Hárið hans Halldórs og skapið hennar Sólveigar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 28. febrúar 2023 08:31 Sprengjuástandið sem ríkir á íslenskum vinnumarkaði hefur verið einfaldað í umræðunni. Stundum alveg niður í skap Sólveigar Önnu og hár Halldórs Benjamíns. Spennustigið stafar þó auðvitað ekki af því hvernig þessar tvær aðalpersónur viðræðnanna ná saman heldur af því að fólk hér á landi býr ekki við jöfn tækifæri. Verðbólgan hefur mun þyngri áhrif á tekjulægri hópa en þá sem betur standa. Annað stórt vandamál er að vaxtahækkanir eru margfaldar hér á landi miðað við það sem við sjáum í nágrannaríkjum og í Evrópu, þrátt fyrir að verðbólga hafi líka verið vandamál þar. Þessar vaxtahækkanir bíta almenning mjög fast. Á meðan búa aðrir hópar í samfélaginu í öðru hagkerfi með annan gjaldmiðil. Hvaða réttlæti er í því að almenningur og smærri fyrirtæki taki á sig kostnað vegna vaxtahækkana af fullum þunga á meðan stórfyrirtæki eru í skjóli evru og dollara? Eða að almenningur þurfi að borga fyrir íbúðina sína mörgum sinnum? Hér búa tvær þjóðir Á Íslandi er erfiðara fyrir fólk að eignast húsnæði en í nágrannaríkjum okkar. Fólk á íslenskum leigumarkaði býr við mjög erfiðar aðstæður og lítið öryggi. Matur er langtum dýrari hér. Húsnæðislán eru langtum dýrari. Tryggingar eru langtum dýrari. Raunveruleg samkeppni milli bankanna ríkir ekki sem sést best á að þeir taka sér sirka korters umhugsunarfrest í að hækka vexti eftir vaxtaákvarðanir Seðlabankans og nánast allir í beit. Fákeppnin er mikill óvinur almennings. Kraftmiklar sveiflur á gengi íslensku krónunnar gera það að verkum að íslenskur markaður verður lítið aðlaðandi fyrir innkomu erlendra fyrirtækja, sem eru vön að geta gert spár lengra en nokkrar vikur fram í tímann. Þess vegna eru engir erlendir bankar hér. Og það sama gildir um tryggingamarkaðinn. Þessar sveiflur eru óvinur almennings því þessar sveiflur verja fyrirtækin fyrir erlendri samkeppni. Og fyrir það borgar almenningur hátt gjald. Vinnumarkaðsmódelið þarf að laga Það þarf að ræða vinnumarkaðsmódelið og vinnumarkaðslöggjöfina. Þar hefði reyndar þurft að búa betur í haginn af hálfu stjórnvalda fyrir löngu. Löggjöfin er götótt og ríkissáttasemjari hefur verið skilinn eftir með fæ verkfæri í verkfærakassanum. Og það er ekki hægt að skamma Landsrétt fyrir að dæma í samræmi við mjög skýran vilja löggjafans. Það var Alþingi sem tók á sínum tíma ákvörðun um að taka út ákvæði sem skyldaði aðila til að afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá. Dómstóll sem virðir þann skýra vilja löggjafans er ekki skúrkurinn í málinu. Stóra myndin snýst um jöfn tækifæri Vinnumarkaðsmódelið er eitt og skekkjurnar í hagkerfinu eru annað. Venjulegt fólk á Íslandi býr ekki við jöfn tækifæri. Almenningur lifir í krónuhagkerfi en um 300 íslensk stórfyrirtæki nota ekki krónuna. Það gerir stóreignafólk ekki heldur sem getur geymt fjármagn í erlendum gjaldmiðlum. Þessi fyrirtæki eru einfaldlega ekki með á vellinum og er nokk sama þótt ríkisstjórnin skori sjálfsmörk. Um fjórðungur lántakenda eru með óverðtryggð húsnæðislán á breytilegum vöxtum og þessi fjórðungur hefur tekið á sig vaxtahækkanir af fullum þunga núna. Innan tíðar bætist við þennan hóp þegar föstu vextirnir fara að losna af öðrum húsnæðislánum og greiðslubyrðin snar hækkar með versnandi lífskjörum. Þegar vextir eru hækkaðir þá eru það almenningur og litlu fyrirtækin sem taka á sig kostnaðinn og bera byrðarnar. Þetta ástand bítur ekki fyrirtækin fyrir utan krónuhagkerfið. Auðvitað skapar þetta óréttlæti spennu í samfélaginu. Friður til lengri tíma þarf að vera í kringum það að tryggja stöðugleika fyrir fjölskyldurnar í landinu. Er friður um það að venjuleg íslensk heimili þurfi að borga íbúðina sína mörgum sinnum? Eða að það að eignast heimili sé áhættufjárfesting? Og er friður um það að fákeppni sé tekin fram yfir heilbrigða samkeppni? Vonandi næst samkomulag í kjaradeilunni sem allra fyrst - vonandi að fólkinu í aðalhlutverkunum takist að ná samningi. En það verður kjaradeila eftir þessa og verkefnið á að vera að skapa frið í samfélaginu til lengri tíma. Til þess að svo geti orðið þarf að búa fólkinu í landinu jöfn tækifæri - með almennum reglum, heilbrigðri samkeppni og stöðugum gjaldmiðli. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Íslenska krónan Fjármál heimilisins Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Sprengjuástandið sem ríkir á íslenskum vinnumarkaði hefur verið einfaldað í umræðunni. Stundum alveg niður í skap Sólveigar Önnu og hár Halldórs Benjamíns. Spennustigið stafar þó auðvitað ekki af því hvernig þessar tvær aðalpersónur viðræðnanna ná saman heldur af því að fólk hér á landi býr ekki við jöfn tækifæri. Verðbólgan hefur mun þyngri áhrif á tekjulægri hópa en þá sem betur standa. Annað stórt vandamál er að vaxtahækkanir eru margfaldar hér á landi miðað við það sem við sjáum í nágrannaríkjum og í Evrópu, þrátt fyrir að verðbólga hafi líka verið vandamál þar. Þessar vaxtahækkanir bíta almenning mjög fast. Á meðan búa aðrir hópar í samfélaginu í öðru hagkerfi með annan gjaldmiðil. Hvaða réttlæti er í því að almenningur og smærri fyrirtæki taki á sig kostnað vegna vaxtahækkana af fullum þunga á meðan stórfyrirtæki eru í skjóli evru og dollara? Eða að almenningur þurfi að borga fyrir íbúðina sína mörgum sinnum? Hér búa tvær þjóðir Á Íslandi er erfiðara fyrir fólk að eignast húsnæði en í nágrannaríkjum okkar. Fólk á íslenskum leigumarkaði býr við mjög erfiðar aðstæður og lítið öryggi. Matur er langtum dýrari hér. Húsnæðislán eru langtum dýrari. Tryggingar eru langtum dýrari. Raunveruleg samkeppni milli bankanna ríkir ekki sem sést best á að þeir taka sér sirka korters umhugsunarfrest í að hækka vexti eftir vaxtaákvarðanir Seðlabankans og nánast allir í beit. Fákeppnin er mikill óvinur almennings. Kraftmiklar sveiflur á gengi íslensku krónunnar gera það að verkum að íslenskur markaður verður lítið aðlaðandi fyrir innkomu erlendra fyrirtækja, sem eru vön að geta gert spár lengra en nokkrar vikur fram í tímann. Þess vegna eru engir erlendir bankar hér. Og það sama gildir um tryggingamarkaðinn. Þessar sveiflur eru óvinur almennings því þessar sveiflur verja fyrirtækin fyrir erlendri samkeppni. Og fyrir það borgar almenningur hátt gjald. Vinnumarkaðsmódelið þarf að laga Það þarf að ræða vinnumarkaðsmódelið og vinnumarkaðslöggjöfina. Þar hefði reyndar þurft að búa betur í haginn af hálfu stjórnvalda fyrir löngu. Löggjöfin er götótt og ríkissáttasemjari hefur verið skilinn eftir með fæ verkfæri í verkfærakassanum. Og það er ekki hægt að skamma Landsrétt fyrir að dæma í samræmi við mjög skýran vilja löggjafans. Það var Alþingi sem tók á sínum tíma ákvörðun um að taka út ákvæði sem skyldaði aðila til að afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá. Dómstóll sem virðir þann skýra vilja löggjafans er ekki skúrkurinn í málinu. Stóra myndin snýst um jöfn tækifæri Vinnumarkaðsmódelið er eitt og skekkjurnar í hagkerfinu eru annað. Venjulegt fólk á Íslandi býr ekki við jöfn tækifæri. Almenningur lifir í krónuhagkerfi en um 300 íslensk stórfyrirtæki nota ekki krónuna. Það gerir stóreignafólk ekki heldur sem getur geymt fjármagn í erlendum gjaldmiðlum. Þessi fyrirtæki eru einfaldlega ekki með á vellinum og er nokk sama þótt ríkisstjórnin skori sjálfsmörk. Um fjórðungur lántakenda eru með óverðtryggð húsnæðislán á breytilegum vöxtum og þessi fjórðungur hefur tekið á sig vaxtahækkanir af fullum þunga núna. Innan tíðar bætist við þennan hóp þegar föstu vextirnir fara að losna af öðrum húsnæðislánum og greiðslubyrðin snar hækkar með versnandi lífskjörum. Þegar vextir eru hækkaðir þá eru það almenningur og litlu fyrirtækin sem taka á sig kostnaðinn og bera byrðarnar. Þetta ástand bítur ekki fyrirtækin fyrir utan krónuhagkerfið. Auðvitað skapar þetta óréttlæti spennu í samfélaginu. Friður til lengri tíma þarf að vera í kringum það að tryggja stöðugleika fyrir fjölskyldurnar í landinu. Er friður um það að venjuleg íslensk heimili þurfi að borga íbúðina sína mörgum sinnum? Eða að það að eignast heimili sé áhættufjárfesting? Og er friður um það að fákeppni sé tekin fram yfir heilbrigða samkeppni? Vonandi næst samkomulag í kjaradeilunni sem allra fyrst - vonandi að fólkinu í aðalhlutverkunum takist að ná samningi. En það verður kjaradeila eftir þessa og verkefnið á að vera að skapa frið í samfélaginu til lengri tíma. Til þess að svo geti orðið þarf að búa fólkinu í landinu jöfn tækifæri - með almennum reglum, heilbrigðri samkeppni og stöðugum gjaldmiðli. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun