„Auðvitað lítur það vel út á pappír að hafa skorað fimmtán mörk“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2023 13:30 Birgir Steinn Jónsson skoraði fimmtán mörk og gaf fimm stoðsendingar í leiknum í gær. Vísir/Vilhelm Birgir Steinn Jónsson átti stórkostlegan leik með Gróttu í eins marks sigri á FH í Olís deild karla í gærkvöldi. Birgir skoraði fimmtán mörk og samkvæmt tölfræði HB Statz þá átti hann einnig fimm stoðsendingar og fiskaði fjögur víti. Valur Páll Eiríksson ræddi við Birgi í hádegisfréttum Bylgjunnar. Grótta vann leikinn en komst yfir í fyrsta og eina skiptið þegar leiktíminn var liðinn. Birgir skoraði sigurmarkið úr vítakasti með síðasta skoti leiksins. „Við höfum alltaf trú á því á þetta væri hægt en ég persónulega tók ekki eftir því fyrr en ég fór að hugsa um það eftir leik, að við höfum ekki verið yfir fyrr en leiktíminn var búinn,“ sagði Birgir Steinn Jónsson. „Við höfum alltaf trú á verkefninu og mér hefur fundið það einkenna okkur síðustu árin að við höfum aldrei gefist upp,“ sagði sagði Birgir Steinn. „Eins og í gær þegar við vorum fimm til sex mörkum undir þrisvar til fjórum sinnum í leiknum þegar við hefðum getað brotnað. Það sýnir hrikalegan karakter að við komum til baka og höfum náð að stela þessu í lokin,“ sagði Birgir en hvernig fóru þeir að þessu. „Ég á nú eftir að horfa á þetta aftur en Einar (Baldvin Baldvinsson, markvörður Gróttu) tekur tvær ógeðslega mikilvægar vörslur í lokin sem er í raun það sem skilur á milli liðanna,“ sagði Birgir. Klippa: Síðustu mínúturnar í leik FH og Grótta Birgir skoraði eins og áður sagði fimmtán mörk í leiknum og það kvartar enginn yfir slíkri frammistöðu. „Loksins þegar ég fæ að taka vítin,“ sagði Birgir og bætti strax við: „Grín,“ sagði Birgir. „Þetta var flott og gaman að fá að skora. Þetta var líka liðsframmistaða. Hannes var frábær á línunni og fiskaði helling af vítum og svo átti Toggi (Þorgeir Bjarki Davíðsson) alvöru clutch-móment í lokin þegar hann fiskar vítið þegar leiktíminn var að verða búinn,“ sagði Birgir. „Auðvitað lítur það vel út á pappír að hafa skorað fimmtán mörk en þetta er liðsframmistaða. Ég veit að þetta er klisja,“ sagði Birgir og hann ætlar ekki að sleppa því að fá að taka vítin. „Ekki ef það gengur svona vel en það þarf að halda áfram að ganga svona vel,“ sagði Birgir sem nýtti tíu af ellefu vítum sínum í leiknum. Olís-deild karla Grótta Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Sjá meira
Birgir skoraði fimmtán mörk og samkvæmt tölfræði HB Statz þá átti hann einnig fimm stoðsendingar og fiskaði fjögur víti. Valur Páll Eiríksson ræddi við Birgi í hádegisfréttum Bylgjunnar. Grótta vann leikinn en komst yfir í fyrsta og eina skiptið þegar leiktíminn var liðinn. Birgir skoraði sigurmarkið úr vítakasti með síðasta skoti leiksins. „Við höfum alltaf trú á því á þetta væri hægt en ég persónulega tók ekki eftir því fyrr en ég fór að hugsa um það eftir leik, að við höfum ekki verið yfir fyrr en leiktíminn var búinn,“ sagði Birgir Steinn Jónsson. „Við höfum alltaf trú á verkefninu og mér hefur fundið það einkenna okkur síðustu árin að við höfum aldrei gefist upp,“ sagði sagði Birgir Steinn. „Eins og í gær þegar við vorum fimm til sex mörkum undir þrisvar til fjórum sinnum í leiknum þegar við hefðum getað brotnað. Það sýnir hrikalegan karakter að við komum til baka og höfum náð að stela þessu í lokin,“ sagði Birgir en hvernig fóru þeir að þessu. „Ég á nú eftir að horfa á þetta aftur en Einar (Baldvin Baldvinsson, markvörður Gróttu) tekur tvær ógeðslega mikilvægar vörslur í lokin sem er í raun það sem skilur á milli liðanna,“ sagði Birgir. Klippa: Síðustu mínúturnar í leik FH og Grótta Birgir skoraði eins og áður sagði fimmtán mörk í leiknum og það kvartar enginn yfir slíkri frammistöðu. „Loksins þegar ég fæ að taka vítin,“ sagði Birgir og bætti strax við: „Grín,“ sagði Birgir. „Þetta var flott og gaman að fá að skora. Þetta var líka liðsframmistaða. Hannes var frábær á línunni og fiskaði helling af vítum og svo átti Toggi (Þorgeir Bjarki Davíðsson) alvöru clutch-móment í lokin þegar hann fiskar vítið þegar leiktíminn var að verða búinn,“ sagði Birgir. „Auðvitað lítur það vel út á pappír að hafa skorað fimmtán mörk en þetta er liðsframmistaða. Ég veit að þetta er klisja,“ sagði Birgir og hann ætlar ekki að sleppa því að fá að taka vítin. „Ekki ef það gengur svona vel en það þarf að halda áfram að ganga svona vel,“ sagði Birgir sem nýtti tíu af ellefu vítum sínum í leiknum.
Olís-deild karla Grótta Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Sjá meira