Stuðningur Íslands mikilvægur til að standa vörð um mannréttindi í ljósi loftslagsbreytinga Finnur Ricart Andrason, Inga Huld Ármann, Unnur Lárusdóttir og Rebekka Karlsdóttir skrifa 6. mars 2023 10:30 Á lítilli eyju út í miðju hafi búa rúmlega þrjú hundruð þúsund manns. Þetta þykir ekki vera fjölmennt samfélag miðað við önnur lönd heimsins en þrátt fyrir það er þetta sjálfstætt land með sitt eigið stjórnkerfi, gjaldmiðil og tungumál. Þó þessi eyja eigi margt sameiginlegt með Íslandi þá er þetta ekki lýsing á köldu eyjunni okkar hér í Norður Atlantshafi heldur er þetta lýsing á eyjunni Vanuatu í kyrrahafinu sem leiðir um þessar mundir mikilvægt verkefni um loftslagsmál og mannréttindi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru þegar farnar að hafa skaðleg áhrif á samfélög og vistkerfi um allan heim og vegna skorts á aðgerðum til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda stigmagnast þessi áhrif með degi hverjum. Auknar öfgar í veðurfari á borð við lengri þurrka og tíðari ákefðarúrkomur sem valda uppskerubrestum og flóðum eru staðreynd sem ógna grunnþörfum fólks um allan heim, sérstaklega þeirra sem hafa gert minnst til að valda loftslagsbreytingum. Mannréttindi eru nú þegar brotin og eru í viðvarandi hættu vegna loftslagsbreytinga, sér í lagi réttur fólks til húsnæðis, viðunandi lífskjara, heilbrigðis, og félagslegs öryggis. Þessu fylgir að fleira fólk þarf að leggjast á flótta og verður því viðkvæmara fyrir ofbeldi, sérstaklega konur og börn. Vegna þessa hafa stjórnvöld í Vanuatu lagt fram ályktunartillögu þar sem óskað er eftir því að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna leiti eftir ráðgefandi áliti Alþjóðadómstólsins um tengsl loftslagsbreytinga og mannréttinda. Mikilvægt er að þessi tillaga verði samþykkt til að æðsti dómstóll heims geti veitt lagalegan skýrleika varðandi skyldur ríkja til að vernda loftslagið í samhengi við verndun mannréttinda núverandi- og framtíðarkynslóða og segja til um hvaða lagalegu afleiðingar það að vernda ekki loftslagið hefur með sér í för fyrir ríki. Álit dómstólsins yrði til þess fallið að auka metnað og hraða loftslagsaðgerða sem er einmitt nauðsynlegt til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga og frekari brot á mannréttindum. Mikilvægt er að sem flest ríki styðji við þessa ályktunartillögu og fögnum við því að Ísland hafi gerst meðflytjandi hennar ásamt 104 öðrum ríkjum. Ísland hefur langa sögu af því að vera í fararbroddi á alþjóðavettvangi þegar kemur að mannréttindum og hafa íslensk stjórnvöld einnig lýst því yfir að þau vilji vera leiðandi í loftslagsmálum á heimsvísu. Formlegur stuðningur í þessu máli er því í samræmi við meginmarkmið íslenskra stjórnvalda, og stjórnarsáttmála, að standa vörð um mannréttindi og vera leiðtogi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Með stuðningi við tillöguna sýna íslensk stjórnvöld stuðning við þau samfélög um allan heim sem eru að verða fyrir verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Mikilvægt er að fagna mikilvægum skrefum á borð við stuðning Íslands við þessa ályktunartillögu en orðum þurfa að fylgja efndir. Þó að eyjan okkar hér á Norðurhveli jarðar eigi ekki í hættu á að sökkva í sæ vegna loftslagsbreytinga þá er það raunveruleiki sem Vanuatu og fleiri eyjur í Kyrrahafinu eru nú að horfast í augun við. Við köllum því eftir að íslensk stjórnvöld grípi strax til róttækari aðgerða hér heima til að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda og sýni það í verki að þeim er annt um þau samfélög sem eru að verða fyrir verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Frekari upplýsingar um ályktunartillöguna er að finna hér og hér. Höfundar eru ungmennafulltrúar Íslands til Sameinuðu þjóðanna á sviði loftslagsbreytinga, barna og ungmenna, sjálfbærrar þróunar, og mannréttinda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mannréttindi Finnur Ricart Andrason Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á lítilli eyju út í miðju hafi búa rúmlega þrjú hundruð þúsund manns. Þetta þykir ekki vera fjölmennt samfélag miðað við önnur lönd heimsins en þrátt fyrir það er þetta sjálfstætt land með sitt eigið stjórnkerfi, gjaldmiðil og tungumál. Þó þessi eyja eigi margt sameiginlegt með Íslandi þá er þetta ekki lýsing á köldu eyjunni okkar hér í Norður Atlantshafi heldur er þetta lýsing á eyjunni Vanuatu í kyrrahafinu sem leiðir um þessar mundir mikilvægt verkefni um loftslagsmál og mannréttindi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru þegar farnar að hafa skaðleg áhrif á samfélög og vistkerfi um allan heim og vegna skorts á aðgerðum til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda stigmagnast þessi áhrif með degi hverjum. Auknar öfgar í veðurfari á borð við lengri þurrka og tíðari ákefðarúrkomur sem valda uppskerubrestum og flóðum eru staðreynd sem ógna grunnþörfum fólks um allan heim, sérstaklega þeirra sem hafa gert minnst til að valda loftslagsbreytingum. Mannréttindi eru nú þegar brotin og eru í viðvarandi hættu vegna loftslagsbreytinga, sér í lagi réttur fólks til húsnæðis, viðunandi lífskjara, heilbrigðis, og félagslegs öryggis. Þessu fylgir að fleira fólk þarf að leggjast á flótta og verður því viðkvæmara fyrir ofbeldi, sérstaklega konur og börn. Vegna þessa hafa stjórnvöld í Vanuatu lagt fram ályktunartillögu þar sem óskað er eftir því að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna leiti eftir ráðgefandi áliti Alþjóðadómstólsins um tengsl loftslagsbreytinga og mannréttinda. Mikilvægt er að þessi tillaga verði samþykkt til að æðsti dómstóll heims geti veitt lagalegan skýrleika varðandi skyldur ríkja til að vernda loftslagið í samhengi við verndun mannréttinda núverandi- og framtíðarkynslóða og segja til um hvaða lagalegu afleiðingar það að vernda ekki loftslagið hefur með sér í för fyrir ríki. Álit dómstólsins yrði til þess fallið að auka metnað og hraða loftslagsaðgerða sem er einmitt nauðsynlegt til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga og frekari brot á mannréttindum. Mikilvægt er að sem flest ríki styðji við þessa ályktunartillögu og fögnum við því að Ísland hafi gerst meðflytjandi hennar ásamt 104 öðrum ríkjum. Ísland hefur langa sögu af því að vera í fararbroddi á alþjóðavettvangi þegar kemur að mannréttindum og hafa íslensk stjórnvöld einnig lýst því yfir að þau vilji vera leiðandi í loftslagsmálum á heimsvísu. Formlegur stuðningur í þessu máli er því í samræmi við meginmarkmið íslenskra stjórnvalda, og stjórnarsáttmála, að standa vörð um mannréttindi og vera leiðtogi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Með stuðningi við tillöguna sýna íslensk stjórnvöld stuðning við þau samfélög um allan heim sem eru að verða fyrir verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Mikilvægt er að fagna mikilvægum skrefum á borð við stuðning Íslands við þessa ályktunartillögu en orðum þurfa að fylgja efndir. Þó að eyjan okkar hér á Norðurhveli jarðar eigi ekki í hættu á að sökkva í sæ vegna loftslagsbreytinga þá er það raunveruleiki sem Vanuatu og fleiri eyjur í Kyrrahafinu eru nú að horfast í augun við. Við köllum því eftir að íslensk stjórnvöld grípi strax til róttækari aðgerða hér heima til að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda og sýni það í verki að þeim er annt um þau samfélög sem eru að verða fyrir verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Frekari upplýsingar um ályktunartillöguna er að finna hér og hér. Höfundar eru ungmennafulltrúar Íslands til Sameinuðu þjóðanna á sviði loftslagsbreytinga, barna og ungmenna, sjálfbærrar þróunar, og mannréttinda.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun