Ungt fólk í húsnæðisvanda Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 7. mars 2023 09:30 Ég hef orðið verulegar áhyggjur af húsnæðismarkaðnum hér á landi. Þau tæki sem Seðlabanki Íslands hefur til þess að halda verðbólgu í skefjum og koma í veg fyrir óhóflegar lántökur eru stýrivaxtahækkanir. Stýrivaxtahækkanir hafa leitt til hærri vaxta hjá bönkunum með tilheyrandi gróða. Því hærri sem vextirnir eru, því meira fær bankinn til sín og því erfiðara verður fyrir almenning í landinu að borga lánin til baka. Háir vextir gera fólki ekki bara erfitt fyrir með að greiða af lánum, heldur hefur þau áhrif að fólk þarf að skera niður í öðrum heilbrigðum og nauðsynlegum heimilisútgjöldum. Þar getum við sem dæmi nefnt útgjöld á borð við tómstundaiðkun barna, matarinnkaup, tryggingar og jafnvel heilbrigðisþjónustu. Þessi staða skapar ákveðna togstreitu og reiði út í samfélaginu sem ég skil vel. Á sama tíma og fólk á erfitt með að ná endum saman sökum þess að afborganir af húsnæðislánum hafa hækkað verulega berast fréttir af milljarða hagnaði bankanna og annarra fjármálafyrirtækja. Unga fólkið og markaðurinn Þá hef ég verulegar áhyggjur af öllum þeim fjölda fólks sem bæði hefur þá ósk og þrá að koma sér og sínum þaki yfir höfuðið, en geta það ekki. Ástæðan: fólki hefur verið gert erfiðara um vik að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Seðlabankinn tók þá ákvörðun um að þyngja greiðslumatið og lækka hámarkslánsprósentuna til að kæla markaðinn og koma böndum á þær miklu hækkanir sem verið hafa undanfarna mánuði og ár. Þrátt fyrir að þessar aðgerðir Seðlabankans hafi að einhverju leyti skilað sínu, þá tel ég nauðsynlegt að fara með hámarkslánsprósentuna til baka en tryggja áfram vel að fólk geti staðið við greiðslur afborgana lána. Meiri fyrirsjáanleiki Við þekkjum öll þær miklu sveiflur sem einkennt hafa húsnæðismarkaðinn hér á landi í alltof langan tíma. Þær sveiflur og þann vanda má í raun rekja til fullkomins skorts á yfirsýn yfir þann fjölda íbúða sem byggður hefur verið og er í byggingu á landinu. Fólki fjölgar og eftirspurn eftir húsnæði er og verður áfram til staðar. Tímabundin kæling mun ganga til baka og við munum sjá húsnæðisverð taka að hækka á ný, að minnsta kosti eitthvað áfram. Það sem mun vonandi koma böndum á þessa þróun til framtíðar eru aðgerðir Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, um meiri fyrirsjáanleika í uppbyggingu húsnæðis með gerð rammasamninga við sveitarfélög um slíka uppbyggingu og sérstakri áherslu á gerð húsnæðisáætlana. Þetta mun auka yfirsýn til framtíðar og stuðla að nauðsynlegu jafnvægi á markaði. Það er þörf á aðgerðum Líkt og ég hef áður sagt, þá er nú búið að taka í handbremsuna og það allharkalega af hálfu Seðlabankans. Þetta hefur auðvitað keðjuverkandi áhrif. Við sjáum það víða að samhliða því að fólki er gert erfiðara um vik við að koma sér inn á markaðinn, þá hækkar leiga og fólk hefur minna svigrúm til að leggja fyrir og spara. Sjáið til, það kemur ofan á allar aðrar hækkanir í samfélaginu. Fólk kemst ekki í þær eignir sem nú eru í byggingu - og hvar enda þær og hjá hverjum? Þeir ríku græða, en aðrir sitja eftir. Ég held að það þurfi ekki fleiri orð um það. Staðan núna er einfaldlega vond, í raun mjög vond og hér fyrir neðan eru þær nauðsynlegu aðgerðir sem grípa þarf til og eru tiltölulega einfaldar í framkvæmd: Sveitarfélög þurfa að taka hendur úr vösum, finna leiðir til að tryggja nægilegt framboð byggingarhæfra lóða og gera sérstakt samkomulag við ríkið og HMS um uppbyggingu til framtíðar, svokallað rammasamkomulag. Seðlabankinn þarf að endurskoða hámark veðsetningarhlutfalls og greiðslubyrðarhlutfalls þannig að ekki sé útilokað að ungt fólk geti komið sér þaki yfir höfuðið. Endurskoða þarf úrræði hlutdeildarlána þannig að það virki fyrir fyrstu kaupendur og skapi hvata fyrir byggingaraðila til að fjárfesta í nauðsynlegri íbúðauppbyggingu. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Húsnæðismál Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Ég hef orðið verulegar áhyggjur af húsnæðismarkaðnum hér á landi. Þau tæki sem Seðlabanki Íslands hefur til þess að halda verðbólgu í skefjum og koma í veg fyrir óhóflegar lántökur eru stýrivaxtahækkanir. Stýrivaxtahækkanir hafa leitt til hærri vaxta hjá bönkunum með tilheyrandi gróða. Því hærri sem vextirnir eru, því meira fær bankinn til sín og því erfiðara verður fyrir almenning í landinu að borga lánin til baka. Háir vextir gera fólki ekki bara erfitt fyrir með að greiða af lánum, heldur hefur þau áhrif að fólk þarf að skera niður í öðrum heilbrigðum og nauðsynlegum heimilisútgjöldum. Þar getum við sem dæmi nefnt útgjöld á borð við tómstundaiðkun barna, matarinnkaup, tryggingar og jafnvel heilbrigðisþjónustu. Þessi staða skapar ákveðna togstreitu og reiði út í samfélaginu sem ég skil vel. Á sama tíma og fólk á erfitt með að ná endum saman sökum þess að afborganir af húsnæðislánum hafa hækkað verulega berast fréttir af milljarða hagnaði bankanna og annarra fjármálafyrirtækja. Unga fólkið og markaðurinn Þá hef ég verulegar áhyggjur af öllum þeim fjölda fólks sem bæði hefur þá ósk og þrá að koma sér og sínum þaki yfir höfuðið, en geta það ekki. Ástæðan: fólki hefur verið gert erfiðara um vik að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Seðlabankinn tók þá ákvörðun um að þyngja greiðslumatið og lækka hámarkslánsprósentuna til að kæla markaðinn og koma böndum á þær miklu hækkanir sem verið hafa undanfarna mánuði og ár. Þrátt fyrir að þessar aðgerðir Seðlabankans hafi að einhverju leyti skilað sínu, þá tel ég nauðsynlegt að fara með hámarkslánsprósentuna til baka en tryggja áfram vel að fólk geti staðið við greiðslur afborgana lána. Meiri fyrirsjáanleiki Við þekkjum öll þær miklu sveiflur sem einkennt hafa húsnæðismarkaðinn hér á landi í alltof langan tíma. Þær sveiflur og þann vanda má í raun rekja til fullkomins skorts á yfirsýn yfir þann fjölda íbúða sem byggður hefur verið og er í byggingu á landinu. Fólki fjölgar og eftirspurn eftir húsnæði er og verður áfram til staðar. Tímabundin kæling mun ganga til baka og við munum sjá húsnæðisverð taka að hækka á ný, að minnsta kosti eitthvað áfram. Það sem mun vonandi koma böndum á þessa þróun til framtíðar eru aðgerðir Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, um meiri fyrirsjáanleika í uppbyggingu húsnæðis með gerð rammasamninga við sveitarfélög um slíka uppbyggingu og sérstakri áherslu á gerð húsnæðisáætlana. Þetta mun auka yfirsýn til framtíðar og stuðla að nauðsynlegu jafnvægi á markaði. Það er þörf á aðgerðum Líkt og ég hef áður sagt, þá er nú búið að taka í handbremsuna og það allharkalega af hálfu Seðlabankans. Þetta hefur auðvitað keðjuverkandi áhrif. Við sjáum það víða að samhliða því að fólki er gert erfiðara um vik við að koma sér inn á markaðinn, þá hækkar leiga og fólk hefur minna svigrúm til að leggja fyrir og spara. Sjáið til, það kemur ofan á allar aðrar hækkanir í samfélaginu. Fólk kemst ekki í þær eignir sem nú eru í byggingu - og hvar enda þær og hjá hverjum? Þeir ríku græða, en aðrir sitja eftir. Ég held að það þurfi ekki fleiri orð um það. Staðan núna er einfaldlega vond, í raun mjög vond og hér fyrir neðan eru þær nauðsynlegu aðgerðir sem grípa þarf til og eru tiltölulega einfaldar í framkvæmd: Sveitarfélög þurfa að taka hendur úr vösum, finna leiðir til að tryggja nægilegt framboð byggingarhæfra lóða og gera sérstakt samkomulag við ríkið og HMS um uppbyggingu til framtíðar, svokallað rammasamkomulag. Seðlabankinn þarf að endurskoða hámark veðsetningarhlutfalls og greiðslubyrðarhlutfalls þannig að ekki sé útilokað að ungt fólk geti komið sér þaki yfir höfuðið. Endurskoða þarf úrræði hlutdeildarlána þannig að það virki fyrir fyrstu kaupendur og skapi hvata fyrir byggingaraðila til að fjárfesta í nauðsynlegri íbúðauppbyggingu. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun