Samgöngusáttmáli á gatnamótum Birkir Ingibjartsson skrifar 24. febrúar 2023 13:00 Þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var undirritaður haustið 2019 af ríki, borg og sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins ríkti almenn og þverpólitísk sátt um að í sáttmálanum fælist mikilvægur áfangi. Þar væri blásið til sóknar fyrir hönd höfuðborgarsvæðisins og að í fyrsta sinn væri sett fram skýr framtíðarsýn og framkvæmdaáætlun um heildstæða uppbyggingu samgönguinnviða fyrir alla ferðamáta á svæðinu. Mikilvægi sáttmálans er ótvírætt og þau meginmarkmið sem í honum eru skilgreind það sem standa þarf vörð um. 1.Kolefnishlutlaust samfélag, 2. Greiðari samgöngur og fjölbreyttir ferðamátar, 3. Aukið umferðaröryggi, 4. Samvinna og skilvirkar framkvæmdir. Þetta eru skýr markmið og endurspeglast vel í þeim 120 milljörðum króna sem sáttmálinn hljóðaði upp á sínum tíma og skipt er bróðurlega milli ólíkra ferðamáta. Í ljósi þeirrar víðtæku sáttar sem ríkti um sáttmálann fyrir ekki lengri tíma hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðum um sáttmálann af hálfu kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins síðustu daga. Kostnaðurinn við þessar nauðsynlegu úrbætur er nú orðinn of mikill og markmið sáttmálans um breyttar ferðavenjur orðnar íþyngjandi. Markmið sem þó eru bundin í svo til allar stefnumótandi áætlanir og samþykktir sem snúa að vexti og þróun höfuðborgarsvæðisins, s.s. svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins til 2040 eða aðalskipulag Kópavogs til 2040. Sjálfstæðisfólki er tamt að tala um eigin ráðdeild og kostnaðarvit en hættir til að vilja spara eyrinn en kasta krónunni þegar kemur að samfélagslegum fjárfestingum. Margoft hefur verið bent á að hagrænn ábati af uppbyggingu öflugra almenningssamgangna er margfaldur fyrir hverja þá krónu sem fjárfest er í slíkum samfélagslegum innviðum. Hefur meðal annars verið reiknað út að samfélagslegur ávinningur af fyrstu lotu Borgarlínunnar gæti orðið um 26 milljarðar króna á næstu 30 árum.] Það er bara fyrir fyrstu lotuna af fimm. Á sama tíma hefur verið áætlað að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi á síðustu árum varið um 9 milljörðum króna á mánuði í kaup og rekstur eigin ökutækja. Það eru rúmlega 100 milljarðar króna árlega og sú tala hækkar ár frá ári með umfangsmeira gatnakerfi og fleiri bílum. Við núverandi aðstæður er því miklum tíma, fjármunum og orku sóað að óþörfu þar sem margfalt hagstæðara, í krónum talið, væri að fjárfesta í öflugum almenningssamgöngum. Um leið myndu bætt umhverfisgæði, s.s. betri hljóðvist og minni mengun, fylgja í kaupbæti. Öflugar almenningssamgöngur eru því ekki síður mikilvæg fjárfesting í okkar sameiginlegu gæðum. En víkjum aðeins aftur að sjálfum samgöngusáttmálanum og þeim verkefnum sem undir hann falla. Samkvæmt gögnum úr samgöngulíkani sem unnið var í tengslum við undirbúning framkvæmda sáttmálans eru vísbendingar um að þrátt fyrir alla þá innviðauppbyggingu sem áætluð er muni bílaumferðin halda áfram að aukast umfram fjölgun íbúa - bílaumferð muni aukast um 41% á tímabili sáttmálans en íbúum fjölga um 32%. Það er skýr vísbending í þá veru að framkvæmdir sáttmálans muni einar og sér ekki duga til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að. Meira þarf til og samhliða áætluðum framkvæmdum þarf að grípa til fjölbreyttra aðgerða sem styðja við að magn umferðarinnar haldist í skefjum. Umferðar- og flýtigjöld á stofnvegi er ein þeirra aðgerða. Er enda margt sem bendir til að þau séu nauðsynleg til að ná fram þeim breytingum í samgöngukerfinu sem samgöngusáttmálanum er ætlað að gera. Innleiðing þessara gjalda eru um leið ætlað að standa á bakvið um 50% af kostnaði sáttmálans. Allt tal um vanefndir í tengslum við tafir á einstaka verkþáttum er því hjákátlegt þegar þessi lykilþáttur sáttmálans hefur ekki enn verið afgreiddur af hálfu Alþingis. Upphlaup síðustu daga ber vott af því að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa algerlega misst sjónar af því hver langtímamarkmiðin eru. Það er knýjandi að gerðar verði þær nauðsynlegu breytingar á samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins sem sáttmálinn segir til um. Og í raun að tekin verði stærri skref. Við viljum ekki meiri bílaumferð og væri samgöngusáttmálinn hið fullkomna verkfæri til að festa í sessi slík markmið. Til að svo verði megum við ekki draga í land á þessum tímapunkti heldur þarf mun frekar að setja enn meiri kraft í að efla allar almenningssamgöngur, fjárfesta í innviðum fyrir virka ferðamáta og bæta umhverfi höfuðborgarsvæðisins. Fyrsta skrefið í þá átt var undirskrift samgöngusáttmálans árið 2019. Hann er sá rammi sem skilgreinir þá heildstæðu og sameiginlegu framtíðarsýn sem verður að liggja fyrir um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Stöndum vörð um þann áfanga. Höfundur er arkitekt og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Samgöngur Borgarlína Reykjavík Samfylkingin Borgarstjórn Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var undirritaður haustið 2019 af ríki, borg og sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins ríkti almenn og þverpólitísk sátt um að í sáttmálanum fælist mikilvægur áfangi. Þar væri blásið til sóknar fyrir hönd höfuðborgarsvæðisins og að í fyrsta sinn væri sett fram skýr framtíðarsýn og framkvæmdaáætlun um heildstæða uppbyggingu samgönguinnviða fyrir alla ferðamáta á svæðinu. Mikilvægi sáttmálans er ótvírætt og þau meginmarkmið sem í honum eru skilgreind það sem standa þarf vörð um. 1.Kolefnishlutlaust samfélag, 2. Greiðari samgöngur og fjölbreyttir ferðamátar, 3. Aukið umferðaröryggi, 4. Samvinna og skilvirkar framkvæmdir. Þetta eru skýr markmið og endurspeglast vel í þeim 120 milljörðum króna sem sáttmálinn hljóðaði upp á sínum tíma og skipt er bróðurlega milli ólíkra ferðamáta. Í ljósi þeirrar víðtæku sáttar sem ríkti um sáttmálann fyrir ekki lengri tíma hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðum um sáttmálann af hálfu kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins síðustu daga. Kostnaðurinn við þessar nauðsynlegu úrbætur er nú orðinn of mikill og markmið sáttmálans um breyttar ferðavenjur orðnar íþyngjandi. Markmið sem þó eru bundin í svo til allar stefnumótandi áætlanir og samþykktir sem snúa að vexti og þróun höfuðborgarsvæðisins, s.s. svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins til 2040 eða aðalskipulag Kópavogs til 2040. Sjálfstæðisfólki er tamt að tala um eigin ráðdeild og kostnaðarvit en hættir til að vilja spara eyrinn en kasta krónunni þegar kemur að samfélagslegum fjárfestingum. Margoft hefur verið bent á að hagrænn ábati af uppbyggingu öflugra almenningssamgangna er margfaldur fyrir hverja þá krónu sem fjárfest er í slíkum samfélagslegum innviðum. Hefur meðal annars verið reiknað út að samfélagslegur ávinningur af fyrstu lotu Borgarlínunnar gæti orðið um 26 milljarðar króna á næstu 30 árum.] Það er bara fyrir fyrstu lotuna af fimm. Á sama tíma hefur verið áætlað að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi á síðustu árum varið um 9 milljörðum króna á mánuði í kaup og rekstur eigin ökutækja. Það eru rúmlega 100 milljarðar króna árlega og sú tala hækkar ár frá ári með umfangsmeira gatnakerfi og fleiri bílum. Við núverandi aðstæður er því miklum tíma, fjármunum og orku sóað að óþörfu þar sem margfalt hagstæðara, í krónum talið, væri að fjárfesta í öflugum almenningssamgöngum. Um leið myndu bætt umhverfisgæði, s.s. betri hljóðvist og minni mengun, fylgja í kaupbæti. Öflugar almenningssamgöngur eru því ekki síður mikilvæg fjárfesting í okkar sameiginlegu gæðum. En víkjum aðeins aftur að sjálfum samgöngusáttmálanum og þeim verkefnum sem undir hann falla. Samkvæmt gögnum úr samgöngulíkani sem unnið var í tengslum við undirbúning framkvæmda sáttmálans eru vísbendingar um að þrátt fyrir alla þá innviðauppbyggingu sem áætluð er muni bílaumferðin halda áfram að aukast umfram fjölgun íbúa - bílaumferð muni aukast um 41% á tímabili sáttmálans en íbúum fjölga um 32%. Það er skýr vísbending í þá veru að framkvæmdir sáttmálans muni einar og sér ekki duga til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að. Meira þarf til og samhliða áætluðum framkvæmdum þarf að grípa til fjölbreyttra aðgerða sem styðja við að magn umferðarinnar haldist í skefjum. Umferðar- og flýtigjöld á stofnvegi er ein þeirra aðgerða. Er enda margt sem bendir til að þau séu nauðsynleg til að ná fram þeim breytingum í samgöngukerfinu sem samgöngusáttmálanum er ætlað að gera. Innleiðing þessara gjalda eru um leið ætlað að standa á bakvið um 50% af kostnaði sáttmálans. Allt tal um vanefndir í tengslum við tafir á einstaka verkþáttum er því hjákátlegt þegar þessi lykilþáttur sáttmálans hefur ekki enn verið afgreiddur af hálfu Alþingis. Upphlaup síðustu daga ber vott af því að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa algerlega misst sjónar af því hver langtímamarkmiðin eru. Það er knýjandi að gerðar verði þær nauðsynlegu breytingar á samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins sem sáttmálinn segir til um. Og í raun að tekin verði stærri skref. Við viljum ekki meiri bílaumferð og væri samgöngusáttmálinn hið fullkomna verkfæri til að festa í sessi slík markmið. Til að svo verði megum við ekki draga í land á þessum tímapunkti heldur þarf mun frekar að setja enn meiri kraft í að efla allar almenningssamgöngur, fjárfesta í innviðum fyrir virka ferðamáta og bæta umhverfi höfuðborgarsvæðisins. Fyrsta skrefið í þá átt var undirskrift samgöngusáttmálans árið 2019. Hann er sá rammi sem skilgreinir þá heildstæðu og sameiginlegu framtíðarsýn sem verður að liggja fyrir um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Stöndum vörð um þann áfanga. Höfundur er arkitekt og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun