Viðskipti innlent

Ráðinn yfirmaður sölu- og markaðsmála hjá Play

Atli Ísleifsson skrifar
Adrian Keating.
Adrian Keating. Play

Adrian Keating hefur verið ráðinn yfirmaður sölu- og markaðsmála (Executive Director Sales- and Marketing) hjá Play og bætist við lykilstjórendahóp félagsins. Hann starfaði síðast hjá Norse Atlantic, en hóf störf hjá Play í gær.

Í tilkynningu frá Play segir að Adrian sé með yfir tuttugu ára reynslu úr alþjóðlega fluggeiranum og hafi starfað fyrir þekktustu vörumerkin í geiranum við góðan orðstír.

„Adrian mun vinna mjög náið með framkvæmdastjórn Play og aðstoða við uppbyggingu á sölu- og markaðsstarfi félagsins.

Adrian hóf feril sinn hjá British Airways árið 1999 en hefur síðan þá starfað hjá easy-Jet, Etihad, Malaysia Airlines og Air Transat. Síðast starfaði Adrian hjá norska flugfélaginu Norse Atlantic sem forstöðumaður sölu, markaðs- og dreifingarmála. Þar áður gegndi hann lykilstjórnendastöðum hjá Air Transat og Malaysia Airlines. Á undan því var Adrian sölustjóri hjá easy-Jet,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×