóttir 347 6. Guðbjörg Sverrisdóttir 338 7. Alda Leif Jónsdóttir 337 8. Petrúnella Skúladóttir 329 9. Anna María Sveinsdóttir 324 10. Kristrún Sigurjónsdóttir 309
Flestir leikir í efstu deild kvenna: 1. Birna Valgarðsdóttir 375 1. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 375 3. Þórunn Bjarnadóttir 371 4. Hafdís Helgadóttir 366 5. Hildur Sigurðardóttir 347 6. Guðbjörg Sverrisdóttir 338 7. Alda Leif Jónsdóttir 337 8. Petrúnella Skúladóttir 329 9. Anna María Sveinsdóttir 324 10. Kristrún Sigurjónsdóttir 309
Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira