Viltu þá að atvinnuleysið verði hér 10%, viltu það í alvöru Jón Ingi? Jón Ingi Hákonarson skrifar 7. mars 2023 10:00 Góður félagi minn spurði mig hneykslaður um helgina þegar evruna bar á góma, “viltu þá að hér verði 10% atvinnuleysi eins og í Evrópusambandinu, viltu það í alvöru Jón Ingi”? Ég spurði á móti “af hverju segirðu það”? “Það er bara þannig, við getum ekki haldið atvinnustiginu uppi ef við tökum upp Evru”, sagði hann rétt eins og það væri náttúrulögmál. En er það svo? Þetta stutta samtal fékk mig til að hugsa um allar þær mýtur og klisjur sem í gangi eru og móta hugmyndir okkar og afstöðu gagnvart aðild að Evrópusambandinu og upptöku Evru. Þessi lenska að reyna að drepa umræðuna með því að telja manni trú um að hér muni bara upplausn ráða ríkjum ef við tökum upp regluverk Evrópusambandsins. Umræðan minnir mann stundum á hræðsluáróður þeirra sem vildu ekki leyfa sölu bjórs í ríkinu á sínum tíma og reyndu að telja þjóðinni trú um að ekki myndi renna af henni og þjóðfélagið færi beint til ansk…..ns. Raunin varð önnur. Ég ákvað því að skoða þessar tölur og reyna að átta mig stöðu mála. Nýjustu tölur eru frá janúar 2023, þær segja okkur að hér á landi er atvinnuleysið 3,7% en í Evrópusambandinu í heild sinni er atvinnuleysi að meðaltali 6,1%. Töluverður munur þar á ferðinni, en atvinnuleysi innan ESB er allt frá 2,5% í Tékklandi og upp í 13%. Grikkland og Spánn skera sig alveg úr með 11% og 13% atvinnuleysi. Það nefnilega þannig að það hin 27 ríki Evrópusambandsins eru jafn ólík og þau eru mörg. Atvinnulíf og efnahagsstjórnun er fjölbreytt, allt frá hinu stöðuga Þýskalandi yfir í efnahagsóstöðuleika Grikkja. Þau ríki sem hafa glímt við mikið langtímaatvinnuleysi eins og Spánn búa við mjög ósveigjanlega vinnulöggjöf. Á Spáni er mjög dýrt að ráða fólk til vinnu og mjög erfitt og kostnaðarsamamt að segja fólki upp. Það hefur leitt til varanlegs langtíma atvinnuleysis, sér í lagi meðal ungs fólks. Þetta hefur ekkert með gjaldmiðilinn að gera eða veru þeirra í ESB. Þetta er sjálfstætt heimatilbúið vandamál sem Spánverjar eiga í miklum erfiðleikum að leysa. Grikkir hafa búið við óstjórn og spillingu í langan tíma sem skýrir að mestu hið mikla atvinnuleysi þar. Um þriðjungur ríkja Evrópusambandsins er með svipað eða minna atvinnuleysi en á Íslandi. Ástæður atvinnuleysis eru ólíkar eftir löndum rétt eins og í Bandaríkjunum en þar er mikill munur á atvinnuleysi eftir fylkjum. Í janúar var atvinnuleysi mest í Nevada 5,5% en lægst í Norður Dakota 2,1%. Munurinn hefur minna með dollarann að gera og meira með staðbundnar aðstæður. Atvinnuleysið í Nevada er helst vegna hruns ferðaþjónustunnar í kjölfar Covid 19 en matvælaiðnaðurinn er uppistaða efnahagslífsins í Norður Dakota og þar hafa minni sveiflur verið. Eins er það með Evrópu, staðbundnar aðstæður hafa mest áhrif á atvinnuleysi. Það er erfitt að bera saman Tékkland og Grikkland eins og Nevada og Norður Dakota. Það er a.m.k. hægt að slá því föstu að upptaka Evrunnar muni ekki hafa neikvæð áhrif á atvinnustigið í landinu. Staðbundnar aðstæður munu ráða þar ferðinni. Við sjáum það hér á Íslandi að þau fyrirtæki sem fá að gera upp í Evrum blómstra sem aldrei fyrr. Það bendir til þess að íslensk fyrirtæki munu styrkja samkeppnis- og rekstrarstöðu til muna fái þau að notast við Evrur. Mun það ekki hafa jákvæð áhrif á vinnumarkaðinn? Ég myndi halda það. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Evrópusambandið Utanríkismál Viðreisn Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Góður félagi minn spurði mig hneykslaður um helgina þegar evruna bar á góma, “viltu þá að hér verði 10% atvinnuleysi eins og í Evrópusambandinu, viltu það í alvöru Jón Ingi”? Ég spurði á móti “af hverju segirðu það”? “Það er bara þannig, við getum ekki haldið atvinnustiginu uppi ef við tökum upp Evru”, sagði hann rétt eins og það væri náttúrulögmál. En er það svo? Þetta stutta samtal fékk mig til að hugsa um allar þær mýtur og klisjur sem í gangi eru og móta hugmyndir okkar og afstöðu gagnvart aðild að Evrópusambandinu og upptöku Evru. Þessi lenska að reyna að drepa umræðuna með því að telja manni trú um að hér muni bara upplausn ráða ríkjum ef við tökum upp regluverk Evrópusambandsins. Umræðan minnir mann stundum á hræðsluáróður þeirra sem vildu ekki leyfa sölu bjórs í ríkinu á sínum tíma og reyndu að telja þjóðinni trú um að ekki myndi renna af henni og þjóðfélagið færi beint til ansk…..ns. Raunin varð önnur. Ég ákvað því að skoða þessar tölur og reyna að átta mig stöðu mála. Nýjustu tölur eru frá janúar 2023, þær segja okkur að hér á landi er atvinnuleysið 3,7% en í Evrópusambandinu í heild sinni er atvinnuleysi að meðaltali 6,1%. Töluverður munur þar á ferðinni, en atvinnuleysi innan ESB er allt frá 2,5% í Tékklandi og upp í 13%. Grikkland og Spánn skera sig alveg úr með 11% og 13% atvinnuleysi. Það nefnilega þannig að það hin 27 ríki Evrópusambandsins eru jafn ólík og þau eru mörg. Atvinnulíf og efnahagsstjórnun er fjölbreytt, allt frá hinu stöðuga Þýskalandi yfir í efnahagsóstöðuleika Grikkja. Þau ríki sem hafa glímt við mikið langtímaatvinnuleysi eins og Spánn búa við mjög ósveigjanlega vinnulöggjöf. Á Spáni er mjög dýrt að ráða fólk til vinnu og mjög erfitt og kostnaðarsamamt að segja fólki upp. Það hefur leitt til varanlegs langtíma atvinnuleysis, sér í lagi meðal ungs fólks. Þetta hefur ekkert með gjaldmiðilinn að gera eða veru þeirra í ESB. Þetta er sjálfstætt heimatilbúið vandamál sem Spánverjar eiga í miklum erfiðleikum að leysa. Grikkir hafa búið við óstjórn og spillingu í langan tíma sem skýrir að mestu hið mikla atvinnuleysi þar. Um þriðjungur ríkja Evrópusambandsins er með svipað eða minna atvinnuleysi en á Íslandi. Ástæður atvinnuleysis eru ólíkar eftir löndum rétt eins og í Bandaríkjunum en þar er mikill munur á atvinnuleysi eftir fylkjum. Í janúar var atvinnuleysi mest í Nevada 5,5% en lægst í Norður Dakota 2,1%. Munurinn hefur minna með dollarann að gera og meira með staðbundnar aðstæður. Atvinnuleysið í Nevada er helst vegna hruns ferðaþjónustunnar í kjölfar Covid 19 en matvælaiðnaðurinn er uppistaða efnahagslífsins í Norður Dakota og þar hafa minni sveiflur verið. Eins er það með Evrópu, staðbundnar aðstæður hafa mest áhrif á atvinnuleysi. Það er erfitt að bera saman Tékkland og Grikkland eins og Nevada og Norður Dakota. Það er a.m.k. hægt að slá því föstu að upptaka Evrunnar muni ekki hafa neikvæð áhrif á atvinnustigið í landinu. Staðbundnar aðstæður munu ráða þar ferðinni. Við sjáum það hér á Íslandi að þau fyrirtæki sem fá að gera upp í Evrum blómstra sem aldrei fyrr. Það bendir til þess að íslensk fyrirtæki munu styrkja samkeppnis- og rekstrarstöðu til muna fái þau að notast við Evrur. Mun það ekki hafa jákvæð áhrif á vinnumarkaðinn? Ég myndi halda það. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun