Að skjóta niður skjólstæðinga sína Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 25. febrúar 2023 07:00 Á dagskrá Alþingis þann 23. Febrúar síðastliðin var tillaga til þingsályktunnar frá Flokki fólksins sem bar yfirskriftina: “um staðgreiðslu við innborgun í lífeyrissjóði”. Tillagan er eftirfarandi: „Alþingi ályktar að fela fjármála- og efnahagsráðherra að leggja fram lagafrumvarp fyrir lok ársins 2023 þess efnis að staðgreiðsla skatta fari fram við innborgun í lífeyrissjóð en ekki við útgreiðslu lífeyrissparnaðar. Tryggt verði að þeim fjármunum sem breytingin skilar ríkissjóði verði varið í þágu aukinnar velferðar.“ Tillagan komst þó ekki til umræðu. Við fyrstu sýn hljómar þetta nú kannski ekki illa. Enda gera útreikningar sem sjá má í greinargerð með tillögunni ráð fyrir því að í ríkissjóð renni um 80 milljarðar árlega sem nota eigi í velferðarmál. En hverjir greiða þessa 80 milljarða sem bætast eiga í ríkissjóð við þessa breytingu? Eins og tillagan hljóðar þá eru það auðvitað launaþegar sem greiða þetta, vegna þess að eftir þessa breytingu, ef af verður, greiða þeir hver og einn einasti hærri tekjuskatt af launum sínum. Einstaklingur með 500 þús. í heildarlaun með lífeyrissjóði greiðir í dag um 95.000 kr. af launum sínum í tekjuskatt og útsvar, að teknu tilliti til persónuafsláttar. Enda er tekjustattsstofn þessara launa 480.000 kr. eftir að greiðslur í lífeyrissjóð hafa verið dregnar frá heildarlaunum. Nái þessi breyting fram að ganga mun þessi einstaklingur greða um 103.000 kr. í tekjuskatt og útsvar af launum sínum þar sem tekjuskattsstfninn er kominn upp í 500.000 kr. og fá 8.000 kr. minna í launaumslagið en hann fær í dag eða 96.000 kr. minna á ári en hann fær í dag. Mér segir svo hugur að einhverjum heimilum muni nú alveg um þessa upphæð, þó ekki sé hún kannski há. En líkja mætti þó þessu við að þrettándi mánuðurinn væri greiddur í tekjuskatt og útsvar. Maður hefði nú haldið að þingflokkur sem að meðal annars inniheldur formann Hagsmunasamtaka heimilana myndi nú leita eitthvert annað en í ráðstöfunartekjur heimilana eftir meira fjármagni í ríkissjóð, þó auðvitað sé tilgangurinn göfugur, það er að auka við fjármagn sem færi til velferðarmála. En lengi má sjálfsagt manninn reyna. Það má nú samt kannski sjá smá glætu í þessu sem gæti mögulega reynst heimilunum í landinu vel. Væntanlega mun einkaneysla dragast saman um þá upphæð sem tekjumissir heimilana verður og draga þar með kannski örlítið úr verðbólgu. Höfundur er formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Tekjur Kjaramál Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Sjá meira
Á dagskrá Alþingis þann 23. Febrúar síðastliðin var tillaga til þingsályktunnar frá Flokki fólksins sem bar yfirskriftina: “um staðgreiðslu við innborgun í lífeyrissjóði”. Tillagan er eftirfarandi: „Alþingi ályktar að fela fjármála- og efnahagsráðherra að leggja fram lagafrumvarp fyrir lok ársins 2023 þess efnis að staðgreiðsla skatta fari fram við innborgun í lífeyrissjóð en ekki við útgreiðslu lífeyrissparnaðar. Tryggt verði að þeim fjármunum sem breytingin skilar ríkissjóði verði varið í þágu aukinnar velferðar.“ Tillagan komst þó ekki til umræðu. Við fyrstu sýn hljómar þetta nú kannski ekki illa. Enda gera útreikningar sem sjá má í greinargerð með tillögunni ráð fyrir því að í ríkissjóð renni um 80 milljarðar árlega sem nota eigi í velferðarmál. En hverjir greiða þessa 80 milljarða sem bætast eiga í ríkissjóð við þessa breytingu? Eins og tillagan hljóðar þá eru það auðvitað launaþegar sem greiða þetta, vegna þess að eftir þessa breytingu, ef af verður, greiða þeir hver og einn einasti hærri tekjuskatt af launum sínum. Einstaklingur með 500 þús. í heildarlaun með lífeyrissjóði greiðir í dag um 95.000 kr. af launum sínum í tekjuskatt og útsvar, að teknu tilliti til persónuafsláttar. Enda er tekjustattsstofn þessara launa 480.000 kr. eftir að greiðslur í lífeyrissjóð hafa verið dregnar frá heildarlaunum. Nái þessi breyting fram að ganga mun þessi einstaklingur greða um 103.000 kr. í tekjuskatt og útsvar af launum sínum þar sem tekjuskattsstfninn er kominn upp í 500.000 kr. og fá 8.000 kr. minna í launaumslagið en hann fær í dag eða 96.000 kr. minna á ári en hann fær í dag. Mér segir svo hugur að einhverjum heimilum muni nú alveg um þessa upphæð, þó ekki sé hún kannski há. En líkja mætti þó þessu við að þrettándi mánuðurinn væri greiddur í tekjuskatt og útsvar. Maður hefði nú haldið að þingflokkur sem að meðal annars inniheldur formann Hagsmunasamtaka heimilana myndi nú leita eitthvert annað en í ráðstöfunartekjur heimilana eftir meira fjármagni í ríkissjóð, þó auðvitað sé tilgangurinn göfugur, það er að auka við fjármagn sem færi til velferðarmála. En lengi má sjálfsagt manninn reyna. Það má nú samt kannski sjá smá glætu í þessu sem gæti mögulega reynst heimilunum í landinu vel. Væntanlega mun einkaneysla dragast saman um þá upphæð sem tekjumissir heimilana verður og draga þar með kannski örlítið úr verðbólgu. Höfundur er formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun