Ætlaði út en þjálfarinn stöðvaði hann: „Þú ert ekki að fara neitt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. febrúar 2023 13:31 Þorgils Jón Svölu Baldursson í leik með Val gegn ungverska liðinu Ferencváros í Evrópudeildinni í vetur. Vísir/Hulda Margrét Þorgils Jón Svölu Baldursson, leikmaður Íslandsmeistara Vals, var nálægt því að yfirgefa liðið áður en yfirstandandi tímabil hófst. Hann leitaði sér þá að liði í Danmörku nálægt kærustu sinni, Lovísu Thompson, sem var á leið til Ringkøbing Håndbold. Þorgils, eða Oggi eins og hann er oftast kallaður, var á línunni hjá Stefáni Árna Pálssyni og Ingva Þór Sæmundssyni í seinasta þætti af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar og fór þá yfir það þegar hann skipti um skoðun. Ástæðan fyrir því að Oggi fór ekki út til Danmerkur var nokkuð einföld. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ekki tilbúinn að leyfa honum að fara. „Já algjörlega sko,“ sagði Oggi þegar Stefán Árni spurði hann að því hvort það hefði ekki verið leiðinlegt að missa af riðlakeppni Evrópudeildarinnar ef hann hefði farið út til Danmerkur í sumar. „Í lok sumars var maður eitthvað að reyna, en svo hringdi Snorri í mig og sagði: „Heyrðu karlinn minn, þú ert ekki að fara neitt. Við erum að fara í riðlakeppni í Evrópudeildinni sko,““ sagði Oggi. „Stefnum hundrað prósent á að koma okkur í 16-liða úrslit“ Oggi virðist þó ekki hafa séð eftir því að hafa ekki fært handboltaferilinn út fyrir landsteinana. „Þetta er gríðarleg upplifun. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Að fara til útlanda með þessum strákum að spila er bara ótrúlega gaman. Og sérstaklega af því að þetta eru stór lið eins og Flensburg. Ferðirnar sjálfar eru ekkert frí endilega og maður er bara inni á hóteli að undirbúa sig og æfa. En þetta er ógeðslega gaman.“ Valsmenn taka svo á móti Franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni næstkomandi þriðjudagskvöld í nánast hreinum úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. „Við stefnum hundrað prósent á að koma okkur í 16-liða úrslitin. Með þessum sigri getum við komið okkur í 16-liða og það er bara nákvæmlega það sem við viljum. Það er frábært að eiga séns á þessu eftir þessa leiki í Evrópudeildinni að geta komið sér í 16-liða úrslit. Það er draumur.“ Hlaðvarp Seinni bylgjunnar má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan, en Oggi tekur upp síman eftir rúmar 22 mínútur. Handbolti Valur Seinni bylgjan Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira
Þorgils, eða Oggi eins og hann er oftast kallaður, var á línunni hjá Stefáni Árna Pálssyni og Ingva Þór Sæmundssyni í seinasta þætti af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar og fór þá yfir það þegar hann skipti um skoðun. Ástæðan fyrir því að Oggi fór ekki út til Danmerkur var nokkuð einföld. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ekki tilbúinn að leyfa honum að fara. „Já algjörlega sko,“ sagði Oggi þegar Stefán Árni spurði hann að því hvort það hefði ekki verið leiðinlegt að missa af riðlakeppni Evrópudeildarinnar ef hann hefði farið út til Danmerkur í sumar. „Í lok sumars var maður eitthvað að reyna, en svo hringdi Snorri í mig og sagði: „Heyrðu karlinn minn, þú ert ekki að fara neitt. Við erum að fara í riðlakeppni í Evrópudeildinni sko,““ sagði Oggi. „Stefnum hundrað prósent á að koma okkur í 16-liða úrslit“ Oggi virðist þó ekki hafa séð eftir því að hafa ekki fært handboltaferilinn út fyrir landsteinana. „Þetta er gríðarleg upplifun. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Að fara til útlanda með þessum strákum að spila er bara ótrúlega gaman. Og sérstaklega af því að þetta eru stór lið eins og Flensburg. Ferðirnar sjálfar eru ekkert frí endilega og maður er bara inni á hóteli að undirbúa sig og æfa. En þetta er ógeðslega gaman.“ Valsmenn taka svo á móti Franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni næstkomandi þriðjudagskvöld í nánast hreinum úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. „Við stefnum hundrað prósent á að koma okkur í 16-liða úrslitin. Með þessum sigri getum við komið okkur í 16-liða og það er bara nákvæmlega það sem við viljum. Það er frábært að eiga séns á þessu eftir þessa leiki í Evrópudeildinni að geta komið sér í 16-liða úrslit. Það er draumur.“ Hlaðvarp Seinni bylgjunnar má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan, en Oggi tekur upp síman eftir rúmar 22 mínútur.
Handbolti Valur Seinni bylgjan Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira