Kyrrstaðan niðurstaðan? Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar 25. febrúar 2023 09:30 Á síðasta borgarstjórnarfundi flutti Marta Guðjónsdóttir tillögu fyrir hönd okkar sjálfstæðismanna um að óska eftir viðræðum um endurskoðun ákvæða samgöngusáttmálans. Tilefnið er einfalt. Engin þeirra framkvæmda sem átti að ljúka árið 2023 er í reynd lokið, kostnaður nokkurra framkvæmda hefur hækkað langt umfram áætlanir og enn margt sem þarf að skera úr varðandi fjármögnunina. Samgöngusáttmálinn er fjármagnaður 25% með framlögum ríkisins, 12,5% með framlögum sveitarfélaga, 12,5% með þróun Keldnalands sem er ekki hafið og 50% með flýti- og umferðargjöldum sem eru ekki óumdeild og krefjast nýrrar löggjafar, eða þá framlögum ríkisins. Einu fjárframlögin sem ættu að vera í hendi eru 37,5% ríkisins og sveitarfélagana. Fyrir vikið lendir það til dæmis á Kópavogi og Reykjavík að skipta á milli sín auka milljarði við kostnað tengingar Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar sem átti að vera lokið árið 2021. Eins er með fyrsta áfanga Borgarlínu sem átti að ljúka í ár en hann hækkar um 7 ma.kr. í uppfærðri áætlun og heildarkostnaður áfangans er nú kominn upp í 28 ma.kr. Þar sem borgin er á ystu nöf fjárhagslega ætti þessi umfram kostnaður að nægja til að meirihlutinn sæi skynsemina í að fara aftur að teikniborðinu. Ekkert bendir til að fjárhagsstaðan lagist svo nokkru nemi þetta kjörtímabilið en ekkert kemur til framkvæmda nema fjármögnun liggi fyrir þannig að Reykjavíkurborg hefur enga burð itil að veita verkefninu framgang. Það er einkennilegt en ekki óvænt að meirihlutinn skuli fella að ræða á sameiginlegu borði vanefndirnar, hækkun á áætluðum kostnaði og hver eigi að borga hvað og hvernig. Kjósendum eru send skýr skilaboð. Meirihlutinn vill ekki skýra þessa óvissuþætti svo greiða megi samgöngubótum sáttmálans veginn. Niðurstaðan verður því kyrrstaðan sem er meirihlutanum svo þóknanleg. Sáttmálinn er ekki konfektkassi Fyrsta málið á forgangslista sáttmálans átti að vera innleiðing snjallrar umferðarljósastýringar. Það verkefni þótti góður byrjunarreitur enda bæði einföld og hagkvæm aðgerð sem bætir strax umferðarflæði og tryggir rauntímaupplýsingar um þróun umferðar sem er mikilvægt tól gagnvart þeim umferðartöfum sem munu koma í kjölfar stærri framkvæmda. Samt hefur ekkert gerst í innleiðingunni en borgin keypt meiri búnað í gömlu klukkuljósin. Borgarfulltrúar meirihlutans afsökuðu afstöðu sína með því að vilja ekki styggja ríkið sem gæti fælst frá því að greiða brúsann og því fráleitt að efna til endurskoðunar. Eins og hin breytta staða hafi alveg farið fram hjá ríkinu og að það sofi á verðinum gagnvart auknum kostnaði. En af hverju skyldi ríkið þá hefja samtal vegna hærri kostnaðar? Er ekki nóg af öðrum verkefnum á þeirri könnu? Má ríkið ekki draga þá ályktun að borgin hafi einmitt áhuga á kyrrstöðu fyrst meirihlutinn fellir að taka upp samtal um endurskoðun sáttmálans? Tilgangur sáttmálans er að flýta framkvæmdum sem að liðka fyrir umferð. Samt hefur borgin haldið áfram að beina fé og vinnustundum í aðgerðir sem beinlínis tefja umferð og strætó látinn grotna niður. Kyrrstaðan í umferðinni er sérstakt markmið meirihlutans. Nema hvað? Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Reykjavík Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta borgarstjórnarfundi flutti Marta Guðjónsdóttir tillögu fyrir hönd okkar sjálfstæðismanna um að óska eftir viðræðum um endurskoðun ákvæða samgöngusáttmálans. Tilefnið er einfalt. Engin þeirra framkvæmda sem átti að ljúka árið 2023 er í reynd lokið, kostnaður nokkurra framkvæmda hefur hækkað langt umfram áætlanir og enn margt sem þarf að skera úr varðandi fjármögnunina. Samgöngusáttmálinn er fjármagnaður 25% með framlögum ríkisins, 12,5% með framlögum sveitarfélaga, 12,5% með þróun Keldnalands sem er ekki hafið og 50% með flýti- og umferðargjöldum sem eru ekki óumdeild og krefjast nýrrar löggjafar, eða þá framlögum ríkisins. Einu fjárframlögin sem ættu að vera í hendi eru 37,5% ríkisins og sveitarfélagana. Fyrir vikið lendir það til dæmis á Kópavogi og Reykjavík að skipta á milli sín auka milljarði við kostnað tengingar Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar sem átti að vera lokið árið 2021. Eins er með fyrsta áfanga Borgarlínu sem átti að ljúka í ár en hann hækkar um 7 ma.kr. í uppfærðri áætlun og heildarkostnaður áfangans er nú kominn upp í 28 ma.kr. Þar sem borgin er á ystu nöf fjárhagslega ætti þessi umfram kostnaður að nægja til að meirihlutinn sæi skynsemina í að fara aftur að teikniborðinu. Ekkert bendir til að fjárhagsstaðan lagist svo nokkru nemi þetta kjörtímabilið en ekkert kemur til framkvæmda nema fjármögnun liggi fyrir þannig að Reykjavíkurborg hefur enga burð itil að veita verkefninu framgang. Það er einkennilegt en ekki óvænt að meirihlutinn skuli fella að ræða á sameiginlegu borði vanefndirnar, hækkun á áætluðum kostnaði og hver eigi að borga hvað og hvernig. Kjósendum eru send skýr skilaboð. Meirihlutinn vill ekki skýra þessa óvissuþætti svo greiða megi samgöngubótum sáttmálans veginn. Niðurstaðan verður því kyrrstaðan sem er meirihlutanum svo þóknanleg. Sáttmálinn er ekki konfektkassi Fyrsta málið á forgangslista sáttmálans átti að vera innleiðing snjallrar umferðarljósastýringar. Það verkefni þótti góður byrjunarreitur enda bæði einföld og hagkvæm aðgerð sem bætir strax umferðarflæði og tryggir rauntímaupplýsingar um þróun umferðar sem er mikilvægt tól gagnvart þeim umferðartöfum sem munu koma í kjölfar stærri framkvæmda. Samt hefur ekkert gerst í innleiðingunni en borgin keypt meiri búnað í gömlu klukkuljósin. Borgarfulltrúar meirihlutans afsökuðu afstöðu sína með því að vilja ekki styggja ríkið sem gæti fælst frá því að greiða brúsann og því fráleitt að efna til endurskoðunar. Eins og hin breytta staða hafi alveg farið fram hjá ríkinu og að það sofi á verðinum gagnvart auknum kostnaði. En af hverju skyldi ríkið þá hefja samtal vegna hærri kostnaðar? Er ekki nóg af öðrum verkefnum á þeirri könnu? Má ríkið ekki draga þá ályktun að borgin hafi einmitt áhuga á kyrrstöðu fyrst meirihlutinn fellir að taka upp samtal um endurskoðun sáttmálans? Tilgangur sáttmálans er að flýta framkvæmdum sem að liðka fyrir umferð. Samt hefur borgin haldið áfram að beina fé og vinnustundum í aðgerðir sem beinlínis tefja umferð og strætó látinn grotna niður. Kyrrstaðan í umferðinni er sérstakt markmið meirihlutans. Nema hvað? Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar