Orðið er frjálst Guðmundur Andri Thorsson skrifar 22. febrúar 2023 08:57 Ég hef í gegnum tíðina haft viðurværi mitt meðal annars af því að starfa við yfirlestur. Í því starfi felst að vinna með höfundum að því að bækur þeirra verði eins góðar og þeir sjá fyrir sér. Ég er eiginlega meðhjálpari – en líka ritskoðari, í þeim skilningi að ég skoða texta og sting upp á úrbótum þar sem mér sýnist mega betur fara. Vantar ekki eitthvað hér? Þarf þetta að vera svona langt? Það er y í þessu orði. Ættirðu að prófa að hafa hana frekar í rauðri kápu? Hét þessi ekki Angantýr á bls. 13 ... ? Eitthvað svona. Skemmtileg vinna, eins og fólk getur ímyndað sér, og maður hefur unnið með alls konar höfundum úr öllum áttum. Þó að ég hafi mínar skoðanir á pólitík þá myndi aldrei hvarfla að mér að eiga við texta út frá slíkum sjónarmiðum, og hvað þá velta fyrir mér pólitískum skoðunum höfundar utan bókarinnar. Höfundur hefur alltaf síðasta orðið. Hann hefur orðið. Hann er, eins og Sjón sagði um sjálfan sig í í kringum verðlaunaveitinguna á dögunum (Og til hamingju Sjón!) „maðurinn með orðin.“ Skáldskapurinn er sérstakt svæði gert úr orðum þar sem mannlegu hugviti er beitt til að skoða mannlega reynslu, mannlega hegðun og mannleg samskipti, kenndir og hugmyndir mannanna. Skáldskapurinn er rannsóknarstofa vitundarinnar, tilraunasvæði og má nærri geta hvort þar sé ekki oft farið nærri ýmsum mörkum. Þó að höfundur kunni að vera haldinn hæpnum hugmyndum um æskilega skipan hlutanna þá er það nú svo að sé þetta alvöru höfundur þá gilda þær hugmyndir einfaldlega ekki lengur þegar inn á svæði skáldskaparins er komið. Hamsun var nasisti og Halldór Laxness varði ógnarstjórn kommúnismans. Samt gerðu þessir menn bækur sem veita okkur dýrmæta innsýn í sálarlíf og samfélag mannanna. Salka Valka stóðst ekki marxískar hugmyndir og Sjálfstætt fólk var ekki birtingarmynd þeirra lenínísku landbúnaðarhugsjóna sem lagt var upp með. Þegar skáldin komast í stuð við að skálda þá vaknar hjá þeim innsæi í manneskjurnar og þau geta skynjað og lýst ýmsu sem ella væri þeim lokuð bók. Þetta hef ég oft og iðulega séð og reynt jafnvel sjálfur. Skáldin geta lýst alls konar reynslu og skoðunum af sannfæringu og innlifun sem er fjarri þeim sjálfum. Sigríður Hagalín er ekki Eyjólfur Úlfsson sagnfræðingur – því fer raunar víðs fjarri – en hún er hins vegar stödd inni í þeim fugli á meðan hún skapar hann úr orðum og hann er ljóslifandi fyrir mér á meðan ég les þau orð, ég þekki kauða. Þetta er galdur skáldskaparins. Sum hafa gert lítið úr hreinsunarstarfi í verkum Roalds Dahl með því að benda á að Grimms-ævintýri hafi tekið breytingum í aldanna rás. Þá gleymist að ævintýri Dahls eru höfundarverk en ævintýrin kennd við Grimm-bræður skráð úr munnlegri geymd og hafa mótast í sameiginlegum meðförum allra þeirra sem hafa sagt börnum ævintýri fyrir háttinn; engin ein rétt gerð til af Rauðhettusögunni. Ég held sjálfur að þetta sé stórhættuleg þróun og endi aðeins í bókabrennum. Ég held líka að sú hugmynd að höfundar skuli vera vammlausir í lífi og verkum og á alfaraslóð í prívatskoðunum muni enda í allsherjar og risastórri ritstíflu. Sérhver bók er sérheimur. Við eigum ekki að eyða heimum sem skapaðir eru af mannlegu hugviti. Við eigum að njóta þeirra, skoða þá, fræðast af þeim. Og ef okkur líka þeir ekki eigum við að smíða aðra og betri. Orðið er frjálst. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Bókmenntir Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Sjá meira
Ég hef í gegnum tíðina haft viðurværi mitt meðal annars af því að starfa við yfirlestur. Í því starfi felst að vinna með höfundum að því að bækur þeirra verði eins góðar og þeir sjá fyrir sér. Ég er eiginlega meðhjálpari – en líka ritskoðari, í þeim skilningi að ég skoða texta og sting upp á úrbótum þar sem mér sýnist mega betur fara. Vantar ekki eitthvað hér? Þarf þetta að vera svona langt? Það er y í þessu orði. Ættirðu að prófa að hafa hana frekar í rauðri kápu? Hét þessi ekki Angantýr á bls. 13 ... ? Eitthvað svona. Skemmtileg vinna, eins og fólk getur ímyndað sér, og maður hefur unnið með alls konar höfundum úr öllum áttum. Þó að ég hafi mínar skoðanir á pólitík þá myndi aldrei hvarfla að mér að eiga við texta út frá slíkum sjónarmiðum, og hvað þá velta fyrir mér pólitískum skoðunum höfundar utan bókarinnar. Höfundur hefur alltaf síðasta orðið. Hann hefur orðið. Hann er, eins og Sjón sagði um sjálfan sig í í kringum verðlaunaveitinguna á dögunum (Og til hamingju Sjón!) „maðurinn með orðin.“ Skáldskapurinn er sérstakt svæði gert úr orðum þar sem mannlegu hugviti er beitt til að skoða mannlega reynslu, mannlega hegðun og mannleg samskipti, kenndir og hugmyndir mannanna. Skáldskapurinn er rannsóknarstofa vitundarinnar, tilraunasvæði og má nærri geta hvort þar sé ekki oft farið nærri ýmsum mörkum. Þó að höfundur kunni að vera haldinn hæpnum hugmyndum um æskilega skipan hlutanna þá er það nú svo að sé þetta alvöru höfundur þá gilda þær hugmyndir einfaldlega ekki lengur þegar inn á svæði skáldskaparins er komið. Hamsun var nasisti og Halldór Laxness varði ógnarstjórn kommúnismans. Samt gerðu þessir menn bækur sem veita okkur dýrmæta innsýn í sálarlíf og samfélag mannanna. Salka Valka stóðst ekki marxískar hugmyndir og Sjálfstætt fólk var ekki birtingarmynd þeirra lenínísku landbúnaðarhugsjóna sem lagt var upp með. Þegar skáldin komast í stuð við að skálda þá vaknar hjá þeim innsæi í manneskjurnar og þau geta skynjað og lýst ýmsu sem ella væri þeim lokuð bók. Þetta hef ég oft og iðulega séð og reynt jafnvel sjálfur. Skáldin geta lýst alls konar reynslu og skoðunum af sannfæringu og innlifun sem er fjarri þeim sjálfum. Sigríður Hagalín er ekki Eyjólfur Úlfsson sagnfræðingur – því fer raunar víðs fjarri – en hún er hins vegar stödd inni í þeim fugli á meðan hún skapar hann úr orðum og hann er ljóslifandi fyrir mér á meðan ég les þau orð, ég þekki kauða. Þetta er galdur skáldskaparins. Sum hafa gert lítið úr hreinsunarstarfi í verkum Roalds Dahl með því að benda á að Grimms-ævintýri hafi tekið breytingum í aldanna rás. Þá gleymist að ævintýri Dahls eru höfundarverk en ævintýrin kennd við Grimm-bræður skráð úr munnlegri geymd og hafa mótast í sameiginlegum meðförum allra þeirra sem hafa sagt börnum ævintýri fyrir háttinn; engin ein rétt gerð til af Rauðhettusögunni. Ég held sjálfur að þetta sé stórhættuleg þróun og endi aðeins í bókabrennum. Ég held líka að sú hugmynd að höfundar skuli vera vammlausir í lífi og verkum og á alfaraslóð í prívatskoðunum muni enda í allsherjar og risastórri ritstíflu. Sérhver bók er sérheimur. Við eigum ekki að eyða heimum sem skapaðir eru af mannlegu hugviti. Við eigum að njóta þeirra, skoða þá, fræðast af þeim. Og ef okkur líka þeir ekki eigum við að smíða aðra og betri. Orðið er frjálst. Höfundur er rithöfundur.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun