Handbolti

Stórt tap hjá Melsungen í Berlín

Smári Jökull Jónsson skrifar
Elvar Örn brá sér líka í sóknina þegar það átti við.
Elvar Örn brá sér líka í sóknina þegar það átti við. Vísir/Vilhelm

Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson léku með Melsungen sem mátti þola stórt tap gegn Fusche Berlin í þýska handboltanum í dag.

Fusche Berlin er toppliðið í þýska boltanum en Melsungen er um miðja deild þannig að það var vitað að um erfiðan leik væri að ræða fyrir gestina.

Leikurinn var þó jafn lengi vel. Melsungen hélt í við Fusche Berlin fyrstu tuttugu mínúturnar en undir lok fyrri hálfleiks náðu heimamenn áhlupi og leiddu 17-12 í hálfleik.

Fusche Berlin náði átta marka forskoti þegar síðari hálfleikur var hálfnaður og úrslitin í raun ráðin. Lokatölur 35-25 og Fusche Berlin því áfram í efsta sæti deildarinnar.

Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson skoruðu báðir þrjú mörk fyrir Melsungen í dag og Elvar Örn gaf þar að auki tvær stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×