Mikilvægi strandsvæðisskipulags Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 23. febrúar 2023 07:31 Strax í árdaga sjókvíeldis fyrir vestan og austan fóru sveitarfélög á svæðinu að kalla eftir að það yrði gert strandsvæðisskipulag fyrir þau svæði sem þá þegar var búið að ákveða af stjórnvöldum að hentuðu fyrir eldið. Hafist var handa við að loka stærsta hluta strandlengjunnar þannig eldi var aðeins leyft á hluta Austfjarða, á Vestfjörðum og í Eyjafirði. Sveitarfélögin kölluðu sterkt eftir aðkomu að skipulagi þeirra að hvernig svæðum yrðu úthlutað. Fjórðungssamband Vestfirðinga sendi t.d. inn umsögn um fiskeldislögin sem voru í smíðum árið 2008 og bentu á að aðgengi að strandsvæðum væri auðlind til framtíðar litið. Aðgengi sveitarfélaga á Vestfjörðum að skipulagi nýtingar þeirra væri því mikilvægt enda Vestfirðir með 1/3 af strandlengju Íslands. Afstaðan var skýr að það ætti að líta á aðkomu sveitarfélaga að skipulagi strandsvæða á sama hátt og sveitarfélög komi að skipulagi nýtingu annarra auðlinda, s.s. jarðhita og vatnsorku. Á þetta var ekki fallist. Þó kom fram í meirihlutaáliti atvinnunefndar það sjónarmið og lögð til sú breyting á frumvarpinu að leitað yrði umsagnar viðkomandi sveitarfélags við svæðaskiptingu fiskeldis, við staðbundið bann við starfsemi og við veitingu rekstrarleyfis. Í framhaldi reyndu sveitarfélögin ítrekað að koma skoðununum sínum á framfæri næstu árin við þær breytingar sem voru gerðar á fiskeldislögum og öðrum lögum sem snéru að auðlindanýtingu fjarða á svæðinu. Lög um skipulag haf-og strandsvæða Sveitarfélögum var loks 2018 hleypt að borðinu þegar lög um skipulag haf- og strandsvæða voru samþykkt í þriðju atrennu. Fjórðungssamband Vestfirðinga hafði þá í rúman áratug bent ítrekað á mikilvægi þess fyrir svæðið. Markmið laganna voru m.a. að nýting og vernd auðlinda haf- og strandsvæða yrði í samræmi við skipulag sem hefði efnahagslegar, félagslegar og menningarlegar þarfir landsmanna, heilbrigði þeirra og öryggi að leiðarljósi. Það var svo á árinu 2019 sem svæðisráð voru endanlega skipuð og hafa þegar skilað tillögu inn til innviðaráðuneytisins sem staðfestir strandsvæðisskipulagið. Skipulagið unnið í opnu og aðgengilegu ferli Strandsvæðisskipulagið er unnið undir forystu og stjórn Skipulagsstofnunar með aðkomu fulltrúa sveitastjórnar á svæðinu. Svæðisráð um strandsvæðaskipulag bera svo ábyrgð á gerð þess. Skipulagið er því unnið í samvinnu ríkis og sveitarfélaga og leggur grunn að leyfisveitingum fyrir framkvæmdum og annarri starfsemi á því svæði sem skipulagið nær til og í vinnunni var miðað við að hún væri opin og aðgengileg bæði almennings og hagsmunaaðila. Aðkoma heimamanna er nauðsynleg eins og í annarri skipulagsvinnu fyrir svæðið. Strandsvæðisskipulagið er skipulagsáætlun fyrir afmarkað svæði í fjörðum og flóum utan netlaga þar sem sett er fram stefna um framtíðarnýtingu og vernd svæðisins. Það getur falið í sér nýtingu svæða til eldis nytjastofna, efnistöku eða ferðaþjónustu, verndun eða samgönguleiða. Við mótun strandsvæðisskipulagsins var umhverfismati beitt til að tryggja að skipulagið stuðli að sjálfbærri þróun og dragi þannig úr neikvæðum áhrifum þess á umhverfið og því fléttað inn í vinnu svæðisráðs. Afurðin er fædd og bíður blessunar innviðaráðuneytisins. Skipulagið unnið af þekkingu Þegar tillögurnar lágu fyrir bárust fjölmargar umsagnir líkt og gengur og gerist skipulagsferli, enda verið að skipuleggja þessi svæði í fyrsta sinni. Það er gott að sjá slíkan áhuga og einnig hægt að segja að kynning á tillögunum hafi gengið vel. Það verður ekki annað séð en að skipulagið hafi verið unnið af þekkingu og með ráðgjöf frá til þess bærum aðilum bæði með þekkingu heimamanna og stofnunum sem eru með sérfræðiþekkingu á lífríkinu og skipulagsgerð. Það er von mín að staðfesting fáist innan tímaramma á mikilvægu skipulagi strandsvæðisskipulags og að í kjölfarið verið fleiri strandsvæði skipulögð hringinn í kringum landið. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Byggðamál Sjávarútvegur Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Strax í árdaga sjókvíeldis fyrir vestan og austan fóru sveitarfélög á svæðinu að kalla eftir að það yrði gert strandsvæðisskipulag fyrir þau svæði sem þá þegar var búið að ákveða af stjórnvöldum að hentuðu fyrir eldið. Hafist var handa við að loka stærsta hluta strandlengjunnar þannig eldi var aðeins leyft á hluta Austfjarða, á Vestfjörðum og í Eyjafirði. Sveitarfélögin kölluðu sterkt eftir aðkomu að skipulagi þeirra að hvernig svæðum yrðu úthlutað. Fjórðungssamband Vestfirðinga sendi t.d. inn umsögn um fiskeldislögin sem voru í smíðum árið 2008 og bentu á að aðgengi að strandsvæðum væri auðlind til framtíðar litið. Aðgengi sveitarfélaga á Vestfjörðum að skipulagi nýtingar þeirra væri því mikilvægt enda Vestfirðir með 1/3 af strandlengju Íslands. Afstaðan var skýr að það ætti að líta á aðkomu sveitarfélaga að skipulagi strandsvæða á sama hátt og sveitarfélög komi að skipulagi nýtingu annarra auðlinda, s.s. jarðhita og vatnsorku. Á þetta var ekki fallist. Þó kom fram í meirihlutaáliti atvinnunefndar það sjónarmið og lögð til sú breyting á frumvarpinu að leitað yrði umsagnar viðkomandi sveitarfélags við svæðaskiptingu fiskeldis, við staðbundið bann við starfsemi og við veitingu rekstrarleyfis. Í framhaldi reyndu sveitarfélögin ítrekað að koma skoðununum sínum á framfæri næstu árin við þær breytingar sem voru gerðar á fiskeldislögum og öðrum lögum sem snéru að auðlindanýtingu fjarða á svæðinu. Lög um skipulag haf-og strandsvæða Sveitarfélögum var loks 2018 hleypt að borðinu þegar lög um skipulag haf- og strandsvæða voru samþykkt í þriðju atrennu. Fjórðungssamband Vestfirðinga hafði þá í rúman áratug bent ítrekað á mikilvægi þess fyrir svæðið. Markmið laganna voru m.a. að nýting og vernd auðlinda haf- og strandsvæða yrði í samræmi við skipulag sem hefði efnahagslegar, félagslegar og menningarlegar þarfir landsmanna, heilbrigði þeirra og öryggi að leiðarljósi. Það var svo á árinu 2019 sem svæðisráð voru endanlega skipuð og hafa þegar skilað tillögu inn til innviðaráðuneytisins sem staðfestir strandsvæðisskipulagið. Skipulagið unnið í opnu og aðgengilegu ferli Strandsvæðisskipulagið er unnið undir forystu og stjórn Skipulagsstofnunar með aðkomu fulltrúa sveitastjórnar á svæðinu. Svæðisráð um strandsvæðaskipulag bera svo ábyrgð á gerð þess. Skipulagið er því unnið í samvinnu ríkis og sveitarfélaga og leggur grunn að leyfisveitingum fyrir framkvæmdum og annarri starfsemi á því svæði sem skipulagið nær til og í vinnunni var miðað við að hún væri opin og aðgengileg bæði almennings og hagsmunaaðila. Aðkoma heimamanna er nauðsynleg eins og í annarri skipulagsvinnu fyrir svæðið. Strandsvæðisskipulagið er skipulagsáætlun fyrir afmarkað svæði í fjörðum og flóum utan netlaga þar sem sett er fram stefna um framtíðarnýtingu og vernd svæðisins. Það getur falið í sér nýtingu svæða til eldis nytjastofna, efnistöku eða ferðaþjónustu, verndun eða samgönguleiða. Við mótun strandsvæðisskipulagsins var umhverfismati beitt til að tryggja að skipulagið stuðli að sjálfbærri þróun og dragi þannig úr neikvæðum áhrifum þess á umhverfið og því fléttað inn í vinnu svæðisráðs. Afurðin er fædd og bíður blessunar innviðaráðuneytisins. Skipulagið unnið af þekkingu Þegar tillögurnar lágu fyrir bárust fjölmargar umsagnir líkt og gengur og gerist skipulagsferli, enda verið að skipuleggja þessi svæði í fyrsta sinni. Það er gott að sjá slíkan áhuga og einnig hægt að segja að kynning á tillögunum hafi gengið vel. Það verður ekki annað séð en að skipulagið hafi verið unnið af þekkingu og með ráðgjöf frá til þess bærum aðilum bæði með þekkingu heimamanna og stofnunum sem eru með sérfræðiþekkingu á lífríkinu og skipulagsgerð. Það er von mín að staðfesting fáist innan tímaramma á mikilvægu skipulagi strandsvæðisskipulags og að í kjölfarið verið fleiri strandsvæði skipulögð hringinn í kringum landið. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun